Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 1
JAKOB ÆRLE6DR.
Eftir Fr. Marryat.
NÍTJÁNDI KAPITULI.
Heimsóknir.
Eitt hið fyrsta, sem eg gerði, eftir að eg kom
héim var að heimsækja gamla Tuma og segja
honum frá því að syni hans liði vel. Eg lét
það ganga fyrir því, að fara til Drummonds,
þó að mig langaði nú þangað, gekk því ofan
að brú og fékk mér bát. Rifjaðist þá upp fyrir
niér, hvernig eg hafði oft róið undir öðrum,
þegar eg sat á afturbekknum og lét róa undir
mér upp ána. Veður var hið fegursta og heitt
af sólu. Eg þekti hvert hús, hvern odda — alt
voru þetta gamlir kunningjar. Loks sá eg hilla
undir hús gamla Tuma, sá spjaldið hans: »Bát-
ar gerðir eftir pöntun,« og hálfi báturinn stóð
þar enn uppá enda. Eg lét ferjumanninn fara
aftur, þvf eg sá að gamli Tumi var að vinnu
sinni og hökti í kringum bát á hvolfi. Kona
hans sat í hálfa bátnum, sólaði sig og reið
net í ákafa. Bæði voru þau svo sokkin niður
* vinnu sína, að þau urðu ekkert vör við að
eg kom að landi, svo eg læddist inn með hús-
inu og faldi mig á bak við bátiun og hlustaði
svo á samræðu þeirra.
»Eg er núáþví að þessi, bátur verði ald-
rei þéttur, þó allir naglar frá Birmingham
færu í hann,« sagði gamli Tumi og hætti
snöggvast að berja, »þetta er grautfúinn skratti
°g heldur ekki nöglum. Nú er eg búinn að
setja hér aukafjöl inn í framyfir það umsamda,
°g ef eg set ekki aðra hér, flýtur hún aldrei
a^ eilífu.«
»Nú, settu þá fjöl í hana,« sagði hún.
*Eg aetla að gera það, en mér finst eg
muni 'skaðast meira en hagnast á þessari að-
N.Kv. VII. 11
gerð. Eg fæ það aldrei borgað eins og það
lcostar með sjö shillingum og sex pensum.«
Og svo fór hann að syngja:
»Sjómaðurinn frjáls og frí
fleytir sér á öldum,
en á landi ótal ský
anda vindi köldum. —
Þar er enginn okkar frjáls.
allir bera hlekk um háls.«
»Ekki er nú þetta satt hjá þér,« sagði frú
Beaseley. »Var ekki drengurinn okkar pressað-
ur í herþjónustu — hvernig geturðu þá talað
um að vera frjáls og frí.<
Tumi svaraði því syngjandi:
»Engin njósnaraugu vaka
yfir hverju viki þar,
við gleymum þar öllu eins og það var,
og ekkert látum á hug vorn taka.«
»Nei, það er satt — engin njósnaraugu vaka
þar,« sagði hinn; nú getur vel verið að hann
liggi dauðveikur eða sár, og ekkert móður-
auga vakandi til að gæta hans. En hvar sem
hann er, þá man hann eftir okkur og hugsar
til okkar og elskar okkur meira en nokkurn-
tíma áður.«
»Því trúi eg vel,« svaraði Tumi, »ef hann
hefur ekki annað að gera. En góður háseti
verður nú að hafa hugann við sitt verk, en
ekki út um hvippinn og hvappinn. En vittu
til, kelli mín, hann kemur heim aftur.
Á himnum er engill svo unaðarblíður,
með ástúð hann vakir og gætir hans vel.«
»Guð gefi það,« sagði ’hún, þurkaði sér
um augun með svuntuhorninu sínu og fór aft-
31