Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 5
JAKOB ÆRLEGUR. 269 henni þangað þegar eg kem heim. Kom bara til að segja þér þetta.« »F*að er raunaieg saga, Stapleton.« »Já, það er satt. Betra að aldrei hefði ver- ið til an ar eins óhappagripur eins og mann- •eg náttúra.« Eg gaf Stapleton dálítinn peningastyrk, sem eg vissi að mundi koma sér vei, og svo fór hann. Eg sat eftir og var í þungu skapi. Mér Þótti ákaflega vænt um Tuma, og hann var í hinni mestu hættu. Eg fór enn til Wharnecliff- es, og tók hann mér hið bezta og hét að styðja niálið eftir megni. » Þetta er vandræðamál,» sagði hann, »og þarf líklega til menn, sem meira hafa að segja en eg. Verði hann ekki dæmdur til dauða, Verður honum dæmd svo svæsin húðstrýking, að hún hálfdrepur hann bæði á líkama og sálu, °g hann verður skammlífur. Dauðinn verður betri en það. Farið sem allra fyrst til Maid- stone og reynið að hitta óberstann, sem ræð- Ur fyrir hermannastöðinni,' og ná tali af lion- um. Eg ætla á meðan að skreppa til hermála- mðaneytisins og vita hvað þar er hægt að gera.« . Eg hripaði Söru fáeinar línur í snatri til þess að láta hana vita, hvað mér væri að van- búnaði og pantaði svo pósthesta. Eg kom til Maidstone eftir miðjan dag og gerði boð fyr- Ir óberstann og sagði honum erindi mitt í fám orðum. »Rað er alt undir hermálaráðaneytinu kom- ’ð, en eg er hræddur um að hér sé um litla von að gera,« sagði hann. »Hans konunglega hátign hefur skipað svo fyrir, að enga vægð oiætti sýna hinum fyrsta strokumanni. Hann hefur áður farið vægt í sakirnar og það hefur sP>lt aganum í hernum, svo hann verður að vera harður. Og svo spillir það fyrir fangan- UIT1, að hann réðst á undirforingjann, því aug- að hefur hann mist að fullu.« »Foringinn fylti hann fyrst og ginti hann SV0 fullan til þess að ganga í herinn.« Svo ^agði eg honum frá kvennamálum þeirra og ætti svo við: »Og er það ekki svívirðing að ginna fólk í herinn á þannhátt? Erannaðeins og það frjáls herþjónusta ?« »Satt er það að vísu,» svaraði óberstinn, »en nauð brýtur Iög, og það til þess að nota enn verri ráð. Eg vil ekki verja aðferðina, en dáta verðum við að fá. Eina afsökunin við að pressa sjóliða og ginna dáta með óleyfilegum ráðum er nauðsynin. Rað eina, sem eg get lofað yður er það, sem eg hefði gert hvort heldur sem var, að láta fangann sæta svo góðri meðferð sem unt er, bæði í fangelsinu og fyrir herdóminum.« sRakk’ yður fyrir; má eg og unnusta hans koma til hans?« »VeIkomið; eg skal óðara gefa út skipun til þess.« Eg þakkaði honum alúð hans og fór. Eg hraðaði mér til svartholsíns, þar sem Tumi sat inni, og fékk þegar að tala við hann eftir meðmælum óberstans. Tumi sat þar á bekk, blístrandi, og var að tálga spýtu. »F*etta líkar mér vel af þér, Jakob. Pessu bjóst eg við af þér. Eg var viss um að fá að sjá þig, annaðhvort í kvöld eða fyrramálið. Hvernig líður veslings Marý? Eg var óróleg- astur hennar vegna — nú er eg rólegur — því að hún elskar mig nú — og þetta, að eg sprengdi augað úr herstjóranum, hefur þó gert enda á bónorðsförum hans.« »En Tumi, veiztu í hvaða hættu þú ert staddur ?« »Já, Jakob, eg verð dreginn fyrir herdóm og skotinn. Eg er við því búinn, og það er þó alténd betra að láta skjóta sig en hengja eins og hund eða hýða sem negra. Eg dey sem hver annar heiðursmaður, og eg fer út af heiminum með skurki og skarkala, eins og þeg- ar tignir menn deyja.« »Hvernig þá?« »Rað verður talað um það í blöðunum.« »Nú á ekki við að gera að gamni sínu, Tumi.« »Nei, ekki fyrir þig — og ekki vesalings Marý — og ekki fyrir foreldra mína — ónei,«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.