Vekjarinn - 01.01.1906, Page 44

Vekjarinn - 01.01.1906, Page 44
44 þá stundum, að líkt sé háttað öllum öðrum kenningum prestanna, þeir prédiki »af því þeir séu keyptir«, og allur kristindómur muni vera litlu áreiðanlegi'i en líkræðu skraíið, — verða þannig líkræðu öfgarnar til þess að koma inn hjá þeim óbeit á kirkju og kristindómi. Enda er það meir en von að efagjarnir menn haldi, — er þeir heyra ágizkunum, öfgum og jafnvel beinum ósannindum hrúgað saman í líkræðunum, enda þótt það eigi að vera í »huggunarrikum tilgangi«, — að sannleiksást og samvizkusemi mun ekki vera fremur í stól- ræðunum; og því miður má flnna þess nokk- ur dæmi að ræðumaðurinn spyrji eins og umsækjandinn: »Hvað ætli þeim liki nú bezt körlunum?« en gleymi að spyrja um hitt: »Hvað vill Kristur að eg segi?« En þegar svo er komið, þarf enginn að undrast, þótt hyggnir efasemdamenn fyrirlíti »masið í prestunum«. — Annars væri fátt holl- ara sönnum kristindómi þjóðar vorrar um þessar mundir, en ef einhver yrði til að fletta hlífðarlaust ofan af hræsninni og hálfvelgjunni, kákinu og eigingirninni, sérþóttanum og augna- þjónustunni, sem hafa á sér yfirskyn guð- hræðslunnar, ýmist af gömlum vana eða í hagnaðarskyni, eru ákaílega guðhrædd í kirkj- unni, eða þegar í nauðir rekur, en eru endra- nær algjörlega mótfallin öllum andlegum

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.