Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 16
280 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. en um leið varð hann var við heiðbláa glampa sem brá fyrir hægra auga hans, og í sama vetfangi stökk hann á fætur og starði yfir á strætið. »í hamingju bænum,* hrópaði Jáger hálf- hátt. »Sjáið þið, þarna er þá ofurstinn minnli F*að stóð heima, á strætinu hinumegin fór vagn, með einum jálk fyrir, og í vagninum sat ofurst- inn ygldur á brá. Um leið og hann fór fram hjá veitinga- skálanum, leit hann við og sá Jáger, og djöf- ullegt glott lék um varir hans. Jáger stökk upp eins og hann hefði verið stunginn, þaut út í garðshliðið og starði á eftir vagninum. »Það er áreiðanlegt að hann hefir í hyggju að halda til Jxenstein,« sagði Jáger, þegar hanu kom aftur. »Eg er glataður maður ef eg kemst ekki þangað á undan honum. Það er ekkert efamál, að hann hefir grunað mig og hefir svo fengið sér vagu og ætlar að heimsækja mig í hreiðri mínu. »Hver skollinn,« hrópaði gózeigandinn »það eru Ijótu vandræðin fyrir yður, eg vildi ekki vera í yðar sporum. Hvað ætlið þér að taka til bragðs?« »Ja, það veit eg ekki,« sagði Iautinantinn í vandræðum sínum. »Ekki dugar að fara á eftir honum, því að þótt eg gæti náð mér í vagn á svo sem 5 mínútum, þá yrði eg þó að fara framhjá honum til þess að komast heim. Það liggur aðeins einn akvegur til Ixen- stein. En bíðum við! Datt mér nú gott í hug: Vegurinn liggur í gríðarstóran krók, vegna engisins. Ef eg hlypi alla Ieið meðfram fljót- inu, stytti eg Ieiðina um fullan þriðjung. Eg verð því nð treysta á tvo jafnfljóta, og skilja við ykkur, vinir mínir, því tíminn er mér dýr- mætur. Eg bið ykkur að hafa mig afsakaðan.* Hann hneigði sig og þaut af stað. »Góða ferð!« hrópaði ungfrúin á eftir hon- um um leið og hann fór út um hliðið. Hún lyfti upp glasi sínu og horfði á eftir flóttamann- inum með brennandi augnaráði. Jáger sneri sér á hæli við þessa vingjarn- legu kveðju og hrópaði til baka: »Þökk fyrir vingjarnlegu ósk, sem eg vona að rætist!* Hann þaut út á eugið, sem náði langt upp í land, og takmarkaðist þar af bognum þjóð- veginum. Af rykmekki á þjóðveginum mátti ráða, að vagn ofurstans væri kominn góðan spöl á und- an. Lautinantinn hljóp alt hvað aftók. En hann mæddist brátt og svitinn rann í lækjum ofan eftir andlitinu á ho mm. Hann staðnæmdist snöggvast til þess ao blása mæðinni. »Hefði eg bara hest!« andvarpaði hann, með orðum Ríkarðs 3: »Hest fyrir heilt konungsríki!« Honum varð litið í kring um sig. Alt í einu kom hann auga á hest, sem gekk á beit, fyrir handan víðirunn. Það var reyndar gamall jálkur, sem var svo horaður að rifin skárust út í skinnið. En aldrei hafði nokkur veðhlaupahestur ver- ið honum kærari sjón en þessi húðarbikkja var honum nú. Skamt frá hestinum stóð eigandinn og var að heyskap. Jáger var á svipstundu kominn þangað. »Heyrið þér,« hrópaði hann í karlinn, sem ætlaði að ganga af göflunum af undrun: »Hvað kostar jálkurinn?® Manngarmurinn hélt vfst að Jáger væri að gera að gamni sínu og svaraði ekki. »Heyrið þér ekki maður,« endurtók Jáger, »eg er að spyrja hvað klárinn kosti?« Bóndinn studdist fram á kvíslina: »Þér ætl- ið þó ekki í alvöru að tala að kaupa klárinn?* »Jú, auðvitað ætla eg það, hvað viljið þér fá fyrir hann?« sagði Jáger og tók upp pyngju sína. »Nú jæja,« sagði karlinn loksins. »Klárinn kostar 100 mörk, bænda á meðal.« Lautinantinn fleygði 100 marka seðli í karl- inn. Auðvitað var það meira en tvöfalt verð fyrir klárinn, en hvað sakaði það? í einu vetfangi voru aktygin rifin af klárn- um og Jáger kominn á bak. Hann þreif í taum- ana rak hælana af alefii í síðurnar á klárnum og þaut svo af stað yfir engið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.