Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 1
BEN HÚR. XI. Oðara en »sauðahliðinu» var lokið upp morg- unin eftir, var Anira komin þangað og fór út. Hliðverðirnir spurðu hana einskis— þeir voru henni svo vanir. Morguninn sjálfur var ekki stundvísari en hún var. Hún fór þá brautina, er til austurs lá, of- an í dalinn. Dökkgrænu brekkurnar á Olíufjall- >nu voru alsettar fánnhvítum tjöldum; héit þar til fólk það, sem komið var til Jerúsalemar til þess að vera við páskahátíðina. Pað var svo snemma morguns, að hún mætti engum á ferli. Hún gekk fram hjá Getsemane og gröfunum við gatnamótin. Par lá afvegur fram hjá Sílóa, alt til Betaníu. Hún var þreytt, tylti sér niður á stein til þess að kasta mæðinni. en stóð þeg- ar á fætur og hélt áfram. Hún var nær því alt af eitthvað að tauta við sjálfa sig og Ieit °ft yfir til fjallsins; þar roðaði þegar fyrir degi. «Loks, þegar hún var komin úttil konungs- garðanna, fór hún að hægja á sér. Nú sá hún ut til hinna ógeðslegu stöðva hinna líkþráu; þær voru meðfram fjallinu í suðurenda Hinn- oms-dalsins, Þótt svo væri snemnia dags, var móðir Ben Húrs þegar á fótum, og sat úti fyrir hell- ■sdyrum sínum. Tirza var enn þá sofandi. Alt 1 einu sá hin líkþráa kona kvenmann, sem kom t'l hennar. Hún sveipaði þegar slæðu sinni um höfuð sér og kallaði að vana: “Ohrein. óhrein.® En Amra skeytti ekkert um það. Hún tók á sprett og fór rétt að konunni, féll á kné fyr- 'r henni. Móðir Ben Húrs ýtti henni frá sér, en þá greip hún hönd hennar, kysti klæði hennar snöktandi og smátautaði um leið: «Amra, Amra, hvað ertu að gera!« sagði móðir Ben Húrs. »Er þetta öll elska þín til °kkar, að reynast svona óhlýðin, og svona van- hyggin! Nú ertu dæmd, og mátt aldrei koma til — til herra þíns. Og hvað? Hvað verð- ur um okkur? Hver ætli færi okkur nú mat — hvernig eigum við nú að draga fram lífið? —- Æ, Amra, Amra, hvernig gaztu fengið þetta af þér?» »Ó, vertu miskunsöm og væg,» sagði Amra »Hefðir þú verið miskunsöm við sjálfa þig, hefðir þú verið miskunsöm við okkur allar. Hvíldi ekki guðs reiði nógu þungt á okkur, þó að þetta bættist ekki ofan á?» Tirza hafði vaknað við þenna hávaða, og kom út. Hún gekk þreytulega, þjáningarlega, og var nærri blind. «Er það Amra, móðir mín?« Amra ætlaði að draga sig til hennar. «Vertu kyr, þar sein þú ert, Amra,« sagði móðir Ben Húrs. »Eg fyrirbýð þér að snerta við henni. Statt upp og farðu, áður en nokkur maður sér þig handan frá brunninum. En, æ, það er satt það er of seint.........Statt upp, segi eg.« Amra lá enn á hnjánum og fórnaði hönd- unum biðjandi. «Eg hefi ekki verið óhlýðin,- sagði hún, «Eg kem með góðar fréttir.» »Frá Júda?« sagði móðir Ben Húrs með óþreyju. »F*að er til maður, sem gerir tákn og stór- inerki og hann getur hjálpað ykkur. Hann þarf ekki annað en segja eitt orð, og þá verða sjúklingarnir heilbrigðir. Eg ætla að fylgja ykkur til hans.« «Æ, veslings Amra,« sagði Tirza »Nei, nei,» sagði Amra með ákafa. «F*að er satt sem eg segi. Komið, eyðið ekki tím- anum, hann kvað fara hérna hjá nú í morg- im á leið inn til bæjarins. Sjáið til, það er þegar kominn dagur. Flýtið ykkur að borða, og komið svo með.» Vera má, að móðir Ber. Húrs hafi verið J’úin að heyra eitthvað um þenna nndramann, 1 31*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.