Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 17
VILTI-JAOER. 281 Jáger fann bráðlega að hann sat á uppgjafa- hermannahesti, sem gerði það, sein hann gat °g reyndi að bera fæturna svo liðlega og hratt sem hægt var, af svo gömlum hesti að gjöra. Jáger þekti sveitina í kring um Ixenstein eins vel og fingurna á sér og fór því skemstu leið til borgarinnar. Eftir 20 mínútur var hann kominn á þjóðveginn rétt fyrir innan borgina, og sá sér til mikillar ánægjujað reykjarmökkur ofurstans var á næsta holti fyrir aftan hann. Hann reið í spretti yfir þjóðveginn og fór sv o eftir hliðargötunni sem hann hafði áður farið eftir og sem lá að húsabaki gegn um garð- inn hans. Hundrað skrefum frá húsinu stökk hann af baki, batt hestinn við tré, hljóp yfir garðinn °g klifraði upp á þakið, inn um svefnherberg- >sgluggann og nú flugu fötin utan af honum °g undir rúmið í fleygingsferð. Á hálfri mín- útu var hann kominn úr stígvélunum og í reið- stígvél og í einkennisfrakka og á næsta augna- biiki virtist hann sofa svefni hinna réttlátu í iegubekknum sínum. Eftir tæpar 2 mínútur var stígið heldur þunglega til jarðar fyrir dyrum uti. Forstofudyrnar voru rifnar upp á gátt og Jager heyrði brátt reiðilegu röddina í ofurst- anum, sem öskraði í þjóninn: •Hvar er lautinant vonjáger?* •Þarna inni f herberginu, herra ofursti,* sagði veslings Ferchke hálfstirðnaður af hræðslu. »Þú lýgur, strákur!« drundi í ofurstanum °g í einu vetfangi hratt hann upp hurðinni og sá Jáger liggja steinsofandi í legubekknum í einkennisfötum og reiðstígvélum. »Herra — herra lautinant!* Jáger stökk upp eins og maður, sem vakn- ar skyndilega, neri augun og staðnæmdist síðan i hermannastellingum frammi fyrir ofurstanum: ♦Fyrirgefið, herra ofursti, hvað veitir mér þann heiður, að ... ,?c Ofurstinn bandaði frá sér með höndunum íkt og hann sæi draug, en brátt fékk hann málið aftur og nú tútnuðu út æðarnar á hausn- á honum. »Hver djöfullinn stjórnar yður, erra lautinant?* hrópaði hann. »Fyrir varla hálfri klukkustund sá eg yður í Karolinenbad og nú eruð þér hér. Eg þyrði að veðja hausn- um á mér upp á það, að það voruð þér og enginn annar!« »Fyrirgefið, herra ofursti, eg bið mig auð- mjúklega afsakaðan. Eins og þér sjáið er eg heirna og hef ekkert út úr húsi farið.« »Pegi þér,« öskraði ofurstinn, »er eg þá það flón, sem ekki getur greint það, sem fyrir augun ber? Er eg geggjaður? Er eg þá band- vitlaus?* Jáger ypti öxlum illgirnislega. Ofurst- inn snéri sér við öskuvondur. »Komdu hing- að, strákur!* hiópaði hann í Ferchke. »Alveg hingað! Segið þér sannleikann, eða eg rek yður úr hernum. Hefir lautinantinn verið heima?« »Já, herra ofursti,* svaraði Ferchke, og horfði hreinskilnislega í augu ofurstans. ^Það er ekki satt, segi eg þér!« hrópaði ofurstinn. »Með yðar leyfi, herra ofursti, það skal þó vera satt,« svaraði þjónninn hreinskilnislega og hélt svo áfram: »Herra lautinantinn getur ekki hafa farið út, því að eg hefi öll hans föt læst inni f skápum og hef geymt lyklana, síðan í gær- dag, í vasa mínum.« Og sigri hrósandi dró Ferchke alla lyklakippuna upp úr vasa sínum. Ofuistinn gerði ýmist, að líta á lyklakippuna eða á þá félagana, loks hristi hann höfuðið og sagði: »Mér er sama, eg trúi þessu nú ekki samt. Líkurnar eru með yður, herra lautin- ant, en sannfæring min á móti yður. En varið þér yður! Yður hefir reyndar hepnast þetta núna, en næst skulum við sjá hvernig gengur.* Síðan bætti hann við með kuldahlátri: »Að minsta kosti gefur þetta mér ástæðu til þess að húsvitja yður oftarj þessa 4 daga, sem eft- ir eru.« Með það stökk hann út. Jafnskjótt og hann var horfinn veltist laut- inantinn um af hlátri. »Ferchke,« mælti hann, »þú ert hreinasta afbragð, en logið hefir þú nú samt, karl minn! líttu inn undir rúmið mitt, taktu þaðan fötin, sem liggja þar og hreinsaðu þau. Og Ferchke, láttu líma bakið á skápinn þarna, það er laust

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.