Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Qupperneq 2

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Qupperneq 2
26 NÝJAR KVÖLI ÖaUR. bátnum, og Fílammon barðist við vatnsgang- inn og sá ógurlegan kjaft gína blóðrauðan yfir sér. Sem betur fór, var Fílammon ólíkur flest- um munkum í því, að hann var vanur að fara í vatn og var syndur eins og selur. Og ekki kunni hann að hræðast. Hann hafði svo oft hugsað um dauðann, að hann óttaðist hann ekki, en hann vildi ekki deyja að óreyndu — ekki svo, að hann reyndi ekki að bera hönd fyrir höfuð sér. Hann var of ungur til þess. Hann vatt sér undan árásum óvættarins, smeygði sér úr snærinu og náði í hníf sinn, eina vopn- ið, sem hann hafði. Svo sökti hann sér, kom aftur úr kafinu og stakk hann marga stingi að atfan frá; gengu þeir ekki djúpt, en urðu þó til þess að vatnið blóðlitaðist mjög. Skipverjar öskruðu upp af ánægju. Vatnahesturinn snéri sér nú að þessum nýja ofsóknara, froðufellandi af reiði, og muldi sundur framhlutan af kænu Fílammons með kjaftinum. En það varð hon- um dýrt. Hann sneri við það hliðinni að stóra bátnum; sætti þá tröllið lagi og keyrði skutul-. inn í gegnum hjarta vatnahestins. Byltist hann þá um í vatninu í fjörbrotunum og flaut svo eins og hvalur ofan eftir ánni. Veslings Fílammon! Hann þagði einn, þeg- ar sigurópið dundi við. Hann synti sorgmædd- ur í kringum ræfilinn af papýrusbátnum sín- um — hann hefði nú ekki borið mús. Hann horfði til bakkans — datt í hug að synda á land og sleppa svo — en svo duttu honum krókódílarnir í hug — og sneri við — og svo duttu honum í hug augun voðalegu, seiðandi augun — ef til vill slyppi hann hjá krókódíl- unum — en kvenfólkinu? — og hann fór að synda til lands. En þá bar að honum bátstefn- ið, og bandi var varpað um hann og hann dreginn upp í bátinn. Dundi þá við hlátur og gleðiköll og fagnaðaróp þessara góðl.yndu manna. Allir höfðu þeir talið sjálfsagt að hann bæði þá hjálpar, og skildu ekkert í, að hann skyldi fara að synda burt frá þeim. Fílammon horfði forviða á þessa nýju vini sína. Þeir voru bleikir á hörund, stuttleitir og '■:nnb-# lamihlir, stórir og riðvaxnir. Reir voru, rauðskeggjaðir og báru hárið í undarlegum hnút ofan á böfðinu. Föt þeirra voru rudda- Ieg, að nokkru úr útlendum loðskinnum, og voru orðin óhrein og blettótt í mörgum bardögum, og voru víða þakin ýmsu skarti úr rómverskum peningum, menjum og kingum, og fór það hvergi vel. Aðeins stýrimaður einn virtist halda þjóðbúningi sínum óbreyttum; hann bauð að draga dýrsskrokkinn að bátnum og innbyrða hann. Hann bar langar brækur úr hvítu líni, og var vafið um þær reimum úr ósútuðu leðri; hann bar þykkan panza>-a úr leðri og bjarnarfeld mikinn yfir, og var ekki á honum annað skraut að sjá en tennur og klær bjarnarins og nokkra skúfa af gráum hárum eins og kögur. Var auðséð að það var mannshár. Ekkert skyldi Fílammon af því er þeir sögðu. «Vel limaður piltur og röskur líka, Úlfur Ovíðarsson,« mælti tröllið við bjarnfeldarmann- inn. »Honum veitir léttara en ykkur að bera loðskinn í þessum hita.« »Eg er tryggur við búning feðra minna, Amalrekur Amali; fyrst við tókum Róm í hon- um, getum við líka fundið Ásgarð í honum.« Risinn bar hjálm og panzara og ráðherra- stígvél og blandaði þannig saman her- og frið- arbúningi Rómverja. Einar tólf gullfestar héngu um háls honum og gimsteinar Ijómuðu á hvej- um fingri; hann svaraði með hæðnishlátri: »Ásgarð? Ef þér liggur svo á að leita uppi Ásgarð eftir þessari seyru hérna í sand- inum, þá er þér bezt að spyrja þennan pilt þarna, hvað langt sé þangað. —« Úlfur svaraði engu, spurði munkinn óðara að því, en hann hristi höfuðið þegjandi. «Spurðu hann á grísku, maður.« »Nei, gríska er þrælamál. Láttu einhvern þrælinn spyrja hann að því — ekki mig.» »Pið þarna, stelpur — Pelagía, þú skilur hann víst, þennan pilt — spurðu hann að, hvað langt sé til Ásgarðs.* Tjaldinu var lyft upp, og gaf þá Fílamm- on á að líta. Par sat ung stúlka á mjúkri mottu

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.