Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 5
JAKOB ÆRLEGUR.
245
er nú reyndar úrgangur, sé eg er, og geyrr.t
handa kettinum í fyrramálið. Eg er hræddur
um við megum ekki dirfast að taka af þessu
— ráðskonan verður reið.«
*í öllum bænum, látið þér það inn aftur,
herra; ekki vil eg hafa matinn af kettinum.«
lOg svo sé eg ekki meira, Jakob, nema
það skyldi vera matur á efstu hillunni; hér er
brauð, undirstaða lifsins, og sömuleiðis brot af
osti — og svo sýnist mér hilla undir eitthvað
öökt þarna í hilluhorninu.«
Skólameistari seildist þangað, en rak upp
hljóð og hentist ofan af stólnum. Hann hafði
fest hendina þar í rottuboga, sem ráðskonan
hafði egnt þar, óg barðist um og bar sig illa.
þrýsti svo á fjöðrina í boganum og los-
aði hann svo, en tennur bogans höfðu sært
hann í fingurna, svo að blæddi úr. Hann stakk
óðara fingrunum upp í sig og mælti ekki orð;
eti þegar honum fór ögn að svía, kom ráðs-
konan inn.
'Hvað á þetta að þýða?« sagði hún og
glumdi hátt í henni —Jakob hér og alt úr búr-
■nu komið fram á borð. Jakob, því dirfist þú
að brjótast inn í búrið mitt?«
^Rað gerði skólameistarinn, frú Bately;
hann var að Ieita að einhverju ætilegu handa
■nér og varð svo fastur í rottuboganum.«
»Það var mátulegt. Eg hef fyrirboðið hon-
um að koma í þetta búr; er það ekki, Dobbs?«
»F)að er víst og satt,« svaraði hann, »og
mig iðrar þess, að eg fylgdi ekki ráði yðar,
því — litið á fingurna á mér!« og hann rétti
fram blóðuga hendina.
»Guð komi til,« sagði ráðskonan og var
nú mýkri í máli, »eg hefði ekki trúað, að rottu-
bogi gæti bitið svona fast. Hvað þær mega
taka út, aumingja rotturnar; eg set hann ekki
upp framar, en læt köttinn sjá fyrir þeim.«
Svo gekk hún að skúffu, Iauk henni upp,
tók þar upp eitthvað af gömlu lérefti og Riga-
balsam, og fór að búa um hendina á honum
og var altaf að snupra hann um leiðr »En sú
heimska af yður, Dobbs. Rér vissuð þó að eg
ætlaði að verða örstutt í burtu. Rví gátuð þér
ekki beðið? Hvaða erindi áttuð þér inn í búr-
ið? Eg hef þó sagt yður að vera ekkert að
gægjast þar inn. Nú sjáið þér hvað hefst af
því.«
»Já, mig logsvíður í hendina,« svaraði
skólameistari.
»Eg skal sækja kalt vatn — það dregur úr.
En hvað eg verð að hafa fyrir yður — þér er-
uð verri en sveitardrengur,« og með það fór
hún út að brunninum.
*Edik er enn betra,« sagði eg; »þarna er
flaska í búrinu — það er víst edik;« og eg tók
flöskuna, tók úr tappann og þefaði af. »Nei,
það er ekki edik. Rað er einiberjabrennivín.«
»F*á ætti eg að fá eitt staup af því — eg
hefði gott af því, Jakob, því eg finn til veiklu-
máttleysis í kroppnum; en flýttu þér Jakob, því
hún kemur et' til vill fljótt aftur sú gamla.«
»Súpið á flöskunni,« sagði eg, því eg sá
að skólameistari fór að fölna; »eg skal gefa
yður bendingu, þegar hún kemur.«
Skólameistari setti flöskuna á munn sér, en
rétt þegar hann var að fá sér vænan gúlsopa,
kom kerling inn um bakdyr á baki okkur; hún
kom þá leið til að sækja vatnsfat; hún var
komin inn á baki okkar áður en við vissum
af, seildist fram fyrir og hrifsaði flöskuna svo
hranalega af skólaméistara, að sumt af brenni-
víninu slettist f augu honum og blindaði hann.
»Nú, þetta var þá erindið inn í búrið, hr.
Dobbs,« sagði hún hryssingslega; »mér fanst
þetta, það verða furðu ódrjúgt í flöskunni, og
þó tek eg ekki nema eina teskeið á kvöldin
til þess að bæta uppþembuna, sem altaf er að
kvelja mig. Eg skal setja rottubogann upp aft-
ur og þér verðið að fá einhvern annan til þess
að gera við hendina á yður.«
sF’að var eg, sem tók hana, frú Bately;
það ætlaði að líða yfir skólameistara af sárs-
auka. F*að er æði gott fyrir hann að hafa ráðs-
konu, sem hefur vit á að hafa eitthvað styrkj-
andi til á heimilinu, því annars hefði hann
getað dáið. Pér sjáið þó ekki eftir þessari
meðalaögn ofan í skólameistara, úr því honum
skánaði.«