Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 13
A FERÐ OG FLUGI. 253 »Ef þérhaldið áfram að búa þar, og eyða fé á þann hátt, kæri frændi, verðið þér ekki lengi að fara með þessi 4000 pund. Ekki hugsa eg nú til að berast mikið á. Eg býst við að eg kaupi mér litla jörð á Irlandi og lifi þar rólegu og tilbreytingalausu lífi.» Laxarede langaði ekki að_ hlusta á framtíð- ardrauma líkhússtjórans. Hann greip því fram í fyrir honum og spurði hann, á hvaða tíma hann færi til starfs sfns. &Klukkan tvö,» var svarið. «Hún er nú að byrja að ganga tvö.« «Einmitt það, en eg held eg fari nú lítið að hugsa um þessi störf mín, þeim er velkom- ið að vísa mér á brott, og ríkast er mér nú í huga að ganga þega>- úr vistinni.» «Lavarede spratt á fætur og sagði með ákefð: «í hamingju bænum gerið það ekki.» Hann var smeykur um, að hann mundi þá eigi koma fram áformi sínu, ef írinn fyndi upp á þeim skolla, að yfirgefa líkhúsið þá þegar. »Hvað er því til fyrirstöðu, að eg yfirgefi þetta leiðindastarf nú þegar, fyrst eg er orð- inn vel fjáður?» sagði Irinn. Lavarede varð í bráðina orðfall, hann fór að leita eftir ástæðum, þvi ekki var gerlegt að skýra frá hinni einu réttu ástæðu, sem var sú, að hann þyrfti að nota hann til þess að komast með honum inn í líkhúsið. «Eftir litla stund, sagði hann því: «Eg vil fastlega ráðleggja yður að segja ekki lausri stöðu yðar næstu daga, því það hefir töluverð umsvif í för með sér, sem nokkurn - tíma þarf til, að fá því komið í kring, að arfurinn verði borgaður. Við verðum báðir að snúa okkur til yfirvaldanna hérna í borginni, og þau þurfa því næst að bera sig saman við yfirvöldin í Dublin. Svo er eftir að Ijúka reikningum búsins, og að síð- ustu verður að senda arfinn hingað vestur, svo við báðir gettim tekið á móti honum af hendi yfirvaldanna. Öl! málefni, sem þurfa að ganga embættisveginn, eru Iengi á leiðinni, svo ef að þér segðuð upp stöðunni nú, munduð þér þurfa að vera iðjulaus á annan mánuð þangað til þér fengjuð peningana.« «Rér hafið rétt að mæla, frændi góður, en mér kom þetta bráðræði í hug, af því þessi atvinna, sem eg hefi, er ákaflega leiðinleg, svo eg helzt hefði viljað vera laus við hana nú þegar.» «Hvaða atvinnu hafið þér, frændi,» spurði Lavarede blátt áfram, og duldi snildarlega gleði sína yfir því að Írinn ætlaði í það skiftið að hætta við að segja lausu starfi sínu. «Eg held vörð yfir þeim gulu, sem sofa svefninum langa, eða, svo þér skiljið það bet- ur, eg hefi vörð í Iíkhúsinu við höfnina, þar sem kistur hinna dauðu Kínverja eru, setn eiga að flytjast vestur yfir hafið.« Lavarede lét sem liann væri öllum þessum þessum líkflutningi ókunnugur, og fékk Irann til að skýra sér frá því öllu út í æsar. »Úh, úh, það hlýtur að vera ákaflega óvið- feldið að dvelja einn heilar nætur innanum kistulagða Kínverja.» «Óviðfeldið, já, og meira en það, það er blátt áfram andstyggilegt.» «En það mætti þykja sjaldgæft æfintýri á ferðalagi að vera þar eina nótt, og gaman að geta sagt frá því síðar, að hafa þó verið næt- urlangt á því dauðramanna heimili. Eg hefi næstum löngun til þess. En ef til vill fær enginn leyfi til þess?» «Beint ekki, en eg get, svo enginn viti, lof- að yður að vera þar heila nótt hjá mér, ef að þér hafið hug til þess og löngun,« «Eg er yður þakklátur fyrir það, frændi,» sagði Lavarede. «Þá skal eg segja yður hvernig við höfum það. Við hittumst hér annað kvöld og verð- um samferða til líkhússins. Eg fer þar inn um aðaldyrnar, en þér gangið fyrir stafninn á hús- inu, þann er snýr út til hafnarinnar; þar eru litlar dyr, sem kisturnar eru látnar út uin, þeg- ar þær eru fluttar til skips. Eg opna þær að innan frá, og hleypi yður inn. Rað vita fáir um þær dyr, og enginn mun sjá yður þeim megin við húsið. Við getum svo verið þar saman alla nóttina og væri gott að hafa með sér eitthvað í staupinu til þess að hressa sig ofurlítið.»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.