Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Qupperneq 1

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Qupperneq 1
HYPATIA. Eftir Charles Kingsley. ÞRIÐJl kapítuli. Gotar. Nú víkur sögunni til Fílammons. Hann reri og lét berast ofan eftir ánni tvo daga samfleytt. Hann sá bæi qg borgir til beggja handa og horfði þangað Iöngunaraugum, og ein sveitar- höllin eftir aðra fór fram hjá honum og hvarf svo út í fjarskann. Hann sárlangaði til að sjá og skoða þessar hallir nær sér, hvernig þær lifðu, þessar þúsundir, sem hann sá iða við bæina á bökkunum við fljótið, og vera þar á gangi eftir þjóðbrautunum. Hann sneiddi varlega úr vegi fyrir hverjum bát, sem hann mætti á ánni, bæði gullroðnu bátunum auðmannanna og lélegu flotunum, sem fleytt var á tómum Ieirkrukkum til sölu einhverstaðar niðri í landi. Stundum sá hann munka, sem voru að draga fyi ir í ein- hverri vík við ána, eða voru á ferð á bátum milli klaustranna, og heilsaði upp á þá. En ekki fékk hann aðrar fréttir hjá þeim en þær, að enn væru nokkar dagleiðir ofan að Alexandríukvísl. Alt var tilbreytingarlaust og dauflegt. Hann fór að Ianga heim í eyðimörk- ina sína heima; þar var þó víðsýnin meiri en hér niðri í dalnum. Hann fór að hugsa um síðustu orðin, sem Arseníus hafði sagt við hann. Var hann kallaður af andanum eða holdinu? Það var þungráðin gáta. Hann hlakkaði til að sjá heiminn. Pað gat verið löngun holdsins. En hann langaði líka til að gerá heiminn trú- aðan. Var það þá ekki löngun andans? Var það ekki göfug köllun? Hann þráði að starfa; að helgast, jafnvel deyja píslarvættisdauða. Og þá óaði hann við þessari auðn, sem virtist gapa fyrir fótuin hans, óviss og óransak- anleg. Nei, nú var teningunum kastað, — hann varð að halda áfram, hvort sem köllunín kom frá andanum eða holdinu. En hjartanlega óskaði hann sér að vera samt horfinn svo sem eina stund til vinanna í Lára. Einusinni, þegar hann kom fyrir nes eitt við fljótið, sá hann mislitan bát. í bátnum voru vopnaðir menn í undarlegum, grófgerðum föt- um og voru að eltast við eitthvert dýr í vatn- inu með mestu óhljóðum. í stafni stóð risavax- inn maður og reiddi skutul með hægri hendi, en hélt í snæri á öðrum skulti með þeirri vinstri; sat sá skutull fastur í vatnahesti, alblóðugum, froðufellandi og stappandi af vonzku. Gamall og gráhærður hermaður í skutnum reri tveim árum, og beindi bátnum fimlega beint á þetta vatnatröll, þótt það ólmaðist og umhverfði vatninu. Svo synti hesturinn þvert úr vegi, og eltu skipverjar hann þegar með tíu árum á hlið; þetta gekk af í einu vetfangi og með áköfu fjöri, og var það því eigi að undra, þótt Fíl- ammon freistaðist til að róa nær snekkju þess- ari, en þá sá hann alt í einu 12 pör dún- mjúkra, tinnusvartra augua horfa ýmist á sig eða veiðina. Ólukku slöngurnar! — Pær raus- uðu og hlógu, ráku við og við upp smáskræki, hristu glitfagra lokkana og gullmenin, það skrjáf- aði í klæðum þeirra fáeinar álnir frá honum. Hann kafroðnaði, en vissi þó ekki af hverju, greip árarnar og ætlaði að leggja á flótta, en öll þessi svörtu augu seiddu hann fastan — og í sömu svifum kom vatnahesturinn auga á hann og réð þegar á hann til þess að svala reiði sinni og hefna kvala sinna. Skutulsnærið vafðist um Filammon. Hvolfdi þá óðara 4

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.