Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 18
282 NYJAR~KVÖLDV0KUR. undan honum. Hver þorparinn sem vildi, gæli komist hingað inn og stolið úr skápnum. Cg svo er eitt ennþá: Fyrir handan garðinn minn er húðarjálkur, sem situr um líf þitt. Fatðu með hann til næsta hestakaupmanns og reyndu til að fá eitthvað fyrir hann. En ef þú, þorp- arinn þinn, dirfist að selja slátraranum okkar þennan uppáhalds bardagahest minn, sker eg af þér eyrun. Skilurðu?« Nú tók að renna upp skilningsljós í höfð- inu á þessum ráðvanda þjóni. »Ó, Iautinant,« byrjaði hann. »Svona nú, haltu þér nú saman, góði minn! Ef þú ert nokkuð að orðlengja frekar um þetta, negli eg saman túlann á þér með hestskónögl- um. Þetta fer bara okkar í milli. Heyrirðu það?« Vegna grunsemdanna, sem Jáger hafði vak- ið hjá yfirmanni sínum, þorði hann ekki aftur að yfirgefa heimili sitt. Og þótt hann hefði nú þorað það, þá hefði Ferchke, sem gætti húsbónda síns með enn meiri dygð og trú- mensku en áður, hafa hamlað honum frá því. Að öðru leyti reyndi þessi ráðvandi þjónn að stytta honum tímann sem bezt. Allar fréttir úr borginni eða frá hernum flutti hann í skyndi heim. Pað komu líka fréttir, sem Jáger var ekki sama um. Daginn eftir að æfintýrið í Karolinenbad gerðist, hafði v. Lanchulitz yfirmajór og stór- fylkishöfðingi komið í fyrsta sinn til Ixenstein, hafði stefnt saman riddaraliðinu, haldið afar- mikla heræfingu og hafði svo loksins látið sýna sér alla flokksforingjana við máltíð í hers- höfðingjatjaldinu. Jáger beið óþreyjufullur eftir því að boð yrði gert eftir honum að koma líka fram á sjónarsviðið. En það var árangurslaust! Annaðhvort var hans ekki saknað, eða þá það, sem verra var, að ofurstinn hafði þulið alla syndarolluna hans upp við yfirmajórinn, og það var nú ljóta sagan! Hið eina, sem var Jáger til dægrastytting- ar, þessa leiðinlegu daga, var endurm/nningin um indælt meyjarandlit með stórum, bláum, viðkvæmriislegum augum. Síðustu orðin sem Jáger hafði heyrt af munni Kathe Tonndorf hljómuðu í sífellu í eyrum hans, bæði í vöku og svefni: »Góða ferð!« Sama kveldið og hann kom frá Karolinenbad, förina góðu, skrif- aði hann undireins bréf, þar sem hann sagði henni og föður hennar frá endalokum ferðar- innar. Hann stílaði bréfið til herra Tonndorfs gózeiganda úr Pommern, p. t. Karolinenbad, því hann þóttist vita að þau hefðu lekið sér viðdvöl þar í baðstaðnum. Daginn eftir kom bréfið til baka, endursent af póststjórninni, með póststimplinum ; »Ókunn- ugt heimilisfang.« Annað bréf, stílað til Pomm- ern, fékk sömu afdrif. Jáger dauðsá nú eftir því að hafa skilið við þessa kunningja sína, án þess að spyrja um heimilisfang þeirra, og var að reyna að finna upp öll möguleg ráð, til þess að komast að þessu. En áður en hann gerði nokkuð í þessu máli, fekk hann annað umhugsutiarefni, sem fekk honum nóg að gera. Pegar Jáger sagði til sín á skrifstofu ofurst- ans, að endaðri fangelsisvist sinni, bað þessi strangi húsbóndi hans hann að bíða nokkur augnablik, tók síðan skjal upp úr borðskúffu sinni og las upp það, sem hér segir: »Hérmeð fáið þér, hávelborni Hérra, til móttöku, frumvarp hermálaráðaneytisins um nýja niðurröðun riddaraliðsherþjónustunnar. Samkvæmt allrahæstu samþykki skal fela einum flokksforingja, sem hæfur er til þess, að gefa út skriflegt álit sitt á frumvarpi þessu og koma fram með þær breytingartillögur, sem honum virðist við eiga í hverju ein- stö'ku herfylki. Skal hann innan 14 daga fá mér ritið í hendur, með yðar milligöngu. Yður, hável- borni herra, ber að fela starf þetta á hend- ur yfirflokksforingja v. Jáger. v. Lanchwitz yfirmajór og herfylkisstjóri.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.