Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 9
JAKOB ÆRLEOUR. 273 Svo fóru allir að tínast í burt; þegar eg var einn eftir, sagði Tumi eftir þungan grát- ekka: »Jakob, eg veit eg þarf ekki að biðja þig að líta til foreldra minna og hugga aumingja Marý; eg er nú tilbúinn; þau þurfa meiri hjálp- ar með en eg. Þú hefur reynst mér trúr og tryggur vinur, Jakob; guð launi þér það. En farðu nú, Jakob; nú vil eg vera einn og tala við guð, og biðja hann um fyrirgefningu synda minna. Það er orðið stutt bilið á milli mín og eilífðarinnar.« Tumi fleygði sér í fang mér og hélt mér í föstum faðmlögum um stund. Svo losaði hann tökin, eg tók í hönd hans og fór. Þegar eg kom heim í gestahúsið, rak eg augun í blað og leit í það svona hinseginn. Þá sá eg þar þessi orð: »Skip hans hátignar, lmmortalité, er i Chatham til afskráningar.« Mér datt óðara í hug að reyna að finna kaft- eininn og vita, hvort hann gæti engu áorkað, því að eg vissi að hann var drengur góður °g mátti sín mikils. Eg fekk mér óðara hesta °g ók til Chatham, og frétti þegar að hann væri úti á skipi. Fór eg þegar fram í skip og náði tali af kafteininum og tók hann mér hið bezta; sagði eg honum 'upp alla sögu og bað hann nú aðstoðar, ef auðið væri. »Það lítur út fyrir að Tumi Beaseley hafi strokið tvisvar,« sagði hann; »en margt er honum til afsökunar. Að minsta kosti er dauða- refsing ofhörð, og eg óska ekki að hún fari fram. Eg get frelsað hann, og skal gera það. Samkvæmt sjólögunum má heimta þann, er strýkur frá einni herliðsgrein til annarar, heim til hinnar fyrri, til að láta dæma hann þar. Dómurinn er því ólöglegur, og eg skal senda sjóliðsflokk í land til að heimta hann út sem strokumann úr flotanum, og þeir skulu mega t'l að sleppa honum — verið þér rólegur, Ær- iefeur, lífi hans skal verða jafnóhætt og yðar e'gin Iífi.« Eg hefði getað kastað mér á kné fyrir hon- Um, þótt eg ætti bágt með aó trúa þessum gieðitíðindum. »En tíminn er orðinn stuttur,« sagði eg, »það á að skjóta hann klukkan níu í fyrramálið.« »Og hann skai verða hingað kominn út á skip kl. nfu í fyrramálið, eða eg ér þá ekki kafteinn hér. En það er satt — tíminn er stutt- ur — farið að dimma; eg skal undireins senda mennina af stað.« • Hann ritaði undireins herstöðvarstjóranum, og svo fór með mér sveit manna undir for- ustu annars lautinants; við höfðum hraðan á og vorum komnir kl. ellefu til Maidstone. Við vorum á fótum alla nóttina, og þegar við komum um morguninn til herskálans, var vei1- ið að búa alt undir aftökuna. Herstöðvarstjór- inn tók okkur vel, og spurði aðeins, hvort þeir gætu sannað, að hann væri hinn sami og með þeim var á skipinu; kváðust þeir allir kannast við Tuma Beaseley. Við gáfum svo viðtökuskírteini fyrir fanganum, og svo var böðlinum boðið að láta hann af hendi. Þegar dyrnar voru opnaðar að fangelsinu, hrökk Tumi saman, því að hann var að lesa í biflíu sinni. Hann hélt það væru rauðtreyjungarnir, sem ættu að fara með hann á aftökustaðinn. »Eg er til,« sagði hann, »bezt er illu af- lokið.« »Nei, Tumi,« sagði eg og gekk fram, »eg vona það fari betur, þú ert heimtaður til baka sem strokumaður frá Immortalité.« Tumi starði á mig steinhissa og fleygði sér í fang mér. En tíminn var naumur. Við tókum þegar póstvagna og héldum í einni striklotu tii Chatham og þaðan út á skip. Tumi var afhentur heræfingastjóranum sem strokumaður, og kafteinninn skrifaði undireins bréf og heimtaði herdóm yfir honum.« »Hvernig ætli þetta fari?« sagði eg við varaforingja. »Kafteinninn segir lítið eða ekkert, af því að hann var pressaður sem námsveinn, og það er brot á herlögunum.« Eg fór svo heim, en þorði ekki að segja neinum frá þessu nema Drúmmond. Sjóher- stjórnarráðið skipaði herdóm og var hann hald- inn þrem dögum síðar. Fór eg þegar ofan til 35

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.