Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Síða 9
HYPATIA. 33 að jDess sáust engin merki á bréfinu. Og enn þyngra hefði henni orðið, ef hún hefði heyrt samtal, sem fram fór í sumarherbergi einu í höli Órestesar á milli hans og Rafaels Ben-Esra. Báðir mennirnir lágu þar á hvílbeðum og léku teningaleik til þess að eyða tímanum, meðan þeir biðu eftir svarinu. »Hvenær skyldi kerlingarnornin koma aft- ur?« »Þegar hún er búin að lesa bréfið þitt og svar Hypatíu.* »Lesa,« svaraði Órestes. »Já, lesa það. Pú heldur þó ekki, að hún sé svo skyni skroppin að bera bréf svo, að hún viti ekki hvað í því stendur. En vertu ó- hræddur; hún segir ekki frá því. En þarna kemur hún — eg heyri til hennar í súlnagöng- unum. Nú skulum við veðja, áður en hún kemur. Eg veðja tveimur á móti einum, að hún heimtar af þér, að þú snúir aftur til heiðni.« »Hvað á að leggja undir? Negradreng?« »Mér er alveg sama.« »Þá tek eg því. — Inn þrælar,* kallaði Órestes upp; »nú, það er svarið. Fáið mér það.« Órestes las bréfið — og setti upp ólund- arsvip. »Eg hef líklega unnið?* sagði Rafael. »Út með ykkur, þrælar,* æpti Órestes, »og gætið að, að enginn standi á hleri.« »Eg hef þá unnið?* sagði Rafael aftur. Órestes skaut bréfinu yfir til hans. Rafael las: »Hinir ódauðlegu guðir taka engri hálf- gerðri tilbeiðslu. Og hver sem vill njóta ráða spákonu þeirra, verður að gæta þess, að guð- irnir birta henni engar af ráðsályktunum sínum, fyr en heiður þeirra og tignun er endurreist að fullu. Ef hann, sem girnist að verða drotn- ari allrar Afríku, hefur hug í sér til þess að troða krossmarkið undir fótum og gefa Kajs- arejon aftur til þeirrar guðadýrkunar, sem það var ætlað í fyrstu, — ef hann hefur hug til að birta opinberlega í orði og verki þessa fyrir- litningu fyrir nýrri og siðlausri hjátrú, sem vit- ið og skynsemin hefur þegar vakið í hjarta hans — þá mundi hann sýna það, að hann væri maður, sem væri gerandi að vinna með, leggja sig í hættu og jafnvel deyja með fyrir gott málefni. En það bíður þangað til —« Lengra var bréfið ekki. «Hvað á eg að gera?« sagði Órestes. »Taka hana á orðunum,* svaraði Rafael. »Guð hjálpi mér,« æptiÓrestes; þeirbann- færa mig þá — og hvað verður um sálu mína? Hvað ætli veröldin segði? Eg trúarm'ðingur, frávillingur! Og það frammi fyrir Kýrillosi og öllum borgarlýðnum. Nei, það má eg ekki.» »Engin maður hefur heimtað af þér að verða trúarníðingur,« sagði Rafael. «Nú svo?« hrópaði Órestes, hvað sagð- irðu þá?« »Eg bað þig að lofa öllu góðu. Það hef- ur borið til fyrri, að það hefir gleymst í hjóna- bandinu að efna loforð, sem gefin hafa verið fyrir brúðkaupið. Þú verður að vinna dálítið til að ná í hana, þessa sérgæðingsfullu skepnu. Ef þú hefur ráð á öllu því djúpi og dirfsku, sem býr í viti hennar, getur þú talið þigjafn- oka Rómverja, Býsantinga og Gota allra sam- an. Og hvað fegurðina snertir, þá hefur hún við úlnliðinn ofurlitla laut, rétt þar sem þessi fagra hönd byrjar, sem tekur fram öllu holdi og blóði í Alexandríu, að öllu öðru sleptu.* »Það veit Júpiter að þú dáir hana svo, að eg held að þú sert ástfanginn af henni, því áttu hana þá ekki? Eg skal þá gera þig að æðsta ráðgjafa mínum, og þá getum við fært okkur í nyt speki hennar, án þess að ganga ofnærri ímyndunum hennar. Það vita guðirnir, að ef þú átt hana og hjálpar mér, þá skaltu verða hvað sem þú vilt.« Rafael stóð upp og hneigði sig ofan að gólfi. *Það liggur svo vel á þér, tigni herra, að eg undrast,» sagði hann. «En eg segi þér satt, að eg hef hingað til aðeins hugsað um minn hag, en aldrei annara, og þá verður mér 5

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.