Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 3
JAKOB ÆRLEGUR. 267 »Sara!« sagði eg og þagnaði við. »Nú, hvað þá?« »Mig langar,« sagði eg stamaði, »til þess að spyrja yður, hvort þér eruð blind.« »1 hverju svo sem?« spurði hún og roðn- aði við. »í tilliti til tilfinninga minna fyrir yður.« »Nei, eg he!d yður lítist heldur vel á m>g,« svaraði hún brosandi. »Haldið þér það sé ekkert meira?« »Hvar ætlið þér að borða miðdegisverð 1 dag ?« sagði hún. »Það er undir yður komið og svari yð- ar- Ef eg borða hér í dag, vona eg að gera það oft. Ef eg borða hér ekki í dag, borða eg hér að líkindum aldrei framar. Eg vildi vita Sara, hvort þér eruð blind fyrir tilfinningum mínum fyrir yður; eg hef séð afdrif Tuma og Marýar, og finn við það, að vonir mínar geta b'ka endað í sviplíkum vonbrigðum. Viljið þér Rera svo vel og leysa mig af þessari óvissu?« »Þó að eg hefði verið blind fyrir tilfinn- 'ngum yðar, hef eg þó ekki verið blind fyrir ^ostum yðar, Jakob. Það getur líka vel verið, að eg hafi ekki verið blind, en eg hef ekki sama lunderni og Marý Stapleton. Eg held yð- se óhætt að borða hérna miðdegisverð i dag.« x^g get varla trúað því, að eg fái að njóta slíkrar gæfu,« svaraði eg með tilfinningu. »Eg ^ verið hamingjusamur, en vonir þær, sem Þér hafið vakið nú hjá mér, fara svo langt fram yfir eftirvæntingu mína og það sem eg hef til Þess unnið, að eg þori varia að treysta þeim. Hafið nú meðaumkun með mér og talið Ijós- ara.« sNú, hvað viljið þér þá að eg segi?« sagði Sara, horfði á vinnu sína, en sneri sér þó að mér. vfs'ð éMd frá yður föður- og móðurleysingjanum, sem faðir yðar tók að sér ól npp, 0g minnir yður nú á það, sem ann var, til þess að þér gleymið því ekki á essari stundu, sem hann álítur mesta fyrirstöð- Una fyrir hamingju sinni — hvað hann er ætt- sniar,« »Það er virðingarvert af yður, sem þér segið nú, Jakob, það er göfugmannlega mælt; og þó að þér séuð ekki aðalborinn, hafið þér þó aðalsmannslund. En eg skal fara að yðar dæmi: Hef eg ekki oft sagt yður á þessari löngu vináttustund, að eg elskaði yður?« »Jú, þegar þér voruð barn, Sara.« »Svo tek eg það nú upp aftur fullorðin. Er yður það nóg?« Eg tók hönd hennar og margkysti hana, og bannaði hún mér þáð alls ekki. »En foreldrar yðar, Sára?« »Hefðu ekki Iátið okkur vera eins mikið saman, eins og við höfum gert, ef þau hefðu nokkuð á móti því. En þér getið nú bezt sannfærzt um það, með því að segja þeiin strax hvernig komið er, og þá býst eg við að á- hyggjur yður taki enda.« Eg bað svo frú Drúmmond um að ta!a máli mínu við mann sinn, því að eg þorði það ekki sjálfur. Sara gekk eftir henni með kossum og faðmlögnui, svo að móðir hennar fór brosandi að tala við mann sinn, og endaði það mál svo að »áhyggjur mínar tóku enda«, rétt áður en sezt var að borði; Drúmmond kom til mín, tók í hönd mér og sagði: »Þú hefir gert oss öll glöð og ánægð, Jakob, og stúlkan þarna sýnist fastráðin í því að giftast þér eða engum ella. Og svo skulum við koma. Maturinn stendur á borðinu.« Það má geta því nærri að hamingjusól mín stóð hátt á lofti og eg var í sjöunda himni. Eg var þar öllum stundum sem einn af fjöl- skyldunni, og leigði mér herbergi nær í bæn- um, af því að mér þótti heldur langt heim- anað frá mér og þangað. En ástarsaga sumra annara rann ekki jafn- lygnum straumi eins og mín. Og því verð eg að hverfa aftur til Tuma Beaseley og Marý Stapleton. Einn daginn, þegar eg var búinn að borða morgunverð, hugsaði eg mér að taka bát minn og róa ofan til gamla Tuma og þeirra hjóna, og segja þeim hvað sárlítið mér hefði orðið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.