Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 10
2T4 NYJAR KVÖLDV0KUR. Chatham til að vera við dóminn. Hann stóð stutt yfir. Strokið var fuilsannað, en Tumi lagði fram skjöl sín og sannaði, að hann hefði verið ólöglega pressaður áður en námstími hans var á enda. Dómsatkvæðið féll svo, að hann hefði verið hindraður ólöglega við pressinguna og var sýknaður. Pað má geta nærri, hvað glaður eg var. Eg vottaði kafteininum og offiserunum þakkir mínar og fór síðan með Tuma, og gaf báts- mönnunum fimm gíneur til þess að drekka minni Tuma fyrir. Svo fór eg hið hraðasta heim til Lundúna, stóð við hjá Drúmmond, til þess að láta hann vita, hvernig komið var, og fór svo heim til mín. Þar vorum við svo um nóttina. Morguninn eftir rerum við svo ofan ána, Tumi var í fötum af mér og eg sagði honum að láta sem minst á sér bera meðan eg væri að búa fólkið undir komu hans; því eg vissi að bráð gleði getur verið hættuleg lífi inanna ofan í djúpa sorg. Fyrst vildi Tumi finna móð- ur sína, og var auðséð, að honum var í meira lagi órótt. Pegar við komum nærri bústað þeirra, bað eg Tuma að róa að, en láta ekki sjá sig mikið fyrst. Gamli Tumi var ekki við vinnu sína og alt var þögult. Eg gekk að hús- inu, opnaði það og sá þau sátu þar sitt hvoru megin við eldinn íeldhúsinu,eins og þau væruað sitja yfir reyknum sem rauk upp í skorsteininn. »Góðan daginn bæði tvö,« sagði eg, »hvern- ig líður nú, frú Beaseley?« »Guð hjálpi mér,« sagði frú Beaseley og þurkaði sér um augun með svuntunni sinni. »Seztu niður, Jakob,« sagði gamli Tumi, »nú getum við talað um hann.« »Já, nú er hann á himnum, auminginn,« sagði gamla konan. »Segðu mér, Jakob, sástu hvernig hann dó?« sagði gainli Tumi, »hvernig bar hann sig? Hvernig var hann ? Kvaldist hann lengi ? Og — Jakob — hvar hafa þeir grafið hann?« »Já, segðu okkur, Jakob, hvar líkið af aum- ingja drengnum mínum er,« sagði gamla kon- an snöktandi. »Getið þið þolað að tala um hann?« »*Við tölum ekki um annað en hann síðan við skildum við hann; það léttir svo,« sagði hún. »Og það gerum við þangað til við förum í gröfina.« sagði gamli Tumi. »Nú óska eg einskis lengur, en aldrei syng eg framar; það verður ekki löng æfin okkar héðan af. Hvað mig snertir,« sagði hann ennfremur og horfði niður á stúfana, »stend eg með báða fæturna í gröfinni. — En segðu okkur nú alt, sem þú veizt um hann, Jakob.« »f*að skal eg gera en það eru önnur tíð- indi en þið búist við. Tumi var aldrei skotinn.« »Er hann ekki dauður?« æpti gamla konan, »Ekki dauður enn?« sagði gamli Tumi, staulaðist upp, tók af afli í handlegg mér og hvesti á mig augun. »Hann lifir, og eg vona að hann verði sýknaður.« Frú Beaseley spratt upp af stóLnum, greip um hinn handlegginn á mér og sagði: »Eg sé — eg get lesið það út úr andlitinu á þér. Já, Jakob, hann er sýknaður og við fáum hann Tuma okkar aftur.« »þér segið satt, frú Beaseley, hann er sýkn- aður og kemur bráðum hingað.« Gömlu hjónin féllu á kné við hliðina á inér. Eg stóð upp og benti Tuma að koma, og beið hann ekki lengi boðanna, hljóp heim og í fang þeim. Svo gekk eg út, því að þetta raunalega samtal hafði liaft lamandi áhrif á mig, og var æði lengi úti, og kom svo inn aftur. Gömlu lijónin tóku í hendur mér og jusu yfir mig blessunarorðum. »En nú verðið þið að sjá af Tuma dálitla stund,« sagði eg, »það eru líka fleiri, sem þarf að gleðja.« »t*að er satt,« sagði gamli Tumi, »farðu °g huggaðu hana líka; komdu kona, við meg- um ekki gleyma öðrum heldur.« »Onei. Farðu, Tumi, farðu og segðu henni, að því fyrri, sem hún verður dóttir mín, því kærara verður mér það.« Tumi faðmaði móður sína og kom svo

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.