Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 1
JAKOB ÆRLEGUR. Eftir Fr. Marryat. TUTTUGASTI KAPITULl. Alvara. — Sögulok. Eg reri upp eftir ánni til þess að hitta hr. Wharnecliffe og borða hjá honum eins og eg hafði lofað. En á leiðinni datt mér í hug að koma við hjá Stapleton og hitta Marý, og vita hvort hún væri orðin eins tilfinningarlaus lausa- 8°pi eins og mér var sagt, því að ef það reyndist satt að vera, ásetti eg mér, ef mér tækist að frelsa Tuma, að gera alt, sem í mínu Valdi stæði, til þess að fá hann til að segja skilið við hana að fullu. Eg var svo reiður v>ð hana, að eg gekk langa stund um gólf úti W þess að jafna mig áður en eg fór inn. Peg- ar eg kom upp, sá eg að Marý sat þar yfir Psppírsörk, sem hún hafði verið að skrifa á. tttín leit upp, þegar eg kom inn, og sá eg N, að hún hafði grátið. *Marý,« sagði eg, »fallega hafið þér efnt Það, sem þér lofuðuð mér, þegar eg kom hér s>ðast. Nú sjáið þér, hvaða raunir ogjfhörm* Ung þér hafið leitt yfir alla, nema sjálfa yður.« »Nema sjálfa mig! Nei, jakob, takið mig ekki undan. Eg er nærri frávita — eg held eg Sangi af vitinu, því að mín heimska er öllu vti fjær,« — og Marý grét beisklega. sNei, þér hafið énga afsökun, þér hafið hagað yður ófyrirgefanlega illa. Tumi lagði alt 1 sölurnar yðar vegna, meira að segja strauk, °g við því liggur dauðahegning eftir lögum. °g svo hafið þér notað hina takmarkalausu asf hans til að slengja honum út í óhófið og |e>ða hann til að ganga í herinn út úr örvænt- lngu. Og nú ætlar hann til Ameríku og lendir Þar í herdeild, sem gula sýkin hefur fækkað stórum, og hann kemur aldrei aftur. Pannig N. Kv.VIl. 12 verðið þér bein orsök í dauða hans — og ég er hingað kominn, Marý, til að segja yður, hvað eg fyrirlít yður.« »Eg hef viðbjóð á mér sjálf og fyrirlít mig,« svaraði Marý I örvæntingu, »eg vildi eg væri dauð. Ó, í guðs bænum, Jakob, í guðs- bænum, reynið þér að fá hann heim aftur. Pér getið það — eg veit þér getið það, þér hafið peninga og alla hluti. « »Pó mér tækist það, skín yður lítið gott af því, Marý; þér skuluð ekki lengur hafa hann að leikfangi, og eg skal ekki hreifa hönd til að fá hann lausan fyr en hann hefur svarið mér þess dýran eið að tala aldréi framar orð við yður.« »Pað getur ekki verið alvara yðar,« svaraði Marý, strauk hárið frá enninu og lét höndina hvíla á höfði sér — »guð minn góður, mikil dauðans ólánsskepna get eg verið. Æ, Jakob, heyrið mig nú«— og hún féll á kné og greip hönd mína — »frelsið þér hann og Iofið mér aðeins einusinni að sjá hann, og eg lofa yður því við alt sem er heilagt, að eg skal biðja hann fyrirgefningar knéfallandi, eins og eg bið yður nú hins sama. Eg skal gera alt, sem hann heimtar af mér, ef hann aðeins fyrirgefur mér. Mér er ómögulegt að lifa án hans,« »Ef það er satt, Marý — í hvaða vitleysu- fáti hafið þér þá farið svona að, eins og þér hafið gert?« »Ó, það var meira en vitleysufát að fara svona að við eina manninn, sem eg hirti um að lifa fyrir. Pér segið að Tumi elski mig — eg veit hann gerir það. En eg elska hann miklu heitara. Ó, guð minn góður, hjartað í mér ætlar að springa.« Hún beið ögn við og sagði: 34

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.