Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 3
BEN HÚR. 243 »Manstu það ekki, móðir mín, að við er- um óhreinar?« Vegurinn var mjór þar sem þær stóðu. Ef maðurinn færi þá leið, hlaut hann.að ganga fast hjá þeim ... Jú, hann beygði inn á stiginn. Regar hann var kominn svo nærri, að að niál mátti nema á milli þeirra, kallaði móð- irin upp hin lögboðnu orð: »Við erum óhrein- ar!« En þeim brá heldur við — hann stefndi beint á þær. <'Varaðu þig! við erum óhreinar! við erum óhreinar,« sagði móðir Ben Húrs að nýju. Hann nam staðar tæp tvö fet frá þeim. «Kona,« sagði hann, «eg er sendiboði hans, sem Iæknar þá með orðum, sem bágt eiga. Eg hræðist ykkur ekki». «Ert þú sendiboði mannsins frá Nazaret?* «Sendiboði Messíasar,« sagði hann. . «Hvar er hann? Hvaða leið kemur hann?» «Hann er nú í Betfage og kemur þessa leið. Eg á að fara, og boða fólki innan og utanborgar, að hann sé á leiðinni. Friður sé með þér og þínum!« Hann hélt áfram, en áttaði sig, og kom til þeirra. »Það er satt,« sagði hann, «að sólar- hitinn er óþolandi, og nokkur stund er, þang- að til Messías kemur. Eg get fengið það, sem eg þarf, til að svala þorsta mínum inni í bæn- um; takið þið við þessu vatni, sem eg hefi hérna. . . . . Verið svo hughraustar, og ákallið hann þegar hann fer fram hjá.» Hann rétti móður Ben Húrs graskersflösku, fullaaf vatni. Hann setti hana ekki ofan á jörðina heldur fékk henni hana. »Ertu Gyðingur?» spurði hún forviða. »Já og einn af lærisveinum hans, sem kenn- ir að elska náunga sinn bæði í orði og verki. Friður sé með ykkur — og verið hughraustar.» Svo hélt hann áfram, en þær leituðu sér sRjóls- undir afarstórum steini, sem lá þar lítið eitt frá veginum. Rar settust þær niður, drukku af vatninu og hvíldu sig — og biðu. Um þriðju stundu dags fóru margir menn að koma, og stefndu allir til Betaníu og Bet- fage. Um fjórðu stundu dags sást manngrúi mikill uppi á tindi Olíufjallsins. Það skifti þús- undum, og allir voru með nýlesna pálmaviðar- grein í höndum. Móðir Ben Húrs og fylgdar- konur hennar störðu steinhissa á þessa sjón — þangað til þær sáu að önnur mannþyrping var í aðsigi úr austurátt. xRað er hann, » sagði móðirin; »þeir, þarna fram undan okkur, koma úr borginni og ganga á móti honum. Hvernig sagði hann, Amra, að þeir líkþráu hefðu ávarpað hann?“ ^Peir kölluðu: Herra, miskuna þú oss!« «Og ekkert meira? Og nei, það er líka nóg.« Hópurinn að austan þokaðist nær. Fremst- ur var maður ríðandi, berhöfðaður, í hvítum klæðum. Hann var blíðlegur á svip. Hárið var sítt, Ijósjarpt á lit og skift í miðju enni, svo það lék eins og helgibaugur um andlit hans í glóandi sólskininu. Hann leit hvorki tii hægri né vinstri, og tók ekki þátt í hávaða og glaðværð þeirra, er í kringum hann var. A eftir honum var ótölulegur grúi manna, sem söng og æpti fagnaðaróp. «Komdu, Tirza,» sagði móðirin, »þetta er hann.« Og þær féllu á kné þarna úti hjá steininum. A meðan þetta gerðist, nam manngrúi sá staðar, sem kom innan úr bænum. Fólkið veif- aði pálmagreinunum og æpti og söng í sífellu: »Hósíanna, sonur Davíðs: lofaður sé sá, sem kemur í nafni drottins!« Op þetta barst hóp frá hóp, og náði loks yfir til þeirra, er fylgdu manninum frá Nazaret. Það hvein i gegnum loftið eins og stórviðri. »Við verðum að komast nær, Tirza, hér heyrir hann ekki til okkar,« sagði móðir Ben Húrs. Og þær stóðu upp og drógu sig nær veginum, fórnuðu þar upp höndum til him- ins og hrópuðu um hjálp. En svo tók fólkið eftir þeim og sá að þær voru líkþráar. »Ohreinar, óhreinar!« æpti það. «Grýtið þær — drepið þær böl- vaðar!« En maðurinn frá Nazaret reið fast að þeim og horfði til þeirra með meðaumkunarsvip. 31*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.