Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 18
114 NYJAR KVÖLDV0KUR.
sólarhringa. Hungrið kvaldi þau, svo Bekka var
nú orðin hálf meðvitundarlaus — hún óskaði
þess aðeins að hún mætti nú deyja hér í næði!
Tumi hugsaði með sér, að hann gæti svo sem
reynt ennþá einu sinni að ransaka eínhver
göngin með hjálp snúrunnar, ef ske kynni að
hann hitti á rétta leið, eða rækist á einhvern
leitarmanna.
XXVIII.
Nú var komið þriðjudagskvöld. Náttmyrkr-
ið var að detta á og þorpsbúar voru daprir
í bragði, því týndu börnin voru ófundin enn-
þá. Flestir voru nú hættir leitinni og byrjaðir
á hinum daglegu störfum sínum, því þeir þótt-
ust vissir um að börnin mundu aldrei finnast.
Frú Thatcher var fárveik og lá með óráði. Það
var til þess tekið, hve átakanlegt það væri, er
hún var að rísa upp við olnboga og kalla á
barnið sitt og hlusta eftir svari og grúfa sig
svo andvarpandi ofan í svæflana. Polly gamla
var líka ákaflega sorgbitin og hár hennar því
nær orðið mjallhvítt. Á þriðjudagskvöldið gengu
þorpsbúar hljóðir til rekkju. En um miðnætur-
skeið vöknuðu allir við það, að klukkum var
hringt í ákafa og að örlitlum tíma liðnum úði
og grúði á götunum af hálfklæddu fólki, sem
hálfært af gleði, hrópaði sem einum munni:
»Pau eru fundin! Komið út, þau eru fundin!*
Menn börðu á blikkhlemma eða blésu í
horn og streymdu hópum saman ofan með
fljótinu, þangað, sem fundnu börnin komu
akandi í vagni, sem dreginn var af fjölda fólks,
er æpti hástöfum gleðióp. í einni svipan var
vagm'nn umkringdur, og með ósegjanlegum
gleðilátum og dynjandi fagnaðarhrópum færðist
þessi sigurskari upp á aðalgötu þorpsins. Hvert
einasta hús var skreytt á hátíðlegan hátt, og
engum datt í hug að sofna dúr þessa gleði-
nótt. Petta var óefað sú langhátíðlegasta nótt
er þorpsbúar höfðu lifað! I hálfa klukkustund
var óslitinn fólksstraumur út og inn um dyrn-
ar á húsi Thatchers dómara, og menn ætluðu
alveg að ofbjóða börnunum með kossum og
spurningum. Menn þrýstu hendi hinnar fölu
og máttvana móður og reyndu að kreista upp
einhver vel valin orð, til að lýsa gleða sinni
og hluttekningu, en menn komu ekki upp orð-
unum og ruku svo á dyr með gleðitárin í
augunum.
Nú var gleði Pollyar gömlu fullkomin og
það vantaði ekki mikið á, að slíkt hið sama
mætti segja um frú Thatcher. Pað var aðeins
eftir að ná í mann hennar og færa honum
gleðitíðindin, því hann hélt ennþá ótrauður á-
fram leitinni í hellinum; var strax sendur skyndi-
boði til að hafa upp á honum. Tumi lá á
legubekk og þyrptust menn utan um hann, til
að hlusta á hið undraverða æfintýri frá hellis-
vistinni, er endaði loks með lýsingunni á því,
hvernig hann hafði loks yfirgefið Bekku og far-
ið að kanna göngin á nýjan leik með hjálp
snúrunnar. Pannig hafði hann árangurslaust
kannað tvö göng, meðan snúran leyfði. Pá
hafði hann lagt á stað inn í þriðju göngin.
Er hann var kominn snúruna á enda, og ætl-
aði einmitt að fara að snúa við aftur svo bú-
inn, gætti hann alt í einu að einhverri glætu
í myrkrinu, ekki allfjarri. Svo hafði hann fálm-
að sig þangað snúrulaust og fundicj gat á
berginu þar sem hann sá glætuna. Svo hafði
hann þrengt þar í gegn höfði og herðum, og
séð hið breiða Missisippifljót velta þar fram
hjá. Hefði nú verið nótt, er Tumi var að
kanna göng þessi, mundi hann ekki hafa eygt
hina fjarlægu dagsbirtu og líklega aldrei farið
oftar inn í göng þessi.
Hann skýrði ennfremur frá því, hvernig
hann hafði skreiðst aftur til Bekku, og hve sér
hefði veitt erfitt að fá hana til að trúa þess-
um gleðitíðindum, og hve hún hefði orðið
gagntekin af fögnuði, er hún eygði hina fjar-
lægu dagsbirtu. Svo hafði hann hjálpað henni
útum gatið og hún hafði grátið af gleði, er
hún var komin út. Skömmu síðar hafði bátur
róið þar framhjá, og Tumi hafði kallað til
þeirra er á honum voru og beðið þá að taka
þau. Peir ætluðu ekki að trúa þeim, er þau
voru að segja þeim af hellisvistinni, því þeir
sögðu, að gatið, sem þau hefðu komið útum,