Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 18
258
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
aði kolli ánægjulega, og leit síðan njósnaraug-
um út um svefnherbergisgluggann, sem vissi
út að húsabaki.
Ekkert sást kvikt þar neðra.
Hann stökk upp í gluggann og því næst
niður ásvalirnar á neðsta lofti og svo tókst honum
að klifrast, líkt og köttur, niður á jafnsléttu.
»Svona nú, þá er maður hér,« tautaði hann
ánægjulega, »en hvert skal nú?«
Hann leit á úrið sitt og sagði:
»Klukkuna vantar 5 mínútur í þrjú; hæ,
hæ, það stendur þó svei mér vel heima, klukk-
an þrjú fer gufubáturinn til Karolinénbad,« —
það var fjölsóttur baðstaður upp með fljótinu,
hálfa mílu frá setuliðsborginni Ixenstadt, þar
sem saga þessi gerist — »þar líður þessi leið-
inlegi dagur þó fljótar að skömminni til.«
Jager lét efndir fylgja heiti.
Hann komst alla leið til gufubátsins eftir
stíg, sem lá með fram garðinum, milli borgar-
innar og sveitarinnar, án þess að nokkur yrði
hans var.
Hann komst fljótlega að því, að hvorki of-
urstinn hans, né nokkrir aðrir, sem vissu um
stofufangelsi hans, tvoru á gufubátnum. Hann
hljóp út lausabrúna, út í bátinn og hvarf brátt
inn í reykingasalinn, sem var nærri mannauð-
ur. Síðan brunaði gufubáturinn af stað upp
fljótið. Jager teygði úr sér á legubekknum, fékk
sér vindil og tók aðbúa til reykjarhringa eftir
venju og var svo sokkinn niður í hringasmíð
sína að hann vissi ekki fyr en gufubáturinn
var stansaður við bryggjuna í Karolinenbad
eftir hálfrar stundar ferð.
Hann lét hina gestina fara í land og fór
svo sjálfur með þeim síðustu. Á hinni mjóu
bryggju var töluverður troðningur af fólki, sumt
iðjuleysingjar, sumt baðvistarfólk, þar á meðal
þjóuustufólk og nýkomnir gestir, sem ætluðu
að fara með bátnum til baka. Jáger lautinant
lét hópinn minka á bryggjunni og fór svo síð-
ast í land.
En — hver þremillinn! Var þetta missýn-
ing? Herra trúr! — Á bryggjusporðinum var
maður á gangi í bláum einkennisfötum.
Lautinantinn þekti hann alt of vel, þennan
háa mann, með gráhærða hausinn, strítt yfir-
skeggið, og grá eldsnör augu.
Það lék enginn vafi á því, að það var of-
urstinn hans. Hvað var nú til ráða ? Auðvitað
fyrst, að stökkva út í skipið aftur; en það var
hægra ort en gjört, því að gufubáturinn var
farinn frá bryggjunni. Jáger ■ veifaði hendinni á
eftir bátnum, en það kom fyrir ekki. Hvað var
nú til bragðs að taka? Stökkva í vatnið og
synda burt? Nei, ekki dugði það, því að
skvampið myndi koma upp um hann, og þar
að auki hafði hann argasta viðbjóð á því að
fleygja sér í fljótið. Með mestu angist varð
hann að horfa á ofurstann snúa við á bryggju-
sporðinum og labba í hægðum sínum á móti
sér.
»Hamingjan hjálpi mér,« stundi lautinant-
inn upp, »Ferschke minn 'góður, bara að eg
hefði ekki yfirgefið þig.«
í þessum vandræðum kom hann auga á
ungfrú nokkra, sem auðsjáanlega var komin
með gufubátnum og beið eftir einhverjum.
Jáger hentist þangað í tveimur stökkum.
»Náðuga ungfrú, eg ætla að hætta á það,
að vera svo nærgöngull við yður, að biðja yð-
ur að gjöra svo vel og lofa mér að leiða yð-
ur hérna upp bryggjuna?*
Hún leit kuldalega við honum.
»Hver gefur yður rétt til þess, herra minn,
að — ?«
»Æska mín, náðuga ungfrú, og æska okkar
beggja. Eg skil það vel, að yður furðar á hátta-
lagi mínu, og bið yður mikillega fyrirgefn-
ingar, þar sem eg endurnýja bæn mína.
Neyð er enginn [kaupmaður og eg ákalla
yður í neyð minni. Segiðmér: Hafið þér nokk-
urn tíma orðið að sitja í stofufangelsi í 5 daga
samfleytt, í slíku veðri sem nú; en um hvað
er eg að spyrja yður! En sjáið þér til, náðuga
ungfrú, eg hefi í þessa fimm daga — það er
að segja, eg á að sitja heima í 5 daga, en
stalst út vegna leiðinda og þarna — sko, þér
sjáið manninn þarna í bláu einkennisfötunum,
sem eg hræðist miklu meira en Cherúb með