Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 18
258 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. að eg lét að lokum flytja rúm mitt inn í svefn- herbergi föður míns og yfirgaf hann hvorki nótt né dag. Eina nóttina, er eg hafði sofnað af þreytu, vaknaði eg við hljóð frá föður mínum. Eg kveikti ljós þegar í stað, og flýtti mér til hans. Hann sat uppi í rúminu og starði á dyrnar, er stóðu í hálfa gátt, til þess að loftið héldist svalt inni. Eg gat samt ekkert séð, þótt eg liti í sömu átt, og hann og bað hann því að segja mér, hvað að honum gengi. Hann ávarpaði mig blíðlega og bað mig um að sitja hjá rúmi sínu þangað til í dögun, en að öðru leyti leiddi hann hjá sér spurningu nu'na. Nokkrum sinnum virtist mér sem hann talaði í óráði og varð þess var, að hann rétti hönd sína inn und- ir koddann, eins og hann væri,að leita að eiu- hverju, en undir morgun var hann alvég róleg- ur og með fullri rænu. Læknirinn kom og kvað hann væri betri og gekk inn í daglegu- stofuna, til þess að rita lyfjamiða. Um Ieið og hann gekk út, lagði faðir minn höndina mátt- vana á handlegg mér og sagði með viðkvæmri rödd: «í nótt sá eg aftur þenna yfirnáttúrlega Ijósglampa, liina æðri vitrun . . . Rað- er sann- leikur . . . fullkominn sannleikur . . . eg dey . . . unr sama leyti . . . á sömu klukkustund og Alfred . . . klukkan níu . . fyrir hádegi.« Vanmátlur hans neyddi hann til þess að að þagna stundarkorn, síðan hélt hann áfram: »Taktu innsiglað bréf, sem liggur undir kodd- anum mínurn, og lestu það, þegar eg er dá- inn . . . en farðu nú inn í dagstofuna, þar finnurðu úrið mitt. Eg hefi heyrt klukkuna í kirkjuturninum slá átta; láttu mig sjá, hve langt er þangað til klukkan er níu . . . Farðu og flýttu þér.« Eg varð utan við mig af ótta, en lrlýddi þegar, án þess að mæla orð frá munni. Lækn- irinn var inn í daglegu stofunni. Örvæntingin knúði mig til að láta ekki neins ófreistað til að frelsa föður minn. Eg trúði því lækninum fyrir því, er eg hafði heyrt, og bað hann ráð- legginga. «Verið óhræddur,» sagði læknirinn, «hann hefir aðeins óráð, en við verðum að fara of- urlítið í kring um hann, þá hepnast kannske að frelsa líf hans. — Hvað er úrið?« »Eg fékk honum það.» »Skoðið þér til. Klukkuna vantar enn tíu mínútur í níu; eg ætla að færa vísinn aftur um klukkutíma. Látum hann með eigin augnm sjá hinn skakka tíma, og hann mun sofna vært áður en klukkan er níu.» Eg fór með úrið til föður míns. »Rað gengur of seint« sagði hann, er hann hafði litið á það, »nær því klukkutíma ofseint . . . turnklukkan . . . eg taldi átta slög.» «Rér hlýtur að hafa misheyrzt, faðir minn» eg taldi líka slögin. Rau voru ekki nema sjö.» «Sjö,» sagði hann með veikri rödd. »Egá þá enn eftir að lifa í klukkutíma«. Pað var auð- séð að hann trúði því, sem hann sagði; þrátt fyrir hina fyrri hryggilegu reynzlu vaknaði þó daufur vonarneisti í brjósti mínu um heppileg málalok, og nú settist eg aftur við rúm lians. Læknirinn kom nú aftur inn. Faðir minn varð alls ekki var við komu lians, en leit án afláts á úrið sem !á á rúmábreiðunni. Pegar mínútuvísinn vantaði aðeins nokkrar sekúndur í 8 Iitaðist hann um í herberginu og sagði lágt: «Enn þá er eftir ein klukkustund, og lét svo aftur augun. í sama bili kallaði læknirinn, sem var að ransaka lífæð föður míns: »Ouð minn góður! Iífæðin er hætt að slá; hann hefir dá- ið þegar klukkan sló níu.« Akvæðið, sem engin mannleg vizka fékk af- stýrt, var þannig framkomið. Eg var orðinn eir.mana í heiminum. Sama daginn og faðir minn var jarðsettur opnaði eg bréfið, er hann hafði vísað mér a. Eg þóttist vita, að þetta myndi tilkynning um mína eigin ógæfu, en eg fann ekki til hræðslu. eg var hafinn upp úr sorginni; örvilnun sú, er hafði gagntekið mig, var róleg. Bréfið hljóð- þannig: «Faðir þinn og bróðir eru nú gengnir und- ir þanu skapadóm er fylgir ætt vorxi. Einntg þú, sonur minn elskulegur, hlýtur að fá vit- neskju um að yfir þér hvílir einnig spádómur,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.