Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 17
KLUKKAN NÍU. 257 í líkamanum, og kvað hann það myndi stafa af hitanum. Þegar eg kom ofan morguninn eftir, vakti það undrun mína, að þjónustufólkið var önn- um kafið við að búa einhvern út til ferðar. Eg spurði hverju þetta sætti. «Húsbóndinn ætlar að ferðast í dag til Lyon,» sagði einn þjónanna. Eg flýtti mér inn í svefnherbergi föður míns; hann sat þar og var að lesa bréf. Svip- ur hans bar vott um ákafa geðshræringu, eða öllu heldur örvæntingu. Þegar eg kom, sagði hann með Iágri röddu: »Eg veit ekki hvort eg er vakandi eða sof- andi, hvort hér eru einhver svívirðileg brögð í tafli eða hvort þetta er yfirnáttúrleg sannreynd, að einn af spádómum Alfreds er að rætast. Hann spáði mér missi eigna minna og hér er bréf, sem tilkynnir mér, að kaupmaður sá í Lyon, sem hefir haft fé mitt undir höndum, sé orðinn gjaldþrota. Var þetta aðeins hugboð hans eða var eyðilegging okkar í raun og veru opinberuð fyrir syni mfnum? Eg fer nú tafarlaust til Lyon, til þess að komast fyrir hið sanna. það er ekki ómöguiegt að þetta sé alt misskilningur. En — lýsingin hans Alfreds — mér ógar við þegar eg hugsa um það.» «En ljósið, faðir minn,» sagði eg, »ljósið, sem við sáum í gærkveldi?» «Minstu ekki á það,— Alfreð sagði að rétt áður en spádómurinn kæmi fram, myndi og öðlast vísbendingu unr það með samskonar yfirnáttúrlegri birtu og honum sjálfum vitrað- ■st. Eg gerði nrér alt far um að efast um áreið- anleik og þýðingu þess, er við sáum í gær- Lveldi, og eg veit ekki enn, hvort eg á að trúa Því. F>essi spádómur er ekki hinn síðasti; það eru fleiri, sem rætast eiga — en við skulum eLki tala meira um það — ekki hugsa um það. Eg vtrð óðara að fara til Lyon. Eg verð að vera þar viðstaddur, ef vera kynni, að ein- hverju kynni að verða hægt að bjarga, sé frétt þessi sönn.» Hann skundaði út úr herherginu; eg fór á eftir honum og fékk leyfi hans til þess að fylgja honum eftir á þessari óvæntu ferð. F*eg- ar við komum til Lyon, komumst við að raun um að fregnin var, því miður, sönn. Faðir minn var búinn að missa eignir ‘sínar. Alt sem við áttum eftir var lítilsháttar fjárupphæð, sem sé eftirgjald af jörð er tilheyrt hafði móð- ur minni. F’etta ólán fór algerlega með heilsu föður míns. Hann mintist aldrei franrar á spádóma Alfreds; hann var hræddur við að minnast á þetta; og eg varð þess áskynja að hann þjáð- ist eins mikið af umhugsuninni um það, eins og af missi eigna sinna. í hvert skifti er hann ætlaði að minnast á bróður minn, var eins og honum yrði hverft við og hætti hann talinu skyndilega; það var auðséð að þung byrði hvíidi á sálu hans, en hann gat ekki hert sig upp til að segja mér hvað það veri. F*að hefði verið árangurslaust fyrir mig að ieitast við að fá hann til að trúa mér fyrir því, sem að honum gengi. Skap hans var orðið beiskju- blandið af ógæfunni og að líkindum af hinni hræðilegu óvissu, sem óaflátanlega þjáði hann. Kjör mín á þessu tímabili voru mjög erfið. Eg hafði aðeins sorglegar endurminningar frá umliðna tfmanum, og enga von fyrir ókomna tímann, er eigi . væri yfirskygð með óljósu hugboði um hættur og ólán; og engum gat eg sagt frá áhyggjum mínum, hvorki föður mínum né öðrum, og hefðu þó ráðleggingar þeirra og meðaumkun ef til vill getað huggað mig. Við fórum heim aftur til 'Parísarborgar, seldum hús það er við áttum, og fluttum á jarðeign þá hina litlu, sem nú var aleiga okkar. Pegar við vorum búnir að vera þar nokkra daga, vildi svo til að faðir minn var staddur úti í hellirigningu, og varð innkulsa. Lækriir- irinn hélt í fyrstu þetta snert af kvefi, en brátt fékk faðir minn ákafa hitasótt og var það með- fram afleiðing af g eðshræringum þeim, sem hann þjáðist sífelt af. Læknirinn gaf enn þá nokkra von, en sóttin elnaoi dag frá degi, svo 33

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.