Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Síða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Síða 16
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Jómfrúin hristi höfuðið, en svaraði engu. »Annars hefir þetta verið þjófur.« »Petta þurfum við að ransaka,« sagði Lynge, »en kæra jómfrú Didriksen, nú er bezt að eg fylgi yður til herbergis yðar. Þér þurf- ið sannarlega hvíldar við, svo skal eg biðja aðra stúlkuna að vaka hjá yður í nótt.« »Æ Ólafur, drengurinn minn,« sagði jóm- frúin með angist og í bænarrómi, »farðu ekki ofan í kjallarann í nótt. Pað hefst eigi nema ilt af því að verða á vegi hans. Viltu ekki lofa mér því að bíða með allar ransóknir til morguns........Ó, gerðu það, Ólafur, manstu ekki, að eg bar þig á handleggnum, þegar þú varst svolítill drengur, og lét þá alt eftir þér; viltu þá ekki í þetta eina skifti láta eftir mér? þúveiztað egvil þér ekki nema alt hiðbezta.« »Já, eg veit það,« sagði Lynge og tók vin- gjarnlega í hönd hennar. »Eg veit það, og eg skal gera það sem þú biður um, . . . . en komdu nú inn í þitt herbergi, og svo kemur stúlkan þegar. Eg er orðinn hræddur um að þú veikist út úr þessu öllu saman.« Pegar húsráðandinn eftir litla stund kom aftur inn í borðstofuna, sá hann að Busk lá endilangur í legubekknum með fæturna uppi á stólbrík. »Hvað heldurðu um þetta?« spurði Lynge, »eg er viss um að hún hefir séð eitthvað, en hvað hefur þetta getað verið?« »Já, hvað getur það verið?« sagði organ- leikarinn og geispaði; »inni í litla herberginn er ekkert. Kjallarahlemmurinn er lokaður og inni í stóra skápnum við vegginn hitti eg ekki annað en stóra rottu, sem horfði á mig undr- andi yfir ónæði því sem eg bakaði henni. Eigum við að fara ofan í kjallarann?« »Nei,« svaraði Lynge, »því sem eg hefi lof- að, það efni eg. Snemma á morgun mun eg fara ofan í kjallarann og sjá hvernig þar er um- horfs.« »Jæja, þá höfum við það svo,« sagði Busk um leið og hann reis á fætur og tók hatt sinn. Hann kvaddi svo vin sinn og kvaðst mundi koma morgninum eftir til að vita hvernig honum og jómfrúnni liði. Pegar organleikarinn gekk eftir auðri göt- unni heim til sín, tautaði hann ,fyrir munni sér: »Auðurinn horfinn .... ástin dregin á tálar . . . . og draugagangur í gamla húsinu. Pað er engin furða þótt honum finnist lífið þungbært. Petta alt og hvert út af fyrir sig er fylsta áhyggjuefni, en hvað er um það að segja, lífið er sannarlega enginn leikur, eða svo vill það reynast flestum.« II. í þorpinu var hús nokkurt neðst í Grafar- götu, sem menn alment litu hornauga til með gremjusvip, þegar þeir áttu leið þar um, og var þó húsið ekkert fáránlegt, því var að vísu illa haldið við og fremur óþrifalegt, en ekkert einsdæmi var það í þessum Iitla kaupstað að sjá hús þannig til reika. En það sem aðallega olli því, að menn gáfu húsi þessu eigi gott auga, var að í því bjó umboðssalinn Jokum- sen, illræmdur okrari þar um slóðir, sem mörgum var í nöp við. Peir sem gengu fram hjá húsinu og litu upp í gluggana, sáu stöku sinnum fyrir innan þá sitja unga, grannvaxna stúlku við sauma sína. Hún var auðsjáanlega komin af barnsaldrinum, enda sögðu kunnugir að hún væri nær 25 ára að aldri. Yfir andliti hennar hvíldi viðkvæmnislegur þunglyndisblær. Pað var nett og frítt stúlkuandlit, góðmann- legt, en eigi að sama skapi kjarklegt. Stúlkan hét Jóhanna og var dóttir hins lítt þokkaða okurkarls. Jokumsen var kominn um sextugt; hann var vel hraustur og frískur á fæti eins og fer- tugur væri, og hann var eigi í þeim flokki okurkarla, sem nánasarskapurinn og nirfilshátt- urinn hefir sett á merki sitt. Hann var eigi grágulur að yfirlit, horaður, með klóarlega, langa og grenlulega fingur. Hann mátti þvert á móti fremur heita feitur en magur, fremur rauður en gulur, og hendur hans voru svipaðar og á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.