Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 24
264 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Minn eg ala aldur kýs Inn í dala-þröngum. Nafnlaust. Vini’ ótrauða’ ef viltu fá, Valt er auði’ að trúa, Kærleikssnauður andi á oft við nauð að búa. Létta taka Iöngum dúr, — Lífs er vakin þráin; — Hjúpi klaka klæðast úr Kulda-hrakin stráin. SLÚÐUR. Ekki fátt er um það rætt, Ósköp lágt er byijað; Við það bratt þó verður bætt, Vítt og hátt svo kyrjað. RÓGUR. Róginn elur einlægt sá Ódrengs vélatökuin. Sumum fela sannleik má, Síðan stela rökum. Nafnlaust. Glampann lægir, glóir á, Geislablæju langa; Ó, nú fæ eg senn að sjá, Sól að Ægi ganga. Nafnlaust. TIL’NÝRRA KVÖLDVAKA. Pegar öldur þrauta fá Rreyttan fjölda manna, Löngum hölda lífgar þá Lestur Kvöldvakanna. Jón P. Jónsson Gunnfriðarstöðum. Húnavatnssýslu. Regar skartið skyggir á, Skorðað hartnær pínu, Vonir bjartar bygðu þá Bezt í hjarta þínu. íngimar Á. Óskarsson Klœngshóli. Þolið blæinn þrýtur senn, Ragnar Ægis harpa. Geislar bægja grímu enn, Gulli’ á sæinn varpa. Adam Þorgrímsson. ÆSING. Þrætt er enn um þjóðarétt. Rað við brennur lengi, Er sú senna ekki létt: Æsa’ og spenna mengi. Þrjár af vísum þessum eru verðlaunaðar, og verður það birt í næsta blaði; þangað til verða menn að geta sér til, hverjar þær eru. Theodore Barriere, franska skáldið alkunna, afréð einu sinni að stytta sér stundir. Hann var búinn að hlaða skambyssuna, og gera boð eftir vini sínum, til að segja honum það sem sér lægi á hjarta. Vinur hans kom og reyndi ekki með einu einasta orði að telja hann af áformi sínu, en fór þegar að skrifa niður það, sem Theodore bað hann um, eins og ekkert væri um að vera. En meðan Theodore var að skrifa seinasta bréfið sitt, greip vinur hans skambyssuna, sem lá á borðinu, skoðaði hana nákvæmlega og miðaði henni svo á skáldið, þar sem hann sat við borðið. Regar Theodore varð þess var, stökk hann upp af stólnum og henti sér eins og kólfi væ_i skotið undir borð- ið og æpti: »1 guðs bænum farðu varlega maður! Ætlarðu að drepa mig? Skammbyssan er hlaðin!» Vinur hans fór að skellihlæja og Theodore gat heldur ekki varizt hlátri, og varð það til þess, að hann hætti alveg við að stytta sér aldur. «Tom», sagði sunnudagakennarinn við einn af drengjunum. »Mér ógnaði að heyra blóts- yrðin, sem þú hafðir við ókunnuga drenginn þegar eg kom inn í. kirkjuna áðan.» »Eg gat ekki að því gert, hann var að skopast að trúnni okkar,» svaraði Tom. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.