Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 20
260
NYJAR KVÖLDV0KUR
M ennf/ig’arþæ ttir.
Eftir miðja 17. öld má kalla að skriður
hafi farið að koma á framfararás mannkynsins.
Rað er eins og það fari að losna um hin and-
legu bönd, sem á því hvíldu eftir að hinum
langvinnu trúarstyrjöldum, er þjökuðu megin-
þjóðir Norður-álfunnar, slotaði með vestfalska
friðnum 1648, og fræðimennirnir fóru að hafa
frið til að hugsa í næði um hin helztu við-
fangsefni, sem lífið og mentunarþráin heimtaði
af þeim. Síðari hluti 17. aldarinnar er stór-
feld uppgötvanaöld, og leggur undirstöðuna til
framfara þeirra í vísindum og verklegum þroska,
sem mest hefur fram fleygt á 18. öld og því
sem af er hinnar 20. Hin nýja stefna vísind-
anna braut af sér að fullu þau bönd, sem
kirkjan og klerkaveldið hafði lamað þau með
þangað til, og síðan hefur frelsi hugsunarinnar
og vísindaleg röggsemi gengið eins og rauður
þráður í gegnum allar ransóknir hins nýja tíma
og greitt þeim veg til allra þeirra framfara og
uppgötvana, sem síðan hafa tekið við hver af
annari og skapað hinn nýja tíma, eins og hann
er nú.
Það er ótalmargt annað en konungar og
stjórnardeilur, valdaumbrot og styrjaldir, sem
skapa mannkynssöguna. En mest er um það
kent og ritað, en við það verður sagan ein-
hæf, torskilin og Ieiðinleg. Pað eru til ótal
stórviðburðir í sögunni, sem kasta henni miklu
meira fram en einn herskár og stjórnslægur
stjórnmálamaður, þó að þeir hafi lægra um
sig og vinni meira í kyrþey, cg í mínum aug-
um eru þeir, sem fundu gufuvélina, járnbraut-
irnar, ritsímann o. m. fl. miklum mun þýðing-
armeiri menn en Bismark og aðrir hans nótar,
þó að meira sé yfir þeim Iátið.
Eg hef því ásett mér að setja inn i Kvv.
fyrst um sinn nokkra þætti um ýmsar hliðar á
menningu vorra tíma, en fáort verður það að
vera og flestu að sleppa, því að sumt af því,
sem hér verður aðeins drepið á, er ærið efni
í heilar bækur, entil þess er hvorki rúm nétími.
I. Verzlun og samgöngur.
Ríkin og stjórnirnar hafa ekki æfinlega haft
góð áhrif á verzlun Og samgöngur á síðari
öldutn. Eftir því sem ríkin hafa látið meira á
sér bera og til sín taka, hafa þau þurft á meira
og meira fé að halda, og hafa því svipazt eft-
ir því með mestu kappi, hvar væri um auðug-
astan garð að gresja til féfanga; fanst þeim þá
að þar væri vegurinn opnastur, sem verzlun
og viðskifti kæmu til greina; skapaðist svo upp
úr því kenning sú, er fjárveltukenning (Merk-
antílisme) nefnist, og mest var fylgt á 17. og
fyrri hluta 18. aldar. Rau vonuðu sér mests
gróða af þeirri stefnu.
Fjárveltukenningin segir, að auður einnar
þjóðar verði mældur og metinn eftir því, hvað
mikið af góðmálmum : gulli og silfri, er í veltu
manna á milli í landinu. Var því reynt að
draga svo mikið gull og silfur inn í löndin
sem auðið var; þetta gat ekki fengist með land-
búnaði, því að hann sér landsbúum að mestu
fyrir daglégum þörfum og lætur aðeins lítið
eitt af óunnum efnum, t. d. ull, af mörkum
til iðnaðar; þóttust menn því ekki þurfa að
styðja landbúnaðinn meira en svo, að hann
gæti fullnægt þeim þörfum, sem þegar er getið.
En það var aftur álit manna, að sú skylda hvíldi
á stjórnunum að styðja sem mest námarækslu
og efla þannig iðnaðinn, til þess að sem mest
væri hægt að flytja af vörum til útlanda að auð-
ið væri. Menn hugðu að hentugasta ráð til þess
að koma þessu fram væri það að veita einka-
réttindi eða einokun, verðlaun, styðja með lán-
um og fjárframlögum, einkasölu, setja að- og
útflutningsbann á ýmsa hluti, gera verzlunar-
samninga o. s. frv.; það eru með öðrum orð-
um nærfelt alveg sömu aðferðirnar, sem enn
er víða beitt til þess að stækka markaðinn fyrir
vörur lands síns. Samkvæmt þessu var leyfður
aðflutningur á óunnum efnum til iðnaðarins,
en alt gert til þess að gera útlendum iðnaði
sem torveldast fyrir að verða fluttur inn í lönd-
in. Verzlun við útlönd var studd svo sem verða
mátti, en innanlandsverzlun var mjög vanrækt,
af þvf að hún jók ekki. peningastrauminn inn