Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 6
270 NYJAR KVÖLDV0KUR sagði Tumi, »eg kenni í brjósti um þau, en sjálfur er eg óttalaus. Eg hef ekki brotið lög og rétt — eg var pressaður ólöglega og eg strauk. Skömmin bytnar ekki á mér, heldur stjórn- inni, sem lætur slíka óhæfu viðgangast. Eigi eg að verða sláturfórnin, verður það svo að vera. Maður á þó ætíð einhverntíma að deyja.« »En þú ert of ungur til þess að deyja enn, Tumi, og við skulum vona hins bezta.« »Eg hef slept allri von, Jakob; og veit að lögunum verður hlýtt, og eg fer til annars og betri heims, eins og prestarnir segja, og þar verða engar heræfingar og engar byssur. Eg vildi að eins óska eg fengi að deyja í blárri treyju ; í rauðri vil eg ekki deyja, og svo býst eg þá við eg sleppi út úr heiminum í einsamalli skyrtunni, og það eru þó meiri föt en eg var í þegar eg fæddist.« »Marý og faðir hennar ætla að heimsækja þig, Tumi.» «F*að þykir mér lakara. Það væri illa gert að neita henni um það, og hún ásakar sig svo harðlegá, að eg þoli ekki að lesa brtfin henn- ar. En eg ætla að tala við liana, Jakob, og vita hvort eg get nokkuð hughreyst hana; en hún verður að fara aftur, þangað til herdóm- urinn er um garð genginn. Ef hún vill þá kveðja mig, get eg ekki neitað henni um það.» Nokkur tár hrutu niður eftir kinnum hans. »Viltu bíða, Jakob, og lofa henni að verða þér samferða heim aftur. Hún má ekki vera hér, og foreldra mína vil eg ekki sjá fyr en undir það síðasta. Bezt að koma því frá í einu og svo er það þá búið.« Rétt í þessu var fangelsishurðin opnuð og inn komu Marý og faðir hennar. Marý slagaði til Tunia og féll með krampakippum í faðm hans. Rað mátti til að fara út með hana aftur. Tumi bað mig af fara út með hana og láta hana ekki koma inn aftur. Eg kom Marý heim til mín með hörku- brögðum og lét leita henni læknishjálpar. Wharnecliffe ávann ekkert við herstjórnar- ráðið. Næsta vikan var hin versta, sem eg hjf lifað. Eg var síkvíðandi um Tuma, eg var altaf að reyna að tala vit og kjark í Marý, en hún var ekkert nema raunatölur og ásakanir, kvaðst vera dauðasök Tuma, og eg hélt hún ætlaði að ganga af vitinu; gamli Tumi og kona hans toldu ekki heima fyrir ofurharmi, og leituðu sí- felt hjá mér ráða og huggunar, en þar var lít- ið um hvorítveggja. Alt þetta stríð, og svo það að geta ekki leitað sér hugarhvíldar hjá Söru, varð til þess að eg horaðist niður með degi hverjum og varð eins og beinagrind. Herdómurinn dæmdi Tuma til dauða, og var dómurinn staðfestur og þess getið að eng- um fyrirbænum yrði sint. Við fréttum þetta á laugardagskvöld, en mánudagsmorgun átti af- takan fram að fara. Eg gat nú ekki lengur neitað kveinstöfum Marýar, enda kom bréf til mín trá Tuma, og bað hann okkur öll að koma til sín og kveðja sig, og skólameistara með. Eg leigði svo vagn handa foreldrum Tuma, Marý og Stapleton, en eg og skólameist- ari sátuin í mínum vagni. Héldum við svo til Maidstone á sunnudagsmorguninn ; komum við þangað klukkan ellefu, og settumst að í gisti- húsi í grend við herskálana. Okkur kom sam- an um að eg og skólnneistari færum fyrstir, svo foreldrar hans, og Marý og Stapleton síðast. »Retta er erfið ganga,« sagði skólameistari, »þung byrði hvílir á huga mínum, sál mín aumk- ast yfir þenuan unga, ógæfusama mann, sem verður að láta líf sitt út af konu — konu, sem eg slapp frá. Falleg er hún, ekki verður því neitað, en nú dugir henni engin iðrun né yfirbót.« Eg gegndi þessu engu. Regar inn kom til Tuma, var hann hreinlega til fara í síðum hvítum buxum, skyrtu og vesti, en einkennis- föt hans lágu á borðinu; hann vildi ekki fara í þau. Hann brosti dauflega og rélti mér hönd sína og sagði: «Nú er öllu lokið — engin von, Jakob; eg veit það, og eg er við því búinn að deyja. Eg vildi aðeins að þessar kveðjur væru afstaðn- ar, því þær gera mig lingerðan. Eg vona að yður líði vel. herra«, sagði hann við skóla- meistara.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.