Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 11
BEN HÚR. 251 Bandinginn hlaut að vera þar sem blysin voru þéttust. Ben Húr fór úr yfirkufli síiium, tók ofan höfuðfat sitt, varpaði því út yfir garð- múrinn og hraðaði sér á eftir hópnum, og lét sem hann væri einn þeirra. Honum tókst að komast á hlið við þá, er gættu bandingjans; höfðu þeir bönd á honum. Bandinginn gekk hægt; voru hendur hans bundnar á bak aftur og hann drap niður höfði. Hárið hékk niður um andlit honum, hann gekk álútari en hann var vanur, og var svo að sjá, að hann skeytti engu, er fram fór í kring um hann. Prestarn- ir og öldungarnir skálmuðu á undan og töl- uðu mikið saman. og litu við og við aftur, til þess að hafa gát ábandingjanum. Þegar hóp- urinn var kominn heim undir brúna, herti Ben Húr upp huginn, kipti böndunum úr hönd- um þrælsins, sem hélt þeim, og ska ut honum til hliðar. »Meistari, — meistari« sagði hann hratt í hálfum hljóðum. »Aðeins eitt orð . . . Ferðu með þeim af frjálsum vilja?» Þá tók einhver reiðilega fram í: «Hver ert þú?« og maourinn, sem hann hafði kipt bönd- unum af, náði tökum á þeim aftur. Ben Húr lét þó ekki hræðast. »Eg er vinur þinn, meist- ari,» hvíslaði hann innilega, «tekur þú á móti hjálp, ef eg útvega hana?« Maðurinn frá Nazaret leit ekki upp, og gaf ekkert merki. Mennirnir í hópnum þrengdu uú að Ben Húr. »Hann er líka einn af þeim! takið hann! drepið hann;« var kallað mörgum röddum. Hann sleit sig lausan með hefjarafli, og brauzt út úr mannþyrpingunni. Hermennirnir höfðu eftir nærkyrtli hans. Sjálfur slapp hann nær því nakinn út í gildragið — út í myrkiið. Síðan sótti hann yfirkyrtil sinn og höfuð- fat út að garðinum, hraðaði sér út til gesta- hússins, tók þar hest sinn og reið út til tjald- anna þar sem móðir hans og systir hans héldu til. Næsta morgun hugðist hann að finna manninn frá Nazaret að máli. Honum kom sízt til hugar að hann hefði þá þegar um kvöldið verið leiddur fram fyrir Annas æðsta- prest og verið yfirheyrður þar. Ben Húr gekk til hvíldar, og var þungt um hjarta. Hann sagði sjálfum sér aftur og aftur, að Gyðingaríkið, sem hann hafði hugsað mest um, mundi aldrei verða annað en draum- órar — og hann varð andvaka. Framh. Á ferð og flugi. Framh. Hann fór svo að borða, og fór sér hvergi óðslega, og hann varð þess var, að Irinn horfði á hann með óþolinmæði, og þóttist vita að forvitnin væri farin að pína hann. Hann ónáð- aði hann samt ekki við máltíðina, enda sá Lavarede um, að írinn hefði nóg að drekka og bætti stöðugt í glas hans. Loks hafði hann lokið snæðingi, og þóttist þá vera búinn að æsa forvitni Irans eins mikið og hann vildi; bað hann svo um aðra flösku af víni, og tók svo þannig til máls: »Kæri herra Vincent, þér munið getaskilið að það er vandasamur starfi, sem eg er að framkvæma, og að eg verð að fara mjöggæti- lega, svo eg geri engin misgrip. Eg hefi þv sett mér ýmsar varúðarreglur, svo eg ekki vill- ist á hinum rétta erfingja.» «Eðlilega, en-----,« «Hins vegar er ekki eins hætt við að vilst verði á yður og ýmsurn lygurum og skrumur- um, sem eru hér í borginni. Pér eruð heiðar- legur borgari, sem lifið á atvinnu yðar, og sem allir ættu að bera virðingu fyrir. Og gagn- vart yður læt eg mér því nægja, eð biðja yð- ur uin nokkrar upplýsingar, viðvíkjandi fortíð yðar.» »Eg er reiðubúinn að láta yður fá allar þær upplýsingar, sem eg get í té látið.» 32*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.