Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 19
VILTI-JAGER. 259 'ogandi sverði fyrir himnaríkishliði ? — Rað er ofurstinn minn. Aumkvist því yfir mig, eg grát- bæni yður.« »Herra minn, eg get ekki skilið hvað mér kemur við stofufangelsi yðar og ofursti.........« »Jú, þér skuluð undir eins fá að skilja það. Hjálpið mér að eins í 5 mínútur, á meðan eg er að komast framhjá þessari bannsettri Skyllu °S Karybdis. Eg lofa yður upp á æru og trú að yfirgefa yður, ef þér hreyfið svo mikið sem einn fingur í þá átt, við næsta strætishorn.* Jager hafði gripið tösku ungfrúarinnar og sjal á aðra hönd sér, og bauð henni mjög svo fiddaralega hinn arminn. Ungfrúin lét tilleiðast Vegna þess, hve angist hans var bersýuileg, af augnaráð; og hátterni hans að dæma, og svo héldu þau af stað á móti ofurstanum, fullum fetum. Bryggjan var nú alveg auð og tóm, svo að ofurstinn hlaut að reka augun í þau er minst varði. Lautinantinum fanst hjartað vera á leiðinni °fan í buxurnar, á meðan á þessu stóð, þótt bann að öðru leyti kynni hvergi að hræðast. Aftur á móti tókst honum að koma af stað samtali á milli sín og fylgikonu sinnar. ^au voru nú í nánd við ofurstann. Hann leit á þau kæruleysislega, en stóð síð- an við og starði fast á þau. Ofurstinn greip °fan f vasa sinn, og setti upp gleraugu. “Ah,« rumdi í honum rétt svo heyra mátti, ' bað er áreiðanlegt.« Hann gekk nokkrum skrefum nær þeim. á heyrði hann sér til mikillar furðu ókunna rödd, sem sagði: *Já, mín náðuga ungfrú, það er víst, að við ferðafólkið erum hrjáðustu ræflarnir á jarð- ríki. _4 f*etta var þó alls ekki rödd Jágers lauti- nants, en samt svona líkur honum að útliti, báralit o. s. frv. Nei, það gat ekki leikið vafi a Því, að röddin var auðvitað uppgerð. *Bíddu við, drengur minn,« hugsaði of- Urstinn og færði sig nær. *Herra lautinant!« drundi í ofurstanum. Andlit von Jáger sást hvergi bregða, en hann fann að hönd ungfrúarinnar titraði og hún hvíslaði með lágri rödd: »Það er’til einskis, hann hefir þekt yður, þér eruð glataður.« »Ekki enn þá,« hvíslaði hann og hélt svo áfram samræðunni. Pá heyrði hann skyndilega þungt fótatak, hönd var lögð á öxl hans og hann heyrði hina reiðilegu rödd yfirmanns síns drynja í eyrum sér: »Herra Iautinant, hvað eiga þessi undan- brögð að þýða. Viljið þér gera svo vel og skýra fyrir mér . . . .« Jáger leit á hann með óskammfeilnislegri uppgerðarundrun, ágætlega leikinni: »Fyrirgefið herra minn, þér farið auðsjáan- lega mannavilt. Eg hef, því miður, ekki þann heiður, að vera lautinant, Með yðar leyfi,« — hann tók kurteislega ofan — »Agúst Schröd- er, eftirmaður þeirra Neumeyer & Comp. vindla- verzlunarfélaga. — Ef þér ef til vill þyrftuð á vindlum að halda, þá vildi eg gjarnan . . .« Ofurstinn hopaði til baka steinhissa og ösku- vondur. »Nei, annað eins hefir aldrei komið fyrir mig,« tautaði hann út á milli tannanna. Ferðamaðurinn brosti í kampinn og svar- aði kæruleysislega: »Já, menn eru stundum svo nauðalíkir, herra minn, en minn er heiðurinn,« svaraði herra Ágúst Schröder og tók ofan hattinn kurteis- lega og prúðmannlega um leið og hann rétti ungfrúnni hendina, sem hafði vikið sér til hlið- ar, fyrir hræðslu sakir. Svo héldu þau óhind- ruð áfram leiðar sinnar og hurfu fyrir næsta götuhorn. Pegar þangað var komið, datt þeim fyrst í hug, hve hlægilegt þetta hefði verið og ráku upp skellihlátur. »Það má þó segja,« tók ungfrúin loksins til orða, »að þér hafið ráð með að draga yð- ur upp úr forarpollinum á skotthúfuskúfnum, líkt og Múnchhausen forðum. Rér eruð annars útfarinn krókarefur.« (Framh.) 33*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.