Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 19
KLUKKAN NIU. 259 sem ekki er enn kominn fram. Vita skaltu þá að hinar síðustu línur, sem Alfred las á bók- fellsstranganum, boðuðu að einnig þú, eins og við, ættir að deyja á hinni óhappasælu níundu stundu og ennfremur að dauðdagi þinn ætti að verða vofeiflegur; dagurinn var ekki greindur. Elsku sonur minn, þú veizt ekki, og munt ald- rei geta gert þér hugmynd um, hversu mjög eg þjáðist af þessu hræðilega leyndarmáli, sem eg hlaut smásaman að leggja trúnað á,\ eftir því sem fleira rættist. Jafnvel nú, þegar eg skrifa þetta, vona eg, þrátt fyrir allar vonir, sem brugðizt hafa, og trúi því, þrátt fyrir hina sorglegu reynzlu, að mögulegt sé að hinn síð- asti og hræðilegasti spádómur rætist ekki. . . . . . Vertu varkár og þolinmóður, gættu vand- lega að hverju fótmáli á lífsferli þínum. Ör- lögin, sem ógna þér, eru óttaleg. En til er vald, sem er öll örlögum ofar, og til þessa valds biður nú andi ntinn og Alfreds andi fyr- ir þér. Hugleiddu þetta, þegar hjarta þitt þyng- ist og vegur þinn gegnum lífið verður stráður þyrnum. Hugsaðu þá um, að betri heimur bíður þín, þar sem við allir eigum að sjást aftur. Guð sé með þér.« Fyrst þegar eg las þessar línur, las eg þær nteð hinni dapnrlegu rósemi örlagatrúarmanns, og þessi rósemi hefir aldrei yfirgefið mig al- gerlega. Hér í fangelsinu er eg einnig róleg- ur, eins og vant er. Eg tók með þolinmæði þvf er fram átti að koma, og nú geng eg með •"ósemi undirgefinn undir það sem á morgun á að verða, Eú hefir oft furðað þig á dap- urleik þeim, er yfir mér hvíldi, en af því, sem eg hefi skýrt þér frá, muntu ekki undrast það lengur. En nú skulum við snúa okkur afturað umliðna tímanum. Þótt eg hefði enga von um að komast undan örlögum föður míns og bróð- ur. reyndi eg þó, að því er í mínu valdi stóð, að haga líferni mínu þannig að líkindi yrðu til að það rættist ekki. Að undanteknum þér og öðrum vini inínum bomu engirtil mín. Eg ferðaðist ekki og daglegt starf mitt var námsiðkanir; með því móti bjóst eg við að geta dregið huga minn frá því að velta fyrir mér því, er eg þegar hefði þolað, og átti fyrir mig að koma síðar meir. Engin tilvera getnr liðið rólegar en tilvera min á þessum tíma. F*ér er það kunnugt, að eg varð að lokum snortinn af metnaðargirni, er knúði mig með óviðráðanlegu afli til þess að slá frá mér þess- um friðsamlegu lífernisháttum. Fregnirnar frá Parísarborg bárust einnig til afkimans, þar sem eg átti heima, og röskuðu ró minni. Egheyrði talað um yfirsjónir og þrekleysi Lúðvigs XIV. Eg frétti að stjórnarbyltingin væri hafin. Hinir ægilegu viðburðir þessa tímabils hændu að sér menn af öllum stéttum; allir fóru að fást við stjórnmál fremur, þó af nauðsyn en af frjálsum vilja. Hin srórkostlega breyting á högum föður- landsins hafði áhrif á alla, og einnig á mig. Eg var kosinn til þings, frekar vegna nafns míns en áhrifa þeirra, sem hugsunarhátturminn eða framkoma gat haft á nágranna mína. Eg fór til Parísarborgar og tók sæti á þingmanna- bekkjunum, án þess að hafa nokkurt hugboð um glæpi þá og mannfall, er leiða mundi af stjórnarbreytingu þessari, sem í upphafi var svo hægfara, og án þess að láta mér koma til hugar að eg væri að stíga fyrstu sporin til hins voveiflega og blóðuga dauðdaga, sem er mér ætlaður. Þarf eg að bæta fleiru við? Þú veizt með •hve miklum áhuga eg gekk f flokk Gironding- anna. Þú veizt hvernig farið varmeðokkur, og hvaða dauðdagi bíður mín á morgun og fé- laga mínna. Um leið og eg lýk hér máli rnínu, tek eg það enn fram, sem eg sagði þér áðan. Feldu engan dóm um það sem eg hefi skýrt þér frá fyr en þú hefir séð meá eigin augum það sem gerist á morgun. Eg hefi af ásettu ráði látið hjá Ifða að gefa nokkra skýringu eða þýðingu; eg hefi aðeins sagt blátt áfram frá viðburðun- um eitis og þeir komu fram, en hefi rækilega varazt að láta í Ijósi skoðun mína á þýðingu þeirra, og hugmyndir mínar uin hvernig mætti skýra þær. 33?

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.