Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Page 17

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Page 17
GAMLA HÚSIÐ. 41 öðru fólki, sem eigi gengur til strangrar vinnu. Andlitið var stórt og búlduleitt og minnti á grimman stórgripahund, einkum þegar karlinn var reiður. Hann var ólíkur öðrum okrurum að því leyti, að hann hafði enga tilhneigingu til að gramsa í gull- og silfurpeningum og velkja þeim milli handa sér. Hann skoðaði pening- ana sem meðal, sem menn gætu aflað sér með lífsþæginda og komið áformum sínum í fram- kvæmd með. Eyðslusamur var hann að vísu ekki, en hann hafði þó engar áhyggjur af því, hvort það gekk hundraðinu meira eða minna í súginn hjá honum árlega. Pað sem til heim- ilisins þurfti að Ieggja, skar hann því ekki svo mjög við neglur sér, enda vildi hann hafa nóg að eta og drekka. En hins vegar var það sannarlegt neyðarúrræði að þurfa að leita hjálpar hans með peningalán; þeir sem það óyndisúrræði tóku upp, máttu búast við að verða vægðarlaust rúnir og féflettir inn að skyrtunni. Jockumsen hafði fyrir mörgum árum verið kaupmaður, en orðið gjaldþrota; ári síð- ar misti hann konu sína, sem hafði skilið honum eftir 10 ára gamla dóttur. Síðan hafði hann byrjað á umboðssöluviðskiftum, og rak hann þá atvinnu ennþá. Enginn hafði hugmynd um hvar hann hafði fengið peninga til að byrja með þann rekstur. Nú var hann álitinn að eiga fullkomlega fimmtíu þúsund dala virði. Á- lit hans í bænum var þó mjög rýrt, þrátt fyrir ríkidæmið. Flestir, sem við hann höfðu skift eða skiftu, óttuðust hann og hötuðu, en hinir fyrirlitu hann. Allir forðuðust sem mest sam- neyti við hann. Jockumsen lét þetta ekki á sig bíta, en það særði dóttur hans, sem var til- finninganæm. Eftir að móðir hennar dó, umgekst hún sárfáa nema föður sinn, sem aldrei sýndi henni hlýleika eða sanna alúð. F’essi lífskjör hennar, og að hún varð vör við að fjöldinn hafði óbeit á föður hennar, hafði þau áhrif hana, að hún á barnsaldri varð fálát, feimin og ósjálfstæð og eigi laus við taugaveiklun, og þessir eiginlegleikar fylgdu henni fram á fullorðinsárin. Þunglyndi blandað með hugsýki lagðist því þyngra á hana eftir því sem hún eltist. A bak við hús þeirra feðg- ina var ofurlítill garður með laufskála, og var það henni hugsvölun að hirða þann garð sem bezt á sumrum. Kirkjugarðurinn lá öðrumegin fast upp að þeim garði, og á sumrum, þegar jarðargróðurinn var í blóma, sat hún oft tím- um saman í Iaufskálanum og horfði yfir kirkju- garðinn með sínum mörgu hvrtu eða gráleitu minnisvörðum, grafkrossum og öðrum minnis- merkjum. Var það ríkast í huga hennar, að sælast væri að mega deyja og hvílast við hlið móður sinnar, sem hún mundi svo vel eftir, og hafði verið henni svo blíð og ástúðleg. En þrátt fyrir þessar ömurlegu hugsanir og dauft og gleðisnautt heimilislíf óx hún þó og varð fljót- ar en búast hefði mátt við að fullþroskaðri og fríðri yngismey, svo fallegri að það vakti eftir- tekt föður hennar, að dóttir hans .væri einhver fríðasta stúlka í bænum, og ungu mennirnir fóru einnig að veita því eftirtekt. Perlan verður æfinlega perla, þótt hún sé greipt í Ijóta og smekklausa umgerð. Og pen- ingar eru ávalt peningar, enda þótt þeirra hafi verið aflað með klækjum og miður ráðvand- lega. Pað kom og til greina, að móðurbróðir Jóhönnu, sem öllum kom saman um að verið hefði mesti heiðursmaður, hafði arfleitt hana að 5000 dölum. Petta leiddi til þess, að Jockum gamli þurfti ekki að kvarta um, að nógu margir yrðu eigi til að biðja dóttir hans, en karlinn vísaði þeim öllum frá, er til hans leituðu, en þeir, sem fóru að gefa ungfrúnni sjálfri undir fótinn, var svarað með svo vandræðalegum og óttaslegnum augum, að þeir hörfuðu frá. Gamli maðurinn vildi ekki missa dóttur sína, sem stýrði húsi hans óaðfinnanlega og hlýddi honum í hvívetna. Dóttir hans hafði ekki heldur felt ástarhug til nokkurs manns og hafði óbeit á því að hugsa til að giftast. Pau feðgin voru því alveg sammála um að vísa öllum biðlum frá. Pannig stóðu sakirnar á heimili gamla Jock- ums fjórum árum áður en atburðir þeir gerð- ust, sem hér hefir verið skýrt frá. Þá var það einn fagran vordag, að ungur maður flutti sig í 6

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.