Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 7
BEN HÚR. 147 vera konungur, heimsdrottinn, guðs sonur! Skárra væri það! ha. ha. ha!» Ben Húr fanst verða undarlega lítið úr sér fyrir orðum hennar. »Eg beið samt«, hélt hún áfram, «og hugsaði sem svo: bíðum við, vera má hann láti sjá sig í allri sinni dýrð í musterinu og beri sig hetjulega! — — Must- erisforgarðarnir, riðin og göngin öll voru troð- full af fólki; margar þúsundir manna voru þar á nálum, og biðu eftir boðskap hans. Það var dauðaþögn, og eg þóttist þegar vera farin að heyra fyrstu brestina í brakinu og ósköpunum sem ágengju, þegar Rómaveldi hryndi sanran. En hann — eg get ekki stilt mig um að skella upp úr — hann vafði að sér skikkju sinni og og rölti burt, og þagði eins og þorskur. Og það stendur enn, heimsveldið rómverska!» «Já, dóttir Baltazar,» sagði hann, «ef það er leikurinn, sem þó varst að tala um, þá skalt þú taka sveiginn — þú átt hann með réttu! En — var það ekki annað en þetta, sem þú vildir mér? Ef það er ekki annað, þá skulum við hraða okkur að tala út!» Hún leit undirfurðulega til hans, eins og hún væri á tveim áttum, hvað hún ætti að gera, en svo sagði hún, drembilega sem hún væri drotning: »Þú mátt nú fara.» «Friður sé með þér,» sagði hann og gekk fram að dyrunum. En rétt þegar hann var kominn fram að dyrunum, kallaði hún: «Heyrðu mig um hálft orð!« Hann nam staðar og snerist við henni. «Mundu það, að eg veit sitt af hverju um þig,» sagði hún. »Nú, hvað veiztu um mig, fagra Egyftamær?« «Þú ert meira Rómverji,» sagði hún hægt, og horfði hvast í augu honum, »en flestir af ættfrændum þínum. — Láttu það vera nóg.» bætti hún við, er hann ætlaði að svara, «til þess að aðvara þig«. «Aðvara mig?» tók hann upp glottandi. Hingað til hafði hún talað hægt og stilt. En glottið hans æsti hana. Hún stappaði ofan í gólfið og eldur brann úr augum henni. «Eg þekki Gyðing,* sagði hún og bar ótt á, «sem er strokinn galeiðuþræll.» Ben Húr kiptist við. «Þessi Gyðingur á tii þrjár herdeildir vígbún- ar. Hann ætlar sér að taka landstjórann til fanga í nótt. Hann hefir búið alt undir það að hefja herskjöld á móti Rómi. Ilderim ættar- höfðingi er bandamaður hans.« Hún gekk fast að honum. «Hefurðu heyrt talað um Sejanus, hinn volduga mann? A? Setjuin svo að ein- hver skyti því að honum, að þessi Gyðingur væri auðugastur rnaður á austurlöndum, eða í öllu ríkinu. . . , Heldurðu ekki að fiskarnir í Tiber fengju þá feitan bita? Það yrði ekki smá- ræðisskraut á leikjum þeim, sem haldnir yrðu í leikhúsinu ntikla þar á eftir. Það er slæglegt bragð að skemta lýðnum, en ennþá slæglegri brögð þarf til þess að hafa saman peninga til þess. Sejanus er snillingur í þeirri slægvizku, er til þess þarf.» Ben Húr hörfaði undan henni einsog högg- ormi. Hann reyndi að ná stjórn á skapi sínu og sagði: «Eg þykist vita, að eg eigi ekki vægðarað vænta þar sem þú ert. Eg get vel drepið þig — en þú ert kona............Nú, eyðimörkin stendur mér opin, og þótt Rómverjar sé röskir að elta uppi menn mega þeir þó leita vel áð- ur en þeir fá fundið mig. Það eru bæði hraust- ir menn og tryggir, sem eiga heinia hér úti á söndunum. Það er aðeins eitt, sem eg hefði gjarnan viljað fá að vita: Hver svikari sá væri sem þú hefir fregnir þínar frá?« Var það uppgerð ein, eða kom það að innan frá? — «að kom snöggvast blíðusvipur á andlit Irasar. Hún svaraði: «Tjaldveggirnir í eyðimörkinni eru þunnir, sonur Húrs, það heyrist vel í gegnum þá. Og eitt skal eg segja þér: á ættjörð minni eru það listamennirnir, sem tína saman alla vega litar skeljar í fjörunni, og skera þær sundur, og setja þær saman, svo að heil mynd verður úr. Skilurðu mig? En það var ekki það sem eg vildi þér. Eg kenni í brjósti um þig, þú ert ungur og hraustur og hefir ratað í miklar raunir. gef þú eftir, það sem eg fer fram á — og þá lofa eg þér því, að þér skal verða borgið.»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.