Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 10
250 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. «Júdrs ískariot.» Maðurinn leit hægt við honum, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en presturinn varð fyrri til: «Hverert þuPsnautaðu héðan!» sagði hann, og hratt Ben Húr frá. Ben Húr skifti sér ekkert um það, en fór á eftir þeim. Reir fóru leiðina milli Bezeta- hæðar og Antoníuvígis, fram hjá Betesdatjörn- inni og út til sauðahliðsins, Alstaðar var fult af fólki, og alstaðar voru menn í önnum með hátíðahaldið. Hliðið stóð opið, og hliðverð- irnir voru víst gengnir burtu til hátíðahalds. Síðan beygðu þeir til gildrags þess, sem Ke- dronslækurinn rennur eftir. Hinu megin sást til Olíufjallsins með dimmleitum sedrus- og olíutrjám. Reir gengu ofan í dragið, yfir brúna og dundi í brúnni undir fótum þeirra. Svo gengu þeir enn nokkra stund, og beygðu síð- an til vinstri handar í áttina til garðs eins eða gerðis, og sást múrveggurinn frá veginum. Ben Húr vissi, að í garði þessum var ekkert annað að sjá eða finna, en fáein gömul og hnúskótt olíutré, gras og þró eina, höggna í klettinn, sem vant var að pressa olíuna ofan í. Hvert var erindið þangað? í sama bili nam flokkurinn staðar. Reir voru háværir og töluðu af ákafa. Margir eins og hörfuðu frá, og gerðu troðning. Hermennirnir einir voru kyrrir. Ben Húr skildist frá hópnum og gekk nær garðshliðinu; var engin grind í því. Skamt eitt fyrir innan hliðið stóð maður í hvítum klæðum, berhöfðaður, síðhærður, beinvaxinn og grannvaxiun, en lítið eitt álútur; hann hafði spent greipar á brjósti sér, og var mjög ang- urvær á svip — Iifandi ímynd þess, að bíða með stillingu þess sem ádynur. 'Maðurinn frá Nazaret! Lærisveinar hans stóðu skamt frá; það var mesta ókyrð á þeim — Hann einn var róleg- ur þarna í blysbirtunni. Gagnvart þessum frið- samlega manni nam herflokkurinn staðar, orð- laus, ráðlaus, líkastur til að hlaupa á flótta. Nú skildi Ben Húr, hvernig í öllu lá: hann vissi, hvers vegna þessi næturherför var haldin. Enginn getur sagt fyrir víst, hvað hann muni gera, þegar að því augnabliki er komið að hann á að gera eitthvað. Nú var að þessu atviki komið, sem Ben Húr hafði verið að búa sig undir árum saman, því að þess manns líf var í hættu, sem hann ætlaði að styðja og að- stoða, og verja lífi sínu fyrir — en hann stóð nú kyr í sömu sporunum. Svona andstæður geta búið í einum manni. Ef til vill hefir hann hugsað sem svo, þegar hann sá, hvað maðurinn frá Nazaret var rólegur, og dular- fullur blær hvíldi yfir honum: Hann er herra líís og dauða — hann er viss að spjara sig. Vera má og, að hann hafi verið forvitinn, og viljað vita, hvort maðurinn frá Nazaret beitti hér sömu friðseminni og veglyndinu, sem hann var vanur að brýna fyrir mönnum. Ein rödd sagði: «Að hverjum leitið þér?« »Að Jesú af Nazaret* heyrðist úr hópnum. «Eg er hann!» Menn fóru aftur að troðast á úti í hópn- um. í sömu andránni gekk Júdas til mannsins frá Nazaret og kysti hann, og sagði um leið: »He ll vert þú, meistari.» Ben Húr heyrði að maðurinn frá Nazaret svaraði einhverju. En rétt á eftir gengu nokkr- ir menn fram úr hópnum. Lærisveinarnir gengu fram á móti þeim, og þar kom til vopnavið- skifta. «Sliðra þú sverð þitt,« sagði m'aðurinn frá Nazaret, «eða er mér ekki skylt að drekka þann bikar í botn, sem faðir minn hefir skenkt á handa mér?» í sömu svifunum umkringdu þeir hann. Lærisveinarnir flýðu. Regar Ben Húr fór að skygnast um eftir þeim, voru þeir horfnir. Maðurinn frá Nazaret var bundinn. «Hvaða bikar er það, sem faðir hans hef- ir skenkt á hartda honum?« hugsaði Ben Húr með sér. «Og hver er hann þessi faðir hans? Einn leyndardómurinn tekur við af öðrum.* Síðan sneri hópurinn til borgarinnar aftur með hermennina í broddi fylkingar. Ben Húr var svo þungt um hjarta — var svo óánægður með sjálfan sig — hann mátti til að ná tali af manninum frá Nazaret.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.