Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Síða 24
264 NYJ^R KVÖLDV0KUR er langtilþrifamesta persóna sögunnar, ágætur bóndi með ósviknu íslenzku þoli og þreki, heitur í hjarta en ber það ekki utan á séri sannarlegt mikilmenni; en ekki verður séð að hann hafi haft neina mentun af bóklestri út- lendra fræða, og eru því trúarskoðanir hans tæplega samsvarandi þeirri tíð. Skynsemistrúin náði ekki hingað fyr en nokkru síðar, og festi varla fyrst rætur hjá ómentuðum bænd- um — og það verður ekki séð að Gísli hafi haft mentun. En þetta gerði nú ekki svo mik- ið til, því Gísli er ágætur. Olafur í Efra-Hvanni er líka ágætur í sinni röð, heldur lítilmenni en laundrjúgur og finst heldur til ef hann kynni að geta orðið tengdafaðir prófasts. Ingibjörgu er vel lýst og eðlilega, hvernig aðdáunin á séra Jóni og virðingin fyrir honum villa hana um stund og telja henni trú um að hún elski hann eins og ung stúlka þegar hann heimskast til að fara að biðja hennar. En sönn er hún ekki fyr en hún er orðin húsfréyja á Geirlandi. Þang- að til veður hún í villuljósi. Rað hefði verið ágætt efni fyrir höf. að gera fjörugan kafla með ágætri lýsingu út úr þjóðlífinu með þessum éinkennilegu lifandi orðum og tilsvörum manna í milli, þegar þeir eru að seladrápinu. En þar dottar Höf. undarlega, gerir úr því orðhaga lýsingu, en missir allan merginn út um greipar sér. Par var þó gott efni fyrir og þakklátt, ný hlið sem enginn hafði lýst fyrri. Sannast að segja þykir mér þessi bók einna lélegust af sögum Jóns Trausta. Landsuppdrátt hefur hann gert eða látið gera af sögusvæð- inu; það er að vísu gott, úr því rómaninn á lika að vera saga, eða hann er að rita sögu í rómansformi. En kortið er svo óglögt að erfitt er mjög að átta sig á því; betra kann það að vera en ekkert, og víst gott með lesgleri. En sagnabálk þenna verð eg að segja langt á baki Heiðarbýlissögunum, og vil eindregið ráða höf. til að snúa sér aftur að nútíðarviðfangsefnum. Þar á hann heima og vonandi, að vér eigum eftir að sjá margt gott frá honum á því sviði. í sambandi við þessa sögu get eg ekki að mér gert að minnast á aðra skáldsögu þó að ekki hafi hún verið send Kvv. til umsagnar. Ran er Á heimleið eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Að vísu er saga þessi einskonar fylgnisrit (tend- ensrit), ritað í stefnu hins innra trúboðs, og á móti stefnu hinnar nýju guðfræði, til þess að sýna, hvað fánýtu undirstöðu hún leggur sál- arlífi mannsins, þegar í harðbakkana slær. Höf- uðpersónurnar eru ungur prestur, nýguðfræð- ingur, og ung stúlka, hjúkrunarmær, sem hefur orðið snortin af trúboðsstefnunni og fylgir henni. Presturinn er ástfanginn af stúlkunni og hún líka af honum, en hún er ófáanleg til þess að vilja giftast honum á meðan hann heldur við trúarstefnu sína. En svo komu ýms atvik fyrir, sem sanna prestinum fánýti kenning- ar hans, svo að hann hallast að fullu að hinni eldri guðfræði, og það dregur saman með þeim til fulls. En sagan er einkarvel rituð, lát- laus og öfgalaus á allar hliðar, viðburðir og atvik eðlileg og efnismeðferð öll ljós og nátt- úrleg. Skapeinkunnir fólksins fábreyttar og halda sér vel, og flestar persónurnar lesnar út úr óbreyttu og algengu sveitalífi, alveg eins og fólk er flest; presturinn er bezti maður, og enginn fantur eða illmenni er þar til — aðeins einn kærulítill drykkjumaður, sem auðvitað deyr í syndum sínum, sem eðlilegt er. ^Lýsingarnar út úr sveitalífinu kannast víst flestir við — þær eiga alstaðar eða víðast hvar heima. Stefna bókarinnar er þessi, að sýna hvað alt er fá- nýtt nema gamla 17. aldar guðfræðin, og und- arlega innanmagur og ráðalaus verður prest- urinn, þegar hann er að tala við Guðlhund í dauðanum; það er eins og hann týni þá hjart- anu, týni Guði og kærleika hans, muni ekkert eftir dæmisögunni um glataða soninn — en hún er engin 17. aldar eða trúboða-guðfræði. En þó maður fallist ekki á alt, sem sagt er í bókinni, hefur margur gott af að lesa hana og athuga, og þess er hún fyllilega verð að hennar sé getið og með henni mælt með hin- um. /- /•

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.