Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 20
284 NÝJAk KVÖLDVÖKUR. ingunni. Að því loknu snéii hann sér að Jáger flokksforingja. Hann varð að halda á öllu sínu þreki til þess að geta horft í augu honum. »Herra v. Jáger fIokksforingi,« byrjaði hann, »eg þarf þar að auki að beina nokkrum orð- um til yðar sérstaklega.« »Nú byrjar ballið,« hugsaði Jáger með sjálfum sér, »jæja, fari það altsaman norður og niður!« »Mér hefir geðjast framúrskarandi vel að herflokk yðar, bæði hvað ágæta stjórn og liðlegar hreyfingar snertir. Eg læt hértneð ánægju mína í ljósi yfir yður. Ennfremur nota eg tæki- færið til þess að auglýsa yður, að ritdómur yðar um herþjónustufrumvarpið hefir eigi að- eins fallið mér vel í geð, heldur og þeim, sem yfir mig eru settir.« Majórinn hélt áfram enn, en Jáger heyrði ekki meira. Honum fanst völlurinn snúast í hring og það, sem hann heyrði hljómaði sem sigurhrós i eyrum hans. Hann fann ekkert orð yfir hugsanir sínar og hina innilegu gleði, svo að hann lét sér nægja að hneigja sig. Hann var líka fálátur á heimleiðinni, þótt félagar hans óskuðu honum til hamingju rneð þennan dag. Um kvöldið við máltíð í hermannaskálanum fékk Jáger fyrst tækifæri til þess að þakka majórnum fyrir með- mæli hans. En hinn hávelborni majór vék honum lítið eitt afsíðis og hvíslaði þessum orðum í eyra hans: »Meðal annara orða, hvar elur Agúst Schröder, eigandi verzlunarfélagsins Neumeyer & Co. manninn, nú sem stendur, herra flokks- foringi?« Jáger leit hreinskilnislega í augu majósins og mælti: »Dauður er hann, dauður og graf- inn og »vilti Jáger« með honum.« »Rað gleður mig að heyra«, mælti ofurst- inn, og tók vingjarnlega í hönd Jágers, »að slíkur þorpari skuli vera dauður fyrir heiðar- legu loforði góðs drengs. — En eg er annars með boð til yðar frá ungfrú Kathe Tonndorf.« Jáger hrökk við. »Ungfrúin var þá ekki dóttir yðar, herra majór?« spurði hann. »Ó, jú, það var hún nú reyndar, herra flokksforingi!« svaraði majórinn. »Ungfrú Kathe v. Lanckwitz, dóttir v. Lanckwitz yfirmajórs og gózeiganda á Lanckwitz og Tonndorf.« »A, nú skil eg loksins, en hver eru svo skilaboðin?« »Ungfrúin biður að heilsa yður og bað mig að spyrja yður, hvort yður mundi ekki langa til að fá að kynnast andaræktinni sinni á stað og stundu.« Jáger hló. »í slíka andaveiði, sem eg komst forðum í, langar mig ekki aftur, en að öðru leyti væri mér hin stærsta ánægja að mega endurnýja kunningsskapinn við hana.« Sagan af »vilta Jáger,« er nú eiginlega á enda, en af »tamda Jáger« er það að segja, að hann var hafinn um veturinn upp í foringja- stöðu við eitt af herfylkjunum, en um vorið fékk fyrverandi ofursti hans svolátandi bréf: »Hávelborni, háttvirti herra ofursti! Hérmeð veitist rnér sá heiður að tilkynna yðurtrúlofun mína og ungfrú Kathe v. Lanck- witz, dóttur hins háttvirta stórfylkisstjóra okkar, sem er núverandi yfirmaður minn. Unnusta mín fullyrðir, að hún sé yður kunnugri, en yður grunar. Hún þykist hafa mætt yður í fyrra í Karolinenbad og var þá í för með henni maður nokkur, að nafni Agúst Schröder, sem kvað hafa verið mjög líkur mér — eftir því, sem þér höfðuð sagt. Unnusta mín biður yður að erfa eigi þykkju við þennan herra Schröder — þótt haun eigi reyndar að hafa framið ýms strákapör undir nafninu »vilti Jáger« — því að þess ber að geta, að hann mun fyrir löngu hafa bætt ráð sitt. Eg iegst á eitt og hið sama með henni og bið yður umfram alt, herra ofursti, að strika stórt strik yfir skuldareikning hans í skuldabók yðar og fyrirgefa honum glappa- skot þau, sem hotium kunna að hafa orðið á, áður en hann lærði að meta réttilega nægjusemi þá, sem sprettur af heiðarlegri vinnu. Ef þér vilduð verða við þessari ósk okkar myndum við verða yður æfinlega þakklát. Yðar Rudolph v. Jáger og Kathe v. Lanckwitz.*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.