Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 21
MENNINGARÞÆTTIR.
261
í Iandið. Þessi kenning kom fyrst frá Sully
ráðgjáfa Hinriks 4. Frakkakonungs, en náði sér
á fastan fót í Englandi undir stjórn Oliver Cróm-
wells (1649-58) og í Frakklandi undir stjórn Je-
an Colberts (f 1685), og réð miklu jafnvel
fram á 19. öld, og hefur nú undir lok 19. ald-
arinnar verið tekin upp að nokkru í nýrri mynd
bæði í Bandaríkjum Norðurameríku og í Þýzka-
landi undir stjórn Bismarks, og hafa öll ríki
Norðurálfunnar nema Éngland gengið í það
samband; þessi stefna heitirnú verndarstefna (Pro-
tektionisme) og þykir mikiðtil hennar koma nú.
Um leið og innanlandsverzlun þjóðanna
laut í lægra haldi fyrir utanríkisverzluninni, og
var auk þess þjökuð með tollum, var einnig
vanrækt að halda við góðum þjóðvegum. Meiri
stund var lögð á að gera ár skipgengar og
§rafa skipaskurði; var það fyrst gert í Lang-
barðalandi og serkneska Spáni, síðan í Frakk-
landi á dögum Hinriks 4., og gekst Sully mest
tyrif því, og svo í Englandi. Síðari hluti und-
anfarandi alda hefur orðið mestu skipaskurða-
°*d. En þó mikið væri að því gert þá, hafa
Þó mestu stórvirkin verið gerð í þá átt á síð-
ari hluta 19. aldar: Suezskurðurinn mill Rauða-
hafs og Miðjarðarhafs, Eystrasaltsskurðurinn
nokkru fyrir sunnan Danmörk og nú síðast
Panamaskurðurinn í Miðameríku.
Fjárveltukenningin átti að mestu rót sína
aó rekja til þeirrar tröllatrúar á peningunum
°g peningaveltunni, sem kom upp eftir að
gull- 0g silfurflóðið frá Ameríku kom hér inn
1 álfuna á 16. öld; þá hæftu menn að vilja
óúa að sínu, búseignum og búsafurðum, eins
°g á miðöldunum, og héldu að öll sæla væri
^ólgin í peningaeign og peningarnir urðu stærsta
slórveldi heimsins.
I fyrstu kom ameríska gullið aðéins frá
^esturindíum og Miðameríku, en síðan frá
^lexikó og Perú. En eftir að silfurnámurnar
taiklu fundust í Taskó 1822 kom silfrið með,
°g þegar menn fundu aðferð til þess að ná
silfrinu úr málmgrjótinu með hægu móti, jókst
silfurframleiðslan ákaflega. Nú fengu menn silf-
Ur frá Perú, Mexikó, Chile, og gull frá Nýju-
Granada, Brasilíu, Virginíu, Norðurkarólínu og
Úralfjöllum; svo óx málmíramleiðslan svo mjög
með hverri öld, að framleiðsla á góðmálmuríi
sextugfaldaðist á þrem öldum.
Af þessari miklu framleiðslu á gulli og
silfri leiddi það, að allar vörur og nauðsynjar
þækkuðu ákaflega í verði, og fimmfölduðust
sumar vörur að verði á sama tíma á sumum
stöðum. Til allrar hamingju varð ekki þessi
hækkun alstaðar á sama tíma, og ekki alstað-
ar jafnmikil. Fyrst varð hennar vart á Spáni,
síðan á Frakklandi og Þýzkalandi og síðast á
Englandi, en alstaðar var orsökin hin sama:
að um leið og jókst aðflutningur á góðmálm-
um, þá féllu þeir í verði.
Meðan lítið var um gull og silfur, eins og
á miðóldunum, hækkuðu þau altaf í verði alt
fram að 1510; þá fóru þau aftur að lækka, en
fór mjög hægt fyrst um sinn, en svo fór lækk-
uninni að hraða undir 1600, og höfðu þau þá
þegar lækkað um 150 til 200 %; meó öðr-
um orðum: flestar vörur höfðu þrefaldast í
verði. Rað tjón, sem af þessu leiddi, varð
fyrst tilfinnanlegast jarðeigendum þeim, er höfðu
bygt jarðir sínar fyrir peningaleigu, einkum í
Englandi, því að byggingartíminn var þar venju-
lega afarlangur. Hinn lægri aðall lenti þá 'líka
í fjárþröng og skorti, svo að hann varð að
gefa upp sjálfstæði sitt og gekk svo í þjónustu
þjóðhöfðingjanna og myndaði svo þenna svo-
nefnda hirðaraðal, sem svo mikið var af á 17.
og 18. öld, og gerðist eftir franskri fyrirmynd.
Ekki kom þetta síður hart niður á fátæk-
lingunum, því að þeir mistu oft við þetta það
litla sem þeir áttu og varð svo bæði atvinnu-
laust og afkomulaust, því að aðrar atvinnu-
greinar nægðu ekki öllum þeim, sem þurftu
atvinnu með en fengu ekki. Ýinsir atvinnulaus-
ir menn réðust því í þjónustu þjóðhöfðingjanna,
og margir letingjar flæktust þá með, og varð
þetta mjög til þess að stofna hinn fasta her í
löndunúm. Fátæklin varð á þenna hátt að átu-
meini í jjjóðunum; og til þessa tíma má rekja
upphaf öreigamúgs þess, sem hvílir enn í dag
eins og mara á þjóðunum í Norðurálfunni.