Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Page 5
HVERJUM ER UM AÐ KENNA
101
nú ekki; en hann er ísmeygilegur stjórnmála-
maður, sem kann að haga sér eftir kröfum al-
mennings kosningarréttar. Ráðherra, sem situr
í skuldasúpunni upp í axlir, áður en hann
kemst í tignina, og talar altaf um, hvað hann
sé óeigingjarn þessi tvö ár, sem hann er við
völdin og ber sér rösklega á brjóst og talar
fagurt á ræðustólnum — en hefur samt nurlað
saman tveim miljónum í embættinu og komið
þeim til vara í enskan banka — hann er ekki
þjófur. Síður en svo; hann er stjórnmálamað-
ur, sem svarar öllum þeim rógi og lygi, sem
á hann er ausið, með þegjandi fyrirlitningu.
En sakamenn, sem ekki eru nema tíu vetra
gamlir, sofa á nóttunni í hálfreistum húsum.
reyna að hafa peninga út úr fólki, sem geng-
ur um göturnar, og eru svo ósvífnir að helga
sér eitthvað af vörum, sem haft er til sýnis
úti fyrir búðum — þeir eru viðurstygð. Reir
eru þeir einu, sem veruleg hætta stendur af
fyrir þjóðfélagið. Hjálp, hjálp, löggæzlumenn!
Til allrar hamingju hafa menn lögreglu, sem
verndar oss, og lið í fjárlögunum, sem sam-
þyktur er ár eftir ár, til þess að halda uppi
refsingarstofnunum handa svona snemmþrosk-
uðum glæpamönnum.
IX.
Og þjóðfélagið vaknaði. Einn morgun kl.
fjögur hrukku þeir upp af fasta svefni f kjall-
aranum, sem þeir höfðu valið sér til gistingar,
við það að yfir þeim stóðu lögin í mynd lög-
gæzlumanns í borgaralegum búningi, sem eng-
inn okkar hefði kært sig um að verða fyrir í
skógi eða úti á víðavangi, og með honum var
vopnaður lögreglumaður, sem brennivínsstækju
lagði af.
Natóle og Chretien spruttu upp og ætluðu
að leggja á flótta. En borgaraklæddi maðurinn
með glæpamannsandlitið hremdi Natóle og sá
vopnaði gómaði Chretien.
»Sagði eg það ekki altaf, Laroze,« sagði sá
borgaraklæddi við þann einkennisbúna, »sagði
eg það ekki altaf, að við mundum rekazt hér
eitthvað af þessum hundíngjalýð.* Og svo
sneri hann sér að drengjunum og sagði: »Nú
áfram með ykkur, skammirnar ykkar. A lög-
reglustöðina — og flýtið ykkur nú.«
Þangað komust þeir á fáeinum mínútum,
og var stungið í svartholið í bráðina; það var
loftlaus smuga, og stóð þar fata, sem megnan
ódaun lagði af. Til allrar hamingju voru ekki
aðrir en þeir. Par heyrði Chretien í fyrsta sinn
á æfinni það ónotaurg, sem heyrist í fangels-
isskrám.
Hann hneig niður á tréskákina við vegginn
og fór að gráta. En Natóle grét ekki; hann
gekk um gólf eins og vitlaus maður, kross-
lagði handleggina og bölvaði í hljóði.
»Natóle,« sagði Chretien snöktandi, »hvað
gera þeir við okkur?«
»Já, það er satt,« svaraði Natóle, «þú þekk-
ir enn ekki svartholið, grautardallinn, fangelsið,
lögregluréttinn.*
Chretien varð hræddur, er hann heyrði
þessi ókunnu orð.
»Hvað er það?« sagði hann með kvíða-
hreim.
»0 —þú færð bráðum að vita það ... Rað
ér ekkert gaman, en ekki deyr maður af því.«
»Og hvað gera þeir svo við okkur á eftir?«
sagði Chretien enn hræddari,
»Á eftir? Gera boð eftir foreldrum okkar
og spyrja eftir, hvort þau vilji fá okkur heim.
Faðir minn vill altaf fá mig heim ... En þú
alstýrandi, hvað maður verður barinn oglaminn.*
Rað fór hrollur um Chretien. Hann átt
líka von á duglegri ráðningu. Og hann grét
enn ákafara en áður.
Kl. sjö urgaði aftur í lásnum, og leyni-
lögreglan með þorparaandlitið — og innviðirnir
voru ekki betri en hið ytra — birtist í dyrun-
um. Hann skipaði fyrir í annað sinn: »Upp
með ykkur, skammirnar ykkar;« og svo hratt
þeim á undan sér inn í ritstofu lögregludómarans.
Lögregludómarinn var ungur maður, óvenju-
lega Ijótur með úfnum kömpum, stóru slipsi
við skitna skyrtu, stuttu, snöggkliptu hári, sem
virtist standa á endann inn í ennið á honum
eins og meinsemd. Hann sat við dálítið borð