Vekjarinn - 01.01.1906, Page 40

Vekjarinn - 01.01.1906, Page 40
40 Pó er allra sorglegast þegar prestarnir laga sig i auðsveipni eftir þessum heimsku- legu og ókristilegu kröfum, og það stundum móti betri vitund. Það er eitthvað meira en lítið bogið við það að menn, sem þykjast bera sannleikanum vitni, og kalla sig þjóna Drottins, skuli dirfast að segja t. d. um slark- ara »að þeir hafi fetað í fólspor Krists«, og brosleg verður líki'æðan, þegar talað er um »sannfarsælt hjónaband« og »sárt harmandi ekkil«, þar sem stúlka var komin upp á milli hjónanna og konan að því komin að flýja heimilið. Eða þegar talað er um »sannkristi- leg fyrirmyndar sómaheimilk, jafnvel þótt allir viti, að þar sé aldrei farið með orð Guðs og húsbóndinn jafnvel opinber vantrúarmaður. Eða þegar hælt er fyrir það, sem öðrum þykir stórgalli. (Shr.: »Iionum til maklegs hróss skal þess gelið, að hann var eindi'eginn land- varnarmaður«). Slíkar ræður auka ekki virð- ingu né tiltrú prestanna hjá hverjum þeim, sem ekki hefir fjötrað skoðanir sinar á vana- bás heimskunnar. Og hvorki er það heppi- legt né prestslegt að gefa óvinum Krists og kirkju vopn í hendur með lítilli sannleiksást við Jíkbörur lramlíðinna, þar sem er alt of alvarlegur staður til að fara með þvætting, og halda áfram að gefa tilefni til að menn segi þegar einhver er skjallaður úr hóíi: »Það er

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.