Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Blaðsíða 13
JAKOB ÆRLEGOR. 277 hann að, og móðir hans kom með jafnmikla upphæð af sparifé sínu. Með þessu fé gat Tumi komið sér upp öðrum þiijubát, og nú á hann þá eina sex eða sjö, stendur sig vel °g græðir með hverju ári. Rau eru að tala um það, ungu hjónin, að flytja sig í betri húsakynni, en gamli Tumi og þau vilja vera hyr, enda er hann búinn að byggja sér lysti- hús, þar sem bátskriflið var, syngur þar vísur sínar og telur bátana, sem fara upp og ofan ána. Hr. og frú Wharnecliffe eiga heima í grend við mig og erum við beztu vinir. Frú Turnbull er dáin fyrir nokkru, svo að uú hefi eg allar eignirnar óskertar. Tengdaforeldrar mínir eru við beztu heilsu, Drúmmond ætlar að fara draga sig út úr kaup- syslustörfunum, þegar hann getur, og eiga góða úaga. Einn er nú eftir — það er skólameistarinn mmn gamli, Hann er nú dáinn fyrir tveimur arum. Hann varð æ meira utan við sig eftir bví sem árin liðu, svo að skólastjórnin fanst hún mega til að víkja honum frá. Rað var hart fyrir aumingja karlinn; honum fanst hann £eta haldið áfram. En hinir voru á annari skoðun. Og svo þáði hann boð mitt að lok- Utn að setjast að hjá mér, og var látið svo hcita, að það væri bráðnauðsynlegt, að börnin °kkar fengju kenslu í latínu og grisku; reynd- ar var nú elzti krakkinn þá ekki nema fjögra ara að aldri. Svo flutti hann sig til okkar með allar bækurnar sínar, og svo var ekki vendinum Steymt. En börnin voru treg á latínulærdóm- inn og frú Ærleg vildi ekki heyra vöndinn nefndan, og svo varð lítið úr með kensluna. En svo var vaninn rikur, að hann gekk altaf mað latnesku málfræðina í vasanum og þuldi beygingar og hneigingar yfir hænsnunum í hænsnagarðinum, og fanst hann þá vera í skól- anum. Og hænsnin svöruðu : »Gogg — gogg — gogg,« og andirnar svöruðu ennþá ósvífn- ari: »Rabb —rabb —rabb.« Sara hefur teiknað mynd af honum í þessum hænsnaskóla, og hangir sú mynd inni á þilinu hjá mér. Og svo er nú sagan mín búin. Tvent má að minsta kosti af henni læra: annað það, að í mannlífinu erum vér altaf kominn upp á hjálp og aðstoð annara, og hver sem ætlar sér að verða öllum óháður, slítur sig út úr framfararás hamingju sinnar; hitt er það, að þar sem göð mentun og föst siðgæðisstefna er fyrir hendi, getum vér vonast eftir að vér komumst vel áfram í heiminum, þó ekki sé hægt að ætlast til að allir nái sömu hamingju- brautinni og eg. Eg var foreldralaust og fé- laust rekald upp úr ánni, en náði bæði auði og virðingu. En fyrst varð eg alt að þiggja af öðrum, en komst í þá stöðu að geta hjálp- að öðrum, og eignaðist svo að síðustu þá konu, sem eg elskaði af alhuga, og mörg börn með henni. En allur höfuðstóllinn, sem eg græddi þetta á, var góð mentun og góðar sið- gæðisreglur. Vertu svo sæll, lesari góður, og þakka þér fyrir að þú nentir að hlusta á mig. (Endir.) VI.LTI Kýmnissaga eftir (Framh.) ‘Náðuga ungfrú,« hélt Jáger áfram, »neyð- '_n kennir naktri konu að spinna. Sá, sem nú a úögum vill komast áfram hér í heiminnm, verður aðkunna smáhrekkjabrögð að minstakosti. JAGER. 0. Mettenhausen. »Retta má nú kalla dáfallega meginreglu, en viljið þér nú gera svo vel og segja mér á- stæðuna til þessa klúðurs yðar?,« spurði ung- frúin.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.