Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 2
266 NYJAR KVÖLDV0KUR svo: »Lesið þetta, sem eg hef skrifað honum — og eg var búin að segja honum það áður í öðru bréfi. Þér sjáið að eg býðst til að fara með honum hvert á land sem er sem kona hans, ef hann vill hafa jafnheimska og illa stúlku og eg er.« Eg las bréfið — hún sagði satt, hún bað hann þar fyrirgefningar og bauðst til að fara með honum sem kona hans. Eg viknaði við og fekk henni bréfið. »F*ér gétið ekki fyrirlitið mig eins innilega og eg geri það sjálf,« sagði Marý ennfremur, »eg bara hata mig fyrir heimsku mína. Nú man eg hvernig þér voruð vanur að aðvará mig, þegar eg var ung stúlka. Pað var æði- raunalegur arfur, sem þú lést barninu þínu eftir þig, móðir min, að eg skyldi erfa til- hneigingar þínar. En hvað ætti eg að vera að lasta haná? Eg á víst nóg með sjálfa mig.« »Jæja þá, Marý, eg skal gera það sem eg get og það svo fljótt sem eg get. Eg skal fara á hermannastöðina á morgun.« • »Guð blessi yður, Jakob, og frelsi yður frá því að verða ástfanginn í annari eins skepnu og eg er.« Svo bjó eg mig til miðdegisverðar hjá Wharnecliffe; við töluðum um hvernig ráðleg- ast væri að fá Tuma Iausan, og réð hann mér til að fara í hermálaráðaneytið, og bauðst til að fara með mér þangað, af því að hann kvaðst vera kunnugur sumum embættismönnunum í því; tók eg því með þökkum. Morguninn eftir kom hann og tók mig í vagn sinn og ók með mig þangað, Par komumst við óðara á framfæri, og bar hann þar fram beiðni sína. Reir svör- uðu: »Ef þið hefðuð haft tíma til að útvega mann í staðinn hans, hefði það getað gengið fljótt og vel. En herdeildin er svo fámenn orð- n og óhugurinn á að fara til Vesturindía svo almennur síðan sýkin gekk þar, að eg efast um að hans konunglega hátign leyfi nokkrum manni að kaupa sig lausan. En látum oss samt sjá. Hertoginn er mesta góðmenni og eg skal bera málið upp við hann. En eg ætla fyrst að vita hvort þessi maður er enn á hermannastöð- inni^— og hann leitaði upplýsinga um það. En hann feklc þær fréttir að herdeildin hefði farið af stað í fyrra dag, og hefði átt að stíga á skip nú í morgun, ef byr gæfi, og nú stæði hann einmitt á austnorðaustan, svo þeir væru líklega farnir. Samt var enn verið að ráðgast um hvað reyna skyldi, og svo fórum við af stað og nið- ur að vagninum. En rétt þegar við vorum að fara, kom dyravörður einn hlaupandi og sýndi okkur hraðskeyti frá hafnaraðmírálnum, er sagði »að skipið hefði íarið af stað í morgun til Vesturindía.« »Pá er öllu lokið í bráðina,» sagði eg og varpaði mér aftur í vagninn og var í þungu skapi þangað til hr. Wharnecliffe skilaði mér af sér við hús Drúmmonds. Eg hitti þegar Söru, og af því eg var vanur að segja henni allar sorgir mínar og áhyggjur og hugsanir, sagði eg henni sögu Tuma. Flest kvenfólk er vant að dæma hart um það, sem öðrum konum verður áfátt, enda var hún allharðorð í garð Marýar og fanst henni fátt henni til afsökunar, og hún virti jafnvel angur hetinar oghugarvíl vettugi. »Og þó, Sara, vill slíkt oft til, þó það kunni að vera sjaldgæft, að það reki eins langt eins og hér hefur raunin á orðið. Ungum mönnum er því miður oft gefið undir fótinn, svo þeir verða mjög ástfangnir, en svo bregzt þeim öll von. Rað þarf ekki trúlofun til. Ung kona þarf ekki að hafa bundið sig einu orði, en getur með viðmótinu einu og umgengninni látið utigan mann fela ástir sínar ótryggu hafi, þar sem hann verður þess að síðustu var, að hann líður skipbrot.« »En hvað þér eruð kominn inn í sjómanna- skáldskapinn, Jakob,« svaraði Sara; »vel getur það viljað svo til, en eg held þó að ástir kvenna líði oftar skipbrot, eins og þér komist að orði, heldur en karlmannanna. En það er hvorugu til afsökunar. Sú kona má vera blind, sem ekki sér það innan skamms, ef hún leik- ur sér með tilfinningar einhvers manns, og hún er meira en óhræsi, ef hún heldur þeim leik áfram þar á eftir.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.