Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Qupperneq 13
HATTPRUÐA STULKAN.
109
»Nei, það vil eg ekki,« svaraði stúlkan
örugg.
»Eg er sterkari én þú, svo þú verður að
láta undan.«
»Eg veit það, en það er ekki drengilegt
af stórum drengjum að ráðast á stúlkur.«
»Eg vil ekki gera þér ilt en eiri því ilia
að vera hafður hér í varðhaldi.«
í aðra röndina skammaðist Tumi sín fyrir
að ráðast á stúlkuna, en hinsvegar vildi hann
eigi láta þvinga sig til að láta undan. Hefði
Polly farið að gráta eða sýnt auðsæ hrygðar-
merki, hefði hann ef til vill gefið eftir, en til
allrar ógæfu gat hún ekki varist hlátri yfir því,
hve hið gremjuþrungna andlit drengsins var
mikil andstæða við búning hans. Hlátur stúlk-
unnar reið baggamuninn. Hann þoldi eigi að
stúlka tæki sér það vald, að loka sig inni eins
og barn og hlægi síðan að sér þegar hann
væri orðinn ráðalaus.
Hann. réðist því umsvifalaust á stúlkuna.
Hún reyndi að verja sig, en gat það eigi nema
litla stund. Hann reif hendina sem hélt lyklin-
um upp úr vasa hennar og sneri svo illyrmis-
lega uppá úlnliðinn að hún misti aflið og lyk-
illinn féll á gólfið. Stúlkan hljóðaði af sárs-
aukanum.
»Pað er þér að kenna, ef þú hefir meiðst,«
sagði Tumi um leið og hann snaraðist út.
Hann fór svo ofan en ekki inn í dagstofuna.
Gletni hans lamaðist við það, að hann hafði
grun um að hafa meitt Polly og hann lét sér
nægja að sýna sig í eldhúsinu og lofa stúlk-
unnm þar að hlægja að sér. Svo laumaðist
hann upp aftur og einsetti sér að reyua aftur
að sættast við Polly, en hún var þá komin inn
á herbergi ömmu hans. Pangað leitaði hún
jafnan í raunum sínum, jafnvel þótt gamla frú-
in væri ekki heima. Tumi fór þá að tína utan
af sér klæðnað systur sinnar og var um það bil
að enda við að ganga frá honum þegar Fanny
köm upp. Hún var alt annað en í góðu skapi,
því Trix hafði sagt henni frá ýmsum skemtun-
um, sem hún hefði orðið að vera án fyrir þetta
tilfelli með blómvöndinn, sem hún kendi Polly.
»Hvar er hún,« spurði Fanny, sem hafði
löngun til þess að snupra vinstúlku sína.
»Hún er líklega inni í sínu herbergi,« svar-
aði Tumi, sem lézt vera sokkinn ofan í bóka-
Iestur. }
MeÖ2n þessu fór fram, hafði Maud, að vísu
óviljandi, gefið tilefni til nýs andstreymis. Stúlk-
an hafði yfirgefið hana til þess að sinna gest-
um, og þá hafði hún farið inn f herbergi
Pollyar. Par náði hún í kistil, sem Polly hafði
áður lánað henni til að hafa fyrir skip, en nú
var kistillinn ekki tómur, en Polly hafði gleymt
að loka honum og þegar Maud opnaði hann
til þess að stíga á skip, fann hún ýmislegt
skrítið í kistlinum. Hún sat við að skoða það,
þegar systir hennar kom inn og leit yfir öxl
hennar. Fanny var svo reið við Polly að hún
gleymdi alveg að finna að því við systur sína
að hún var að rífa alt til í kistlinum hennar
í óleyfi.
í kistlinum voru ýmsir smámunir sem Polly
hafði safnað saman eða búið til og ætlaði að
gefa börnunum, þegar hún kæmi heim. Hún
hafði hirt sumt af þvf leikfangi sem Maud var
búin að fleygja, gert við það og ætlaði með það
heim. Gömlum böndum og kniplingum, sem hún
hafði fengið hjá Fanny, var hún búin að búa
til brúðuföt úr. Smáum hlutum, sem Tumi hafði
skorið út með hníf og gefið henni, hafði hún
safnað saman til þess að sýna Villa hvað búa
mætti til bara með vasahníf.
»Pað er naumast samsafn,* sagði Fanny.
»Hún er undarleg stúlka, er hún það ekki?«
sagði Tumi, sem hafði elt Fanny til þess að
vita hvort nokkuð gengi að Polly.
Fanny fór að hlæja.
»Pú ættir ekki að hlæja að þessum munum.
Polly saumar betur brúðuföt en þú, og hún
skrifar og býr til myndir mikið betur en Tumi,«
sagði Maud.
»Af hverju^veiztu það, eg hefi aldrei séð
hana teikna,« sagði Tumi.
»Hér er bók með mörgum myndum. Eg
get eigi lesið það sem er skrifað í hana, en
myndirnar eru mjög skrítnar,* og til þess að