Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 6
246 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. borgina, og vita hvernig þar væri umhprfs. Svo reið hann þangað, en lofaði að koma fljótlega aftur. Húsin, sem hann fór fram hjá, stóðu mannlaus, og hvergi var eldur á arni. Hann mætti varla manni á leiðinni. Rað var kvöld- ið helga; allir voru í nnisterisgörðunum að fást við að slátra páskalömbimum, og bar fjöldi presta blóð þeirra til altaranna. Ben Húr koni inn um norðurhlið borgarinnar, skildi hestinn eftir í gestahúsi og gekk heim til sín. Hann spurði fyrst eftir Mallúk; hann var sagður ekki heima. Rá spurði hann eftir Baltazar og Sím- onídes. Rjónninn sagði að þeir hefðu látið bera sig á burðarstóluni upp í bæinn, til þess að horfa á hátíðina; í sömu svifum kom íras inn; þjónninn fór. Ben Húr hafði lítið hugsað um Egyftameyna fögru síðustu dagana. En nú, þegar hann sá hana, varð hann þegar háður valdi hennar, En það var eins og hún væri nú ekkert að reyna að beita valdi sínu yfir honum. Hún heilsaði honum með helbitrum kulda, stóð svo kyr og horfði á hann, róleg eins og mynda- stytta, hnarreist og mikillát, og klemdi saman varirnar. «Rað var gott þú komst, sonur Húrs,» sagði hún loksins ofurhægt, »til þess að eg geti þakkað þér fyrir gestrisni þína. Eg ætla ekki að þurfa á henni að halda lengur en til morguns.« Hann hneigði sig lítið eitt, og horfði á hana steinhissa. «Eg hefi heyrt sagt,« mælti hún, »að þeg- ar teningaleikarar gera reikninga sína, þá leggi þeir stundum sveig á höfuð þess, sem hefir unnið. Við tvö höfum leikið einn leik, sem hefir staðið yfir allmarga daga og nætur. Því skyldum við þá ekki reyna iíka að vita, hvort okkar á að hljóta sveiginn, úr því að leikur- inn er á enda?« Ben Húr tautaði eitthvað fyrir munni sér. Hún hélt áfram: «Segðu mér nú, þú fursti af Jerúsalem, hvað hefir hann afrekað, þessi timburmannssonur frá Nazaret, sem þið kallið guðs soii? Hefir hann velt Róm ofan í duftið? Hvar hefir hann reist hásætið sitt? Hvar er konungshöll hans? Þú komst og sagðir, að hann hefði kallað framliðna til lífs aftur! — en liklega getur liann ekki kallað fram hús, sem Ijóma af gulli og gimsteinum — eða hvað?» Hún talaði í hæðnisróm, og fjandskapurinn titraði í öílu fasi hennar. Ben Húr sá að hann þurfti að hafa gætur á sér. Hann svaraði: «Við skulum bíða einn dag enn, eða ef til vill eina viku, áður en við fellum dóma vora.» Hún lézt ekki heyra svar hans. — «Hvern- ig stendur á því, að þú ert nú í þessum fötum? Er það landshöfðingjabúningur eða jarlsbúningur? Eg sá einu sinni einn af stór- mennum Persa . . . hann bar silkitúrban á höfði og gullsaumaða skikkju, og sverð hans tindraði af gimsteinum. Eg er ósköpin öll hrædd um að þú eigir langt eftir að ná í það vald, sem þú varst einu sinni svo kurteis, að bjóða mér að eiga með þér.» «Dóttir hins spaka gestvinar míns er víst að reyna að sýna mér það, að það geti búið ilt skap í yndislegum líkama,» sagði Ben Húr. Hún horfði hæðnislega á hann, stóð og hringlaði hálsmeni sínu í lófa sínum, og mælti: «Sonur Húrs hlýtur að vera sérlega gáf- aður maður, og vera þó Gyðingur ; . . . Eg sá þennan höfuðmann hugmynda þinna halda innreið sína í Jerúsalem; þú hafðir sagt, að hann mundi birta það frá musterinu þann dag, að hann væri konungur Gyðinga. Hópurinn kom ofan fjallið með ópum og söng og veif- aði pálmaviðargreinum — eg var að bera mig að finna konunginn sjálfan út úr hópnum, eða þá gullroðna vagninn hans, eða þá hirð- ina, sem fylgdi honum — og bjóst eg við að sjá furstann af Jerúsalem í fylgd með hon- um — Jú, það var líka svo sem,» og hún hló hæðnislega og ertnislega. «Hvað heldurðu mér hafi borið fyrir augu?» í staðinn fyrir vopnskrýddan Sesar — sá eg karlmann með kvenmannsandlit og sítt kven- mannshár, og húkti á öSuufola. Hann ætti að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.