Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 8
248 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Ben Húr horfði á hana. Hún talaði í ofsa og var enn fegurri en nokkru sinni fyr í geðs- hræringu sinni. «Rú áttir einu sinni vin,» sagði hún og bar óðan á, »seinna urðuð þið óvinir. Hann gerði þér rangt til. Rið hittust svo á kappleika- sviðinu< .... •<Messala?» «Já, Messala, Fyrirgefðu honum það, setn orðið er, skilaðu honum aftur peningum hans. Hvað eru þessar 6 talentur fyrir þig? En hann — hann er örkumlamaður, og þær eru hon- um alt. Mundu eftir því, að fyrir Rómverja af hans stigum er fátæktin enn verri en dauðinn.» «Er það hann, sem hefir sent þig?» «Hann er göfuglyndur — og hugsaði að þú værir göfuglyudur líka. ■> «En hvað þú þekkir hann vel! Svaraðu mér þá einni spurningu: mundi hann gera það, sem þú heimtar af mér, ef eg væri í hans spor- um?* Munnurinn á henni hnipraðist, og lék um hann drembilegt glott. «Hann er Rómverji,» svaraði hún. »Og eg er ekki nema Gyðingur, heldur þú! Hefir þú meira til að segja við mig? Ef það er nokkuð, þá vertu fljót að því. Annars gæti það viljað til, að eg gleymdi öllu öðru en því, að þú ert njósnarkvendi Rómverjans.» Hún bliknaði af reiði. «Ertu svo ósvífinn,« livæsti hún, »að bera þig saman við Messala, þú, sem lifir á svínadrafi? Rú og þínir eruð fædd- ir til að vera þrælar hans. Hann hefði látið sér nægja þessar 6 talentur; en eg skal segja þér það, að eg heimta 20 í viðbót —26 talent- ur skaltu mega út með, þær vil eg hafa af því, að eg hefi þolað þig svo lengi hans vegna. Og hafi eg ekki ávísun frá Símonídesi upp á þessar 26 talentur fyrir hádegi á morgun, þá skal Sejanus fá að gera upp reikningana við þig, ef þér þykir það betra. Skilurðu það? Vertu sæll!» Hann gekk í veg fyrir hana. «Regar þú finnur Messala, hvort sem það verður nú held- ur hér eða í Rómi, þá skilaðu því til hans frá mér, að alt það, sem hann hefir spunnið sam- an af illyrðum gegn mér, sé nú orðið að engu. Eg er heilbrigður, sterkur, frjáls og auðugur maður, eg er búinn að finna móður mína og systur mína aftur, —maðurinn frá Nazaret hefir læknað þær, hann, sem þú fyrirlítur svo mjög. Segðu honum líka, að ef Sejanus komi til að ræna frá mér, muni hann grípa i tómt. Ef harðara verður í málið gengið, en eg hugsa mér, þá er alt af þau úrræðin opin fyrir, að geta gefið keisaranum sjálfum allar eigur sínar með gjafabréfi. Svo mikið hefi eg þó lært í Rómi. Og skilaðu svo seinast til hans, að hvað ramma formælingu, sem eg sendi honutn, þá fylgi honum samt önnur bölvunin bitrari, sem verður honum hundrað sinnum harðari og eit- raðri en mín. Hann er lævís og slægvitur, sem aðrir Rómverjar: þegar hann erbúinn að kynn- ast þér til þrautar, þá veit ltann hvað eg á við.« Svo sló hann dyratjaldinu til hliðar og hélt því upp fyrir henni á meðan hún gekk út. «Friður sé með þér» kailaði hann á eftir henni. Svo gekk hann hægt út og drap niður höfði. «Guði sé lof,» sagði hann, «að þessi kvensa gat ekki ánetjað tnig fastara.» Hann kom þatigað, sem rið lá frá stallinum ofan í garðinn, og annað upp á þakið. Hann stóð um stund á báðum áttum, —svo gekk þann hægt upp eftir þakriðinu. «Skyldi Baltazar vera í vit- orði með henni?» hugsaði hann meðsér.» Nei, það er óhugsandi. Rað er ekki til yfirdrepskap- ur í honum.» Hann nam staðar á efsta riðstallinum. Tungl var f fyllingu. En birta þess hvarf að mestu í rauðri skímu af eldum þeim, en brunnu hver- vetna á götum og torgum borgarinnar. Loftið var sem þrungið af sálmasöngvum Israels: »þann- ig, ó sonur Júda, látum vér í Ijós trúmensku vora við drottinn vorn Guð, og ást vora til Iandsins, sem hann gaf oss. Ó,að annar eins mað- ur og Gídeon, eða Davíð, eða Makkabearnir risu nú upp á meðal vor. Vér erum reiðubún- ir!» Ben Húr datt þegar maðurinn frá Nazaret í hug. Hann sá fyrir sér andlitið hans blíða.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.