Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Qupperneq 12
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Teið verður kalt, Ólafur,« sagði hún, »Gott kvöld, herra organleikari, má ekki bjóða yður einn bolla af tei með húsbóndanum?« »Pakka fyrir, jómfrú Didriksen, helzt tvo, eigi sízt ef eg fengi svo sem fingurbjörg af koníaki með þeim síðari.« »Jú, jú, herra organleikari, eg veit hvað yður kemur, flaskan stendur á borðinu.® j>Svo býður kurteisin okkur þegar að fara niður og drekka teið í samveru yðar,« sagði organleikarinn og stóð á fætur. Regar þeir vinirnir eftir litla stund sátu við kvöldverð niðri í stofunni, þar sem tesuðuvél- in hélt uppi suðandi söng á miðju borði, veik organleikarinn sér að jómfrú Didriksen og mælti: »Nú nú, jómfrú, farið þér nú ekki bráðum að verða óánægðar með þennan ieiðinlega húsbónda, svo eg megi vona að þér fengjust til að fara yfir til mín og hlynna að mér á elliárunum?« »Nei, nei, herra organisti,* svaraði jómfrú- in og Ieit með móðurlegum umhyggjusvip til unga húsbóndans; »þeirri flugu er yður óhætt að sleppa, eins og menn segja. Ólafur er að vísu nokkuð breyttur, og honum er orðið alveg sama, hvaða mat eg bý til handa honum.« »Er það mögulegt,« sagði organleikarinn og setti á sig undrunarsvip, »en hvað menn geta verið vanþakklátir.« ^Retta er alveg áreiðanlegt,« sagði matselj- an í fullri alvöru. »í dag fékk hann prinssessu- býting, en hélt að það hefði verið eggjakáka.« »Nú, gengur fram af mér, það skyldi bara hafa verið eg, sem hefði fengið býtinginn, eg mundi hafa þekt hann og kunnað að meta; þó það væri nú!« »Já,« hélt hin aldraða matselja áfram með- an hún skeinkti teið, »aðalatriðið er, að hann situr ofmikið inni við bækurnar og ýmiskonar grufl, held eg.« »Svo eg verð Ieiðinlegur nöldrunarseggur,« sagði Lynge, og leit vingjarnlega til bústýrunnar. »Nei, það veit guð, að það ertu ekki, Ólaf- ur,« sagði jómfrú Didriksen, auðsjáanlega of- ur lítið móðguð. »Enginn getur sakað þig um að vera nöldrunarseggur. En þú ert samt sem áður of þaulsætinn heima í þessu gamla húsi. Æskan verður að hreyfa sig til að eldast ekki of snemma. Rað er öðru máli að gegna með okkur, gamla fólkið.« »Pér hafið rétt að mæla eins og ávalt, jóm- frú Didriksen,* sagði Busk. »Og til þess að sýna, að orð yðar bergmála að venju i hjarta mínu ætla eg að fá húsbóndann með mér út í bæinn þegar við erum búin að borða. — — Þakka yður fyrir, ekki meira af koníakinu að þessu sinni. — — — Þú ferð með mér, Lynge, með góðu og umyrðalaust, vona eg?« »Eg verð líklega að gera það.« Eftir litla stund komu báðir vinirnir út úr gamla húsinu, og lögðu leið sína út í smágöt- ur bæjarins. Organleikarinn virtist vera þar vel þektur og að góðu kunnur, eftir því vingjarn- lega viðmóti, sem honum var heilsað með af mörgum, bæði stórum og smáum. Þá bar þar að, sem lítill drenghnokki velti sér í sandinum við húsdyr, svartur í andliti af óhreinindum eins og kolamokari. »Nú, nú, labbakútur litli, hvernig líður ömmu þinni?« spurði organleikarinn um leið og hann ýtti við stráknum með fætinum. *Hún er slæm,« svaraði drengurinn. »Hún er þá eins og þú, óþrifagimbillinn þinn, sem alveg hefur gleymt að vatn er til, en af því er þó víðast nóg.« Að svo mæltu opn- aði hann lágar dyr, og þeir félagar gengu inn í skuggalega stofu; í öðrum enda hennar sat gömul kona hálfsofandi á að gizka um sextugt. Henni varðhverft við.er mennirnir heilsuðuhenni, neri augun og horfði undrandi á gestina, >Gott kvöld,« sagði organleikarinn og þef- aði eftir brennivínslyktinni, sem lagði af kerl- ingunni. »F*ér hafið þá náð yður enn á flösku?« »Mikil ósköp, hvernig fer herra organleik- arinn að ímynda sér það?« sagði kerling með ákefð og hneigði sig í sífellu. »Nei, eg hefi ein- ungis fengið á glaspínu til að lina bannsettan tannverklnn, sem mig ætlar lifandi að drepa.« »Svo þér hafið tennur ennþá, því hefði eg naumast trúað,«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.