Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 7
JAKOB ÆRLEGUR. 271 »Já, drengur minn; mér líður svo vel sem auðið er og ellin leyfir, og hví skyldi eg kvarta, þegar eg sé að æska og heilsa eru lögð í söl- urnar. Þegar eg sé svona marga verða auma og ógæfusama, sem gætu verið hamingjusamir og glaðir« — og hann sneri sér undan og snýtti sér svo afskaplega að fangavörðurinn gægðist inn um járngrindina. ‘tl-’au eru öll hérna, Tumi,« sagði eg «viltu sjá þau nú?« »Rað er réttast — bezt er illu aflokið.« »Viltu fyrst sjá foreldra þína?« »Já,« svaraði Tumi með skjálfandi röddu. Eg sótti þau svo út, leiddi gömlu konuna en Tumi gamli skjökti á eftir við staf sinn. Aumingja móðir hans féll um háls honurn með núklum ekka. »Drengurinn minn — drengurinn minn — aumingja blessaður drengurinn minn,« sagði ^ún loks og starði í andlit honum; »Guð minn góður, hann verður dauður á morgun.« Höfuð hennar hneig niður á öxl honuin og hún ætlaði að springa af ekka. Tumi kysti móður sína. grátandi á ennið og benti mér svo að fara með hana. Eg selti hana þar niður á gólfið og þar sat hún þegjandi og hélt klút fyrir andlitið. Við og við heyrðust til hennar Þungar stunur. Gamli Tumi horfði á þetta þegjandi og v'knandi. Allir vöðvar f útitekna andlitinu hans hipruðust saman, og loks hrutu tárin ofan hrukkurnar í andliti hans. Regar konan hans Var farin frá, settist hann hjá yngri Tuma. Rá sagði litli Tumi: »F*ú ert þó ekki reiður við mig, faðir minn, af því að eg strauk.« »Nei, drengur minn, ekki af því að þú straukst, heldur af því að þu lézt narra þig í tarinn. Hvaða erindi átturðu þangað? Var ekki °óg að ættjörðin mín tók undan mér báða fæt- urna, þó að hún tæki ekki drenginn minn líka, °g léti mig svo lifa eftir í sulti og seyru. Eg Varð að skipsflaki í hennar þjónustu — það sem eftir er má hún nú líka eiga — en það óugir ekki að gráta — það er komið sem kom- ið er,« sagði gamli Tumi og tárin streymdu ofan kinnarnar á honum, »þeir geta skotið þig, Tumi, og eg veit að þú verður vel við dauða þínum og gerir þá til skammar fyrir að hafa svift duglegan mann lífi, þegar landinu lá mest á duglegu fólki. Eg hefði ekki tekið mér það svo nærri, þó þú hefðir fallið á einhverju konungsskipinu í ærlegum bardaga. Einhverjir verða þó að falla, þegar í eldinn er komið. En að láta sína eiginn landsmenn skjóta sig niður — deyja fyrir þeirra höndum — og það sem verst er, deyja í rauðri treyju í staðinn t'yrir bláa. —« »Eg vil ekki deyja í rauðri treyju, faðir minn, eg fer ekki í hana.« »Það er þó altaf huggun, Tumi, og hugg- unar þurfum við,« »Og eg skal deyja eins og manni sæmir, faðir minn.« »Rað gerírþú, Tumi, og það er líka huggun.« »Við sjáumst aftur, faðir minn.« »A himnum, Tumi, vona eg — og það er líka huggun.« »Og blessaðu mig nú, faðir minn, og sjáðu um hana móður mína, aumingjann.« »Guð blessi þig, Tumi minn, hann blessi þig,« sagði gamli maðurinn í hálfum hljóðum og rétti hendurnar yfir Tuma um leið og_hann stóð upp. Við setturn hann svo á gólfið hjá konu hans, en þau féllu í faðmlög og grétu bæði. . »Jakob,« sagði Tumi með skjálfandi röddu og tók í hönd mér, »ef þú ert vinur minn, þá láttu nú seinasta stríðið verða stutt — láttu nú Marý koma, svo að þetta þjáða hjarta geti fengið frið.« Eg lét skólameistara fara fjær. Tumi hallaði sér upp að múrnum og virtist vera að safna kröftum til þeirra sára fundar. Marý kom inn við hönd föður síns, og bjóst eg helzt við að liði yfir hana eins og fyrra skiftið. Að vísu var hún föl sem nár og þungt fyrir hjarta; en hún gekk að bekknum þar sem Tumi stóð og settist niður hjá honum, horfði kvíðasárum augum yfir fólkið og sagði:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.