Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 11
JAKOB ÆRLEGUR. 275 með mér ofan í bátinn. Við rerum upp eftir ánni og náðum skjótt upp að Putney. »Það er bezt þú sitjir kyr í bátnum, Tumi; svo sLaI eg annaðhvort sækja þig, eða gera boð eftir þér.« Tumi var ófús á það, en þar lét eg engan bilbug á mér finna, og svo varð hann eftir. Eg gekk heim til Marýar og gekk inn. Hún var í litla herberginu, og var í kolsvörtum sorgarbúningi. Hún sat þar og starði út á ána; Þegar eg kom inn, leit hún við, stóð upp og gekk á móti mér. sÞér komið þó víst ekki til þess að gera mer álasanir,« sagði hún með raunalegri röddu, *þér eruð ofntikið góðmenni til þess.« *Nei, nei, Marý, eg kem til þess að hugga yðuT ef mér væri þess auðið.« »Það er ómögulegt. Lítið þér á mig, Jakob, er Það ekki eins og ormur nagi hjarta mitt?« Nún var föl og kinnfiskasogin, augun bitur °g starandi, þessi augu, sern áður voru svo skær; það var auðséð að hún sagði satt. »Marý,« sagði eg, »setjist þér nú niður. er vitið, hvað stendur í biflíunni, að hrygðin er oss nauðsynleg.* *Já, já,« sagði Marý og stundi þungan, ,>e2 a þetta alt margskilið og eg beygi mig í auðmýkt. En hef eg nú ekki orðið ofhart úti, Jakob? Ekki af því, að eg ætli að mögla; en er það ekki ofætlun fyrir mig að bera það, að hafa orðið orsök í dauða þess manns, sem e|skaði mig svo heitt.« ^Þér hafið ekki orðið skuld í dauða hans, Marý.« aJui jú, hjarta mitt segir mér, að eg hafi 0rðið það,« »En eg segi yður, að þér eruð það ekki. unduð þér nú ekki, Marý, kyssa vöndinn, 0 að refsingin væri hörð og hræðileg, ef hún yr/ Þess að gera úr yður góða og skyldu- rækna eiginkonu?« »Það get eg með sanni sagt, að hún hefur ^æ nað mig, Jakob; en hún hefur líka drepið æ ' hann °g mig; mig langar ekki til að lifa, og þess verður heldur ekki langt að bíða að eg hvíli við hlið hans.« »Það vona eg líka, að þér fáið þá ósk uppfyita og það fljótt — en ekki í gröfinni.« »Guð hjálpi mér — hvað meinið þér með því, Jakob?« »Eg sagði yður, að þér væruð ekki skuld í dauða hans. Það hafið þér ekki verið; hann er ekki dauður enn; það var formgalli á mál- inu, svo að það þurfti að yfirfara það aftur.« »Jakob,« svaraði Marý, »það er illa gert af yður að vekja hjá mér vonir, sem óðara falla niður aftur. Þó að hann sé ekki dauður enn, hlýtur hann samt að deyja. Eg vildi óska þér hefðuð ekki sagt mér þetta,« sagði hún og fór að gráta, »hann hefur liðið allar dauð- ans og óvissunnar kvalir allan þennan tíma, og það er mín sök. Eg hélt hann væri fyrir löngu laus úr þessum grimmúðuga, hjartalausa heimi.« Tár hennar streymdu svo ótt, að eg þótt- ist viss um .að mér væri nú óhætt að segja henni gleðitíðindin. »Marý, Marý, heyrið mig,« sagði eg. »Æ, farið þér — farið þér,« sagði hún og bandaði frá sér méð hendinni. »Nei, ekki fyr en eg er búinn að segja yður að Tumi eigi aðeins lifir, heldur er sýkn- aður.» »Sýknaður?« æpti Marý. »Já, sýknaður, Marý — laus, frjáls maður, og verður innan fárra augnablika í faðmi yðar.« Marý féli á kné, lyfti höndum og augum til himins og féll svo í ómegin. Tumi hafði læðst á eftir mér og var á hnotskóg við hús- ið og kom inn þegar hann héyrði hana hrópa upp. Hann kom inn rétt um leið og hún leið út af og eg lagði hana í faðrn hans. Óðara en það sást, að hún fór að rakna við aftur, fór eg út og fór að leita að Stapleton, og hafði ekki mörg orð um að segja honum tíð- indin. Meðan eg sagði frá, reykti Stapleton pípu sína af kappi. »Gleður mig mikið,« sagði hann, er eg hafði lokið sögu minni, »eg var einmitt að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.