Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 16
256 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Klukkan níu. (Niðurl.) Aftur og aftur bað eg hann að segja mér, hvort hann byggist svo fljótt við dauða sínum, en hann svaraði aðeins, að eg myndi bráðum komast að raun um það, og beindi talinu í aðra átt að lítilvægara málefni. Seinna um daginn gerði hann orð eftir föður sínum; hann kom og ásamt honum læknirinn, sem hafði vitjað bróður míns síðustu 2 dagana. Alfred tók í hönd föður míns og bað hann fyrirgefningar á öllum mótþróanum, óhlýðni eða öðru, sem hann hafði gert sig sekan í; síðan tók hann í hönd mína, og spurði hvað klukkan væri. Klukkan stóð á arinhillunni, en var ekki í þeirri stefnu, að Alfred gæti séð hana þaðan sem hann lá. Eg sneri mér við og leit á úrið, og svaraði að hún væri hér um bil 9. »Lifið heilir,« sagði Alfred — í sama bili sló klukkan níu. Eg fann titring á hönd Al- freds í lófa mínum. Svo varð alt kyrt. Lækn- irinn tók lítinn spegil af borðinu og bar að vitum Alfreds; hann var dáinn — dáinn einmitt þegar klukkan sló 9. Eg ætla ekki að lýsa þessum hrygðartíma. Rú hefir sjálfur mist ástkæra systur, og getur því einnig gert þér í hugarlund, hvernig okk- ur leið. Pegar sá tími kom, að við gátum nokkurn veginn rólega minst á missi okkar, á- ræddi eg eiiiu sinni, er eg átti tai við föður minn, a3 víkja samræðunni að vitrun Alfreds í svefnherbeiginu og spádómi þeim, er eg hafði lesið á bókfellsstranganum. Faðir minn virtist enn þá í vafa um, að þetta hefði átt sér stað í raun og veru, en þó fanst niér efi hans stafa frekar af þeirri ástæðu, að það væri í honuin geigur við að leggja á það trúnað, en af því, að hann tryði því ekki í raun og veru. Eg minti hann á það, er eg hafði orðið sjónarvottur að sjálfur í herbergi hans, og sömuleiðis á það, að Alfred hafði vitað gjörla íyrir örlög sín, jafnvel sjálfa dauðastundina, en faðir minn hélt aðeins að dauði bróður míns hefði orsakast af truflun í taugakerfinu, enda hefði það verið skoðun læknisins; hann liafði ávalt verið mjög undarlegur frá bernsku; og loks bað hann mig að minnast aldrei frani- ar á þetta, hvorki við sig né kunningja okkar. Meðan við vorum að tala um þetta, sátum við í starfhýsí föður míns. Rað var komið kvöld. Regar faðir minn hafði lokið máli sínu, sá eg að honum varð alt í einu litið í gagn- stæða átt í herberginu, Mér varð litið í sömu átt, og sá að dyrnar opnuðust sjálfkrafa, og þilið á móti dyrunum varð uppljómað af skæru Ijósi, svo að birtu sló á alt, sem í fordyrinu var; birta þessi var ekkert lík annari algengri Ijósbirtu. Eg þreif í ofboði í handlegg föður rníns, og spurði hann í hálfum hljóðum, hvort hann sæi ekki neitt. »Jú« svaraði hann sömuleiðisí hálfum hljóð- um. «Eg sé — eða, að minsta kosti, mér finst eg sjá undarlegan ljósglampa. Rað, sem við höfum verið að tala um, hefir haft óheillavæn- leg áhrif á okkur. Taugar vorar eru enn óstyrk- ar eftir missi þann, sem við höfum orðið fyr- ir. Skilningarvit okkar hafa • dregið okkur á tálar, við skulum horfa út í garðiún.« »En hvernig stendur á því að dyrnaropn- uðust?« «F*að er ekkert eins dæmi að dyr opnist sjálfkrafa.« »Jæja! við skulum loka þeim.» »Já, því ekki það. Eg skal fara og loka.« Hann stóð upp og gekk nokkur skref, en nam svo staðar, snéri síðan við aftur og settist ísæti sitt og mælti: «Rað er mjög heitt í kvöld. Rað verður svalara ef dyrnar standa opnar.« Hann var náfölur, er hann sagði þetta. Ljósglampinn sami hélst enn í nokkrar mínútur og hvarf svo. Það sem eftir var kvöldsins var framkoma föður míns gersamlega breytt. Hann var þögull og hugsandi, og kvartaði yfir þreytu og þyngslum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.