Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 2
242 NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
því orðrómurinn um hann var kominn út í
hvern krók og kima í landinu.
«Er það Messías, sem þú ert að talaum?»
sagði hún.
^Rað er maður frá Nazaret . . Júda sagði
okkur frá honum.»
«Júda? Er hann heima? Hefir hann sent
þig út hingað?«
«Nei, hann heldur að þið séuð dauðar.
En hann hefir sjálfur séð manninn frá Nazaret
lækna líkþráa .... það sagði hann í gær-
kvöldi. Fyrra skiftið var það aðeins einn, en í
seinna skiftið voru tíu saman, líkþráir. Og
þeim baínaði öllum.»
«Rað var spámaður einn í fornöld, sem
læknaði líkþráan mann,» sagði móðirin hugs-
andi. «En hann hafði kraft sihn frá guði.»
Hún þagði ögn við, en sagði svo: »Ef þetta
væri Messías! Eg man eftir því, að það var
svo mikið talað um það einu sinni, að hann
væri fæddur. Rað er orðið langt síðan. Hann
væri orðinn harðfullorðinn nú. — Og Júda
segir að það sé satt? f’að hlýtur að vera
Messías Útvegaðu okkur ögn af vatni, Amra,
og við skulum fara að borða. Svo skuluin
við koma með þér».
Rær voru fljótar að borða, og svo var farið
af stað. En hvert átti að halda? Amra sagði að
maðurinn kæmi frá Betaníu, en þaðan lágu
þrír vegir, eða öllu heldur stígir, til Jerúsalem-
ar: einn yfir Olíufjallið, annar með rótum þess
og hinn þriðji fram með Hneykslunarfjallinu.
Reyndar var ekki langt á milli vega þessara, en
þó nógu langt til þess, að hægt var að farast
hjá við mann, ef hann kæmi aðra leið en
þá, er þær veldu sér. Rað var auðheyrt á
Ömru, að hún var ekki heima í þessu. Svo
varð þá móðir Ben Húrs að ráða eitthvað af
sjálf.
«Við skulum' þá fyrst fara til Betfage» sagði
hún; «ef Drottinn er okkur náðugur, fáum við
víst að vita þar, hvert við eigum að snúa okkur».
Rær gengu svo til Tofet og konungagarð-
anna. Regar þær komu út á veginn, námu þær
samt staðar. «Eg held,» sagði móðir Ben Húrs,
«að réttast væri fyrir okkur að halda okkur
dálítið afsíðis. Rað er hátíðardagur í dag og
fult af fólki á veginum. Ef við göngum yfir
Hneykslunarfjallið, komumst við hjá mestu
þyrpingunni.»
«F*að er svo bratt þar, móðir mín,« svaraði
Tirza, »eg hefi ekki krafta til þess að komast
þá leið.»
«Og ekki heldur, þó að þú ættir að mæta
heilsunni og lífinu þar, barn mitt? . . . Já, já,
nú er fólkið farið að þyrpast sarnan við brunn-
inn þarna. Ef það sér okkur, þá grýtir það
okkur. Komið þið!«
Hingað til hafði Amra varla snert hinar lik-
þráu. En nú gekk hún til Tirzu, lagði hand-
legginn yfir um hana og sagði: »Styddu þig
við mig! Eg hefi krafta í köglum, þó gömul
sé. Og svo er þetta ekki nema dálítill spölur.«
Fjallið var grýtt mjög; voru þar sprungur
margar, gil og klungur, og hið versta yfirferð-
ar. En þegar þær komu upp á brúnina, þá
blasti rfmsterið, musterisgarðurinn og hvítu,
háu turnarnir á Síon, við þeim í norðvestri.
Þá var eins og móðirin fengi nýjan kraft og
nýtt hugrekki.
«Lítt’á Tir?.a,« sagði hún, «geturðu séð
glampa á gullplátur musterishliðsins? manstu
eftir því, þegar við vorum að fara þar inn fyr-
ir mörgum árum? Guð gæfi að-við mættum
koma þangað aftur. Og svo húsio okkar —
það getur ekki verið þar langt frá. Lítt’á, þarna,
á bak við hið allra helgasta, þar hiýtur það að
vera — og Júda er þar!«
Þær fóru ofan fjallið. Tirza varð æ mátt-
lausari og máttlausari, og seinast, niður við
fjallsræturnar, hneig hún niður örmagna. »Eg
kemst ekki lengra. Lofið mér að verða hér
eftir. Farið þið!» tautaði hún í hálfum hljóðum.
»Hertu þig upp Tirza,» sagði móðir henn-
ar og laut niður að henni. En í þeim svifum
leit hún npp í ráðleysi, og sá mann koma
að austan frá, og gekk hann greitt. »Nei, þarna
kemur maður! Hann getur ef til vill sagt okk-
ur, hvar við getum fundið manninn fráj Naz-
aret.»