Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 8
272 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Eg veit það vel, Tumi, að það er alt gagnslaust, sem eg ætla að segja, en eg verð að segja það samt. Það er eg, sem hef valdið allri þessari eymd og ógæfu — og það er eg, sem veld því, að þú verður að deyja smánar- legum dauða — já, Tumi, það er eg sem drep þig.« »Nei, Marý, það var mín fljótfærni,« sagði Tumi og tók í hönd hennar. »Rú getur aldrei fegrað þar minn málstað, elsku Tumi; augu mín opnuðust. þó ofseint væri — og þó að það sé ástúðlegt af þér að tala svona, þá er þó sannfæringin um afbrot mitt jafnvoðalegt fyrir mig. Eg sé alla hörm- ungina sem af mér stafar; föður, sem mist hefur limi sína í þjónustu fósturjarðarinnar, og liggur í faðmi á móður, sem að eins lifir í syni sínum. Fyrir þeim,« sagði Marý og féll á kné, »verð eg að falla á kné og biðja þau grátandi fyrirgefningar. Svarið mér — ó svar- ið mér — getið þið fyrirgefið mér?« Pað varð þögn um stund; svo gekk eg til gamla Tuma og bað hann að svara henni. »Fyrirgefa henni, vesaling? Ja, því ætli maður fyrirgefi henni ekki, úr því hún biður um það á hnjánum. Heyrðu kona, þú verður að fyrirgefa henni. Líttu á hana, og gættu þess, að drengurinn okkar mun biðja um fyrirgefn- ingu handa henni á himnum fyrir miðjan dag á morgun.« . Gamla konan leitt upp og sá hvað Marý var yndisfögur og grátbiðjandi. Hún gat ekki staðizt það og sagði: »Eins og eg vona líkuar guðs fyrir dreng- inn minn, sem þú hefur drepið, svo fyrirgef eg þér, ógæfusama stúlka, af heilum hug.« »Guð endurgjaldi yður það, þegar þér komið fram fyrir hans dóm,« svaraði Matý. »f*etta var nú það þyngsta; yður verð eg að biðja fyrirgefningar, Jakob, af því að eg sviftj yður fyrsta og bezta vini yðar — og svo fyrir alt sem eg hef gert rangt á móti yður— viljið þér fyrirgefa mér?« »Já, Marý, eg fyrirgef yður af öltu hjarta,« svaraði eg. »Guð blessi þig, stúlka min, guð blessi þig,« áágði skólameistari. »Faðir mitm, þig verðeg að biðjahins sama; eg hef verið þér óþekk dóttir— fyrirgef mér.« »Já, Marý, þú gazt ekki gert að því,« svaraði gamli Stapleton grátandi, »það var ekki annað en mannleg náttúra.« Og nú sneri Marý sér á hnjánum að Tuma, og Ijómaði bæði angistin og ástin í augum hennar, og sagði: »Og síðasta bænin mín á að stefna til þín, Tumi; eg veit að þú fytir- gefur tnér — eg veit þú hefur gert það — og þessi sannfæring gerir mér það enn sárbeisk- ara að hafa orðið sök í dauða þínum. — En heyr orð mín, Tumi, og allir þeir sem hér eru heyri það, að aldrei hef eg neinn annan elskað en þig. Mér hefur þótt vænt um aðra, eins og hann Jakob, en þú einn hefur vakið hjá mér tilfinningu fyrir því að eg á til hjarta — °g Þ'g einan hef eg selt. — Regar heimska mín Ieiddi mig til að gera þér sorg, kvaldist eg sjálf meira en þú — því þú einn áttir alla ást mína — óskifta og eilífa. Eg er nú gift end- urminningunni um þig, og heitasta ósk mín er að sameinast þér — og ef guð vildi vera mér náðugur, vildi eg helzt deyja með þér, Tumi — deyja í hinum elskulega faðmi þínum.« Marý breiddi faðminn út á móti Tuma, og hann fleygði sér á kné og faðmaði hana að sér. Svo voru þau um stund. Mér lá við ó- megini af geðshræringu, og öllum var ærið þungt, en þá heyrði eg að skólameistari hóf röddu sína og mælti: »Ó drottinn, líttu á þjóna þína í raunum jieirra. Gefðu þeim, sem enn eiga að halda áfram pílagrímsgöngu sinni, kraft til að bera álögur þínar. Gefðu honum, sem nú á að kalla fram fyrir þig, þá sælu, sem þessi heimur get- ur ekki veitt. Og, ó guð alvaldur, almáttugur, — legg oss ekki þyngri byrði á herðar, en vér erum fær um að bera. Börn mín, við skul- um biðja.« Og hann féll á kné og las drottinlega bæn, og höfðu aliir hana upp eftir honum. Svo varð þögn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.