Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 20
260
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Pú getur ef til vill ímyndað þér, að ætt
vor sé samsafn af taugaveikluðum draumsjóna-
mönnum, að vér höfum verið vottar að nokkr-
um merkilegum viðburðum, sem við höfum
skoðað af vangá sem yfirnáttúrlega. Ef þú 1
raun og veru ímyndar þér þetta, þá vil eg
eliki raska þeirri trú þinni. En á morgun
munt þú öðlast aðra sannfæringu og fella ann-
an úrsknrð. Minstu nú þess, er eg segi þér,
eins og orða deyjandi manns. í nótt sá eg
yfirnáttúrlega Ijósið, hið sama, er bar fyrir föð-
ur minn og bróður; það tilkynnir mér einnig,
að í hvaða röð sem aftaka hinna 22 Girond-
inganna fer fram, muni eg samt verða sá, er
krýp á höggstoknum, þegar klukkan slær ru'u.
*
* *
Það var kominn morgun. Engar menjar
sáust eftir hið ömurlega hátíðahald um nóttina.
Herbergið leit nú alt öðru vísi út, þegar hin-
ir dauðadæmdu menn, ásamt þeim, er vera áttu
viðstaddir aftökuna, voru settir á vagnana, sem
áttu að flytja þá til aftökustaðarins.
Himininn var heiður og sólin sendi niður
brennheita geisla,þegar foringjar Gírondinganna
og vinir þeirra héldu hægt og hægt eftir göt-
unni til aftökustaðarins. Duprut og Marigny
voru hvor í sínum vagni, og á þessari stundn
var útlit þeirra og framkoma næsta ólík. Yfir
andliti hins dauðadæmda hvíldi göfug en þung-
Iyndisblandin rósemi. Augnaráð hans var hvast,
svipurinn hreinn; en andlit Marignys bar vott
um ákafa geðshræringu; jafnvel að varir hans
voru fölar. Hin hræðilega frásögn, er hann
hafði heyrt, og hugsunin um hina yfirvofandi
síðustu sönnun, sem átti að staðfesta sannleik
hennar, hafði í fyrsta sinn á æfi hans svift hann
allri geðstjórn.
Vagnarnir námu stáðar við aftökupallinn,er
brátt átti að vökvast blóði hinna ungu Gir-
ondinga. Hinir 22 félagar stigu nú af vögnun-
um og röðuðu sér við annan enda aftökupalls-
ins, en fangar þeir, er áttu að vera vitni að
aftökunni, voru kyrrir í vögnunum. Aður en
Duprat gekk upp á pallinn, tók hann í síðasta
sinn í hönd Tirmi- sfns og msltt rólega:
»Vertu sæll, vinur minn, guð varðveit þig;
eg fer nú til föður míns og bróður. Hugsaðu
um það sem eg hefi sagt þér!«
Marigny sá, með fölum kinnum og star-
andi augnaráði, vin sinn nema staðar innan
um félaga sína, þeir voru í þremur flokkum,
sjö í hverjum. Nú byrjaði þessi óttalega stund.
Pegar búið var að höggva 7 hina fyrstu,
varð hvíld stundarkorn, því það þurfti að færa
burtu hinar fyrstn menjar dómsmorðsins. Reg-
ar aftakan byrjaði aftur, var Duprat hinn þriðji,
er sóttur var. Þegar hann var kominn upp á
pallinn, og stóð undir fallöxinni, kallaði hann:
«Gleymdu því ekki!« I sama bili lagði hann
höfuðið á höggstokkinn.
Marigny stóð agndofa og hreyfingarlaus,
og hlustaði um leið og augu hans hvíídu á
aftökustaðnum. Augnarbliki síðar sló klukkan
níu á turnklukkum Parísarborgar. Marigny
hrökk aftur á bak í vagninum því í gegnum
klukkuslögin heyrði hann hin dimma hljóm
fallaxarinnar í aftökupallinum.
Einn félaga Marignys sneri sér að varð-
manni, er stóð hjá þeim. og sagði:
«Viljið þér gera svo vel og segja mér
hvort það var níu eða tíu, sem klukkan sló?«
»Klukkan er níu.»
Sumarið 1863 voru spítalarnir í Canton i
Ameríku troðfullir af sjúkum og særðum her-
mönnum. Heldri konur vitjuðu þeirra daglega,
færðu þeim allskonar sælgæti, og gerðu alt,
sem þeim var unt, til þess að hressa sjúkling-
ana og hjúkra að þeim. Einu sinni var fall-
eg ung stúlka að útbýta blómum íeinumspít-
alannni, og segja hin og önnur hughreysting-
arorð við þá. sem umhverfis hana voru. Pá
heyrði hún hermann einn hrópa upp yfir sig
«Ó drottinn minn.» Hún gekk að rúmi hans
og sagði við hann: -Heyrði eg ekki yður nefna
nafn drottins? eg er ein af dætrum hans. Er
það nokkuð, sem eg get beðið hann um fyrir
yður?» Hermaðurinn leit framan í yndislega
andlitið á henni, og svaraði: »Jeg er ekki al-
veg frá því.» «Jæja,» sagði hún, »hvað er það
þá?» Hann leit inn í augun á henni rétti út
hendina og sagði: »Gerið þér svo vel að biðja
hann að gern mig að tengdasyni sfnum.»