Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 23
BÓKMENTIR. 263 Bókmentir. Nú er ut kominn síðari hluti sagna Jóns Trausta frá Skaftáreldi og heitir sú bók Sigur lifsins. Hún er viðlíka mikil að fyrirferð og hið fyrra bindið, en alls ólíkt því að efni. Fyrra bindið hafði til meðferðar þenna hrilca- •ega viðburð, er líklega hefur óttalegastur ver- ið og afleiðingaríkastur á landi hér síðan svarta- dauða. Tók hann þar með skáldatökum á hin- um geigvænlegu firnum, er eldurinn flóði yfir héraðið, og náði hann þar hæstu tökunum og dýpstu tónunum í eldmessulýsingu sinni, enda mun hann þar hafa komizt hæzt að list sinni. En margar misfellur voru á bókinni sem lista- verki í heild sinni, lýsingarnar á eldflóðinu og hrauninu ofmargar og oflíkar hver annari, að- eins með öðrum orðum, og sumstaðar aðeins saga, sem veik alveg frá öllu skáldlegu sniði að öðru en því að þar var tylt á skáldlegum sh'l. Og æfintýri það, sem vafið var inn í sög- una var ekki svo gott sem skyldi; sagan og æfintýrið fórust ofmikið hjá — það var oflaust samband þeirra í milli til þess að það yrði nokkur heild úr því. Og mörgu var þar kom- ið að, sem betur hefði verið óritað, af því að Það kom efninu ekkert við og hafði engin á- hnf, sem ekki var hægt að komast hjá, t. d. henni Guðfinnu, sem hvorki er ímynd eldsins né sönn eftirmynd forneskjunnar, heldur aðeins ~~ eg veit ekki hvað — að minsta kosti blettur á bókinni. F*að er það vægasta sem um það kvendi verður sagt, Og hætt er við því, ef krufin væri til mergjar forneskja Ólafs og bor- in saman við foneskju þá, er þá var tíð, stand- ’st það ekki alt; en það skiftir nú ekki miklu. Fyrri hluti bókarinnar skilur við alt í kalda- k°li. Og í kaldakol fara og vonir Vigfúsar. f*að er hið eina, sem fer saman af umbrotum náttúrunnar og umbrotum hjartnanna. Séra Jón Steingrímsson hefur birzt sem guðs og trúar- >nnar hetja og bjargvættur manna í bágindun- Um bæði til sálar og líkama, þrátt fyrir bann- setta »hárkolluna« úr Leysingu. Síðara bindið beldur að nokkru efninu áfram, enda þótt nær- felt engar af persónum fyrri sögunnar komi þar fyrir, nema séra Jón Steingrímsson. Sagan heitir Sigur lifsins, og á að sýna livernig alt rétti við aftur eftir allar hörmungarnar sem á undan voru gengnar. Bókin byrjar mjög vel, lýsir ástandinu vorið eftir og ferð séra Jóns Steingrímssonar til þess að sækja slyrktarfé til stiftamtmanns. Ressi kafli bókarinnar er ágæt- lega saminn, og virðist lýsa mjög rétt og vel hag manna, eins og við var að búast að hann væri eftir harðindin. En svo dottar sagan furð- anlega úr þvi að mestu til enda; það verður séra Jón Steingrímsson einn, sem er höfuð- persónan, æfisaga hans í 3—4 ár sem þar er sögð, og skjótast aðeins inn í hana einstakir smákaflar, sem dálítið líf er í, einkum þar sem Gísli á Geirlandi kemst að, og enda koman að Setbergi. En mestöll bókin er samhengis- litlir kaflar, sem hanga saman á séra Jóni Stein- grímssyni og 'kvonbænabasli hans. Höf. hefur látið um of leiðast af öllu voli og barlómi séra Jóns í síðari hluta æfisögu hans, og kom- ist inn á þá óheillagötu að gera séra Jón á endanum að lítilmenni — hann minkar altaf að sama skapi sem líður á söguna. Þetta gerir það, að sagan verður alls ekki sigur lífsins, heldur sigur eymdarinnar og vesaldarinnar. Hvað heilsulítill sem séra Jón kann að hafa verið, og hvað sem honum kann að hafa bráð- legið á að gifta sig til þess að losast við ilt umtal og fá sér hjúkrunarkonu, og hvað óviss sem hann kann að hafa verið f því, hverja hann vildi — þá mátti ekki setja það svona fram. Dauðveikur maður, sem liggur i rúminu annan sprettinn og veit að hann er ólæknandi, verður hlægilegur, þegar hann er á milli f sífeldu kvonbænabrutli, kominn um sextugt, og hugsar um bráðungar stúlkur. En hlægi- legur má séra Jón með engu móti verða. Hann er svo giæsileg guðs og manna hetja í eldin- um, að vér dáum hann þar. Og han á það skilið—bæði eins og hann var og eins og höf. setur hann þar fram. Hann verður að vera sama hetjan áfram, hafa sömu yfirburðina, þótt veikur kynni að vera. Gísli á Geirlandi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.