Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 12
276 NYJAR KVÖLDV0KUR hugsa um það hvaða ógæfu öll þessi skiln- ingarvit leiða yfir oss, og þó mest af öllum þetta ástarskilningarvit. — Kom mér líka í vand- ræði, og varð til þess að eg drap mann, — kom konunni minni í vandræði og drekti henni, — og nærri því skaut Tuma nú og sálgaði Marý. Hún fékk í seinni tíð ofmikla mannlega náítúru, — tóm grátbólgin augu og tómar pípur. Hitti undirforingjann í gær; Tumi sá fyrir öðru auganu í honum, en eg lumbraði á honum, þó gamall sé, og sá fyrir hinu, að minsta kosti um stundarsakir. Hálfan mánuð verður hann að minsta kosti að dúsa í ból- inu — gat ekki setið á mér — mannleg nátt- úra.« Eg skildi svo við Stapleton og fór aftur inn til Tuma og Marýar, tók í hönd annars þeirra, kysti hitt á munninn, skrifaði skóla- meistara bréf og sagði honum þar öll mála- lokin, og hraðaði svo ferð minni heim til Drúmmonds og sagði Söru og móður hennar frá morgunverkum mínum. »Og nú, Sara, úr því að eg hefi leitt mál- efni annaia farsællega til lykta, þætti mér nú ánægja að fara að hugsa um mín eigin mál. Mér finst, að úr því eg hef nú heilan mánuð orðið að verða af því að mestu að vera með þér, þá eigi eg nú Iaun skilin.* »Já, það eigið þér sannarlega,® sagði frú Drúmmond, »og eg tel víst að Sara sé á sama máli, ef hún vildi kannast við það eftir því.« »Eg kannast við það; en í hverju eiga þá launin að vera fólgin?« »Að þú lofir foreldrum þínum að ákveða dag, þegar brúðkaup okkar á að verða, og látir það líka eftir að Tumi og Marý verði sameinuð við sama altari.« »Hef eg ekki altaf verið þér hlýðin dóttir, móðir mín?« »Jú, barn mitt, það hefur þú verið.« »f*á ætla eg líka að hlýða foreldrum mín- um, Jakob; það verður líklega síðasta skipun- in, sem eg fæ frá þeim — og eg ætla að hlýða; er það ekki nóg, Jakob?« Sama kvöld var dagurinn tiltekinn; en svo ætla eg ekki að vera að þreyta lesandann á því að vera að lýsa tilfinningum mínum og ánægjunni í mér á meðan verið var að búa til veizlunnar. Sara og eg, og Marý og Tumi vorum gefin saman sama dag og enginn skuggi féll á hamingju okkar. Tumi settist að hjá foreldrum sínum; ánæg- jan Ijómaði á honum og Marý varð hin ágæt- asta kona og unni manni sínum heitt. Um Söru þarf eg ekki að taka það fram. Hún var vin- stúlka mín frá barnæsku, og nú var hún alt það, sem maður gat óskað sér. Nú erum við búin að vera gift í æðimörg ár og eigum stór- an barnahóp. Og nú er komið að lokum sögu minnar. Ekkert eftir nema minnast á einstöku atriði, er snerta vini mína. Stapleton lifir enn og er harðgiftur pípunni. Ró að tóbaksánægjan verði að teljast til þess- ara svonefndu aðfengnu eiginlegleika, má þó segja að hún var orðin mannleg náttúra hjá honum. Hann á tvær ferjur með námssveinum og hefur vel ofan af fyrir sér með þeim, án þess að þurfa að vinna sjálfur. Hann segir að drengirnir séu ekki eins ráðvandir eins og eg var, og steli oft undan; en svo huggar hann sig við það, að það sé ekki nema mannleg náttúra. Gamli Tumi er enn við beztu heilsu og gerir ekki ráð fyrir að fara svo fljótt á eftir fótunum á sér. Kona hans er farin að verða heilsulítil, segir hann, en Marý þarf ekki hjálp- ar með. Gamli Tumi er hættur við að gera að bátum og hefur tekið ofan spjaldið sitt, því nú þarf hann þess ekki lengur með. Regar Tumi gifti sig, spurði eg hann, hvað hann hefði ásett sér að gera, og bað hann mig þá að lána sér peninga til að kaupa þilju- bát fyrir. Eg gaf honum spánýjan bát, nýhlaup- inn af stokkunum á skipsmíðastöð Drúmmonds. Gamli Stapleton lét honum eftir þessi tvö hundruð pund, sem Turnbull hafði arfleitt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.